Melkorka - 01.11.1957, Blaðsíða 10

Melkorka - 01.11.1957, Blaðsíða 10
Frá Ceyloti friðarráðsins í Asíu. Þessi tilhögun fékk djúpan hljómgrunn hjá þjóðinni sem með nýfengnu frelsi er að byrja að byggja upp ]}að sem aldalöng nýlendukúgun og inn- rásarherir hafa brotið niður og eyðilagt; hlaut fundurinn stuðning hárra sem lágra og miklar vonir tengdar störfum lians. Fundurinn var m jög undir asíatískum á- hrifum, bæði vegna þess að þaðan voru flestir fulltrúanna og hinu ekki síður, að þar er flest ógert, vandamálin óteljandi og krelj- ast skjótrar úrlausnar. Við þingsetninguna voru lesin ávörp frá áhrifamönnum víða um heim. Forseti Heimsfriðarráðsins, prófessor Frederich Joliot-Curie, sendi álitsgerð og harmaði fjarveru sína, sem stafaði al' sjúk- leika. Albert Sclnveitzer sendi fundinum kveðjur og Iivatningarorð, undirstrikaði enn einu sinni hina gífurlegu hættu, senr öllu mannkyninu er búin af kjarnorku- og vetnisvopnum og tilraunum með þau, sagð- ist staddur hjá okkur í anda og lýsti hryggð sinni yfir að hafa ekki getað komið. Martin Niemöller sendi kveðju og bað fundinum blessunar, Hewlett Johnson sömuleiðis. Nehru forsætisráðherra Indlands, Norod- one Sihannle forsætisráðherra Cambodia, Bandaranaike íórsætisráðherra Ceylons sendi kveðjur og árnaðaróskir; svona mætti lengi telja, sent yrði alltof langt mál. Fund- urinn var settur af dómsmálaráðherra Ceyl- on, de Silva; í fjarveru forseta heimsfriðar- ráðsins, hélt varaforseti Emanuel d’Astier (franskur) fyrstu ræðuna, skýrði störf ráðs- ins milli funda, heimsástandið og það sem framundan væri og fyrir lægi. Ástandið í Austurlöndum nær var mjög á dagskrá og urðu snarpar deilur milli full- trúa ísraels og Arabaríkjanna. Komu fram nær ósættanleg sjónarmið, sem jró fyrir til- verknað indversks fulltrúa, Pandid Sund- ela, tókst að jafna, sagði hann að báðir aðilj- ar yrðu að mætast á miðri leið með J)að eitt að leiðarljósi að leysa deilumál sín friðsam- lega á jafnréttisgrundvelli. Þessir aðiljar stóðu einhuga að baki þeim ályktunum og ávörpum, sem fundurinn sendi frá sér og töldu rétt að þar kæmi fram, að „ögrunin við Arabaríkin væri ekki liðin hjá, þó að árásin á Egyptaland hefði misheppnazt, íhlutun utanaðkomandi aðilja um innan- ríkismál í Austurlöndum nær héldi áfram og ástandið væri jafnalvarlegt, jressvegna yrðu þjóðir heimsins að vera vel á verði. Barátta nýlendnanna fyrir frelsi og full- veldi var rædd, enda ekki að ólíkindum. Var langt mál um það í ályktun fundarins. „Varanlegur friður getur ekki átt sér stað á meðan frelsishreyfingum fjölda |)jóða er haldið í skefjum með vopnavaldi. Þess vegna er barátta jrjóðanna fyrir efnalegu og pólitísku sjálfstæði, staðfestur réttur sam- kvæmt stofnskrá Sameinuðu jrjóðanna, bar- átta fyrir friði í heiminum." Við að hlusta á ræður fulltrúanna frá nýlendunum, skildist manni hin gífurlegu vandamál sem þar er 74 MEI.KORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.