Melkorka - 01.11.1957, Blaðsíða 36

Melkorka - 01.11.1957, Blaðsíða 36
Nokkrar góðar bækur sem nú eru komnar í bókaverzlanir eða koma næstu daga Ölduiöll Ný sjálfstæð saga eftir Guðrúnu frá Lundi. Mörg undanfarin ár hafa bækur Guðrúnar frá Lundi verið metsölubakur hér á landi. Stærsta saga hennar „Dalalíf" birtist neðanmáls í Vest- ur-íslenzku blöðunum, og naut svo tnikilla vin- salda, að síðan hafa kaupendur hlaðanna lát- laust óskað eftir birtingu flciri sagna. „Ölduföll" et sjálfstæð saga, og má hiklaust telja hana eina af allra beztu sögum Guðrúnar. Gulltórin Nokkrar smásögur eftir Guðrúnu Jacobsen. Bók- in cr æthið unglingum. í henni eru nokkrar lil- prentaðar myndir eftir Halldór Pétursson. Falleg jólagjöf. Leiðarljós eftir sr. Arelíus Níelsson. Fögur bók og líkleg til útbreiðslu. ISókin er gefin út á tvennan hátt: Önnur útgáfan er ætluð börnum til notkunar í kennslustundum til undirbúnings fermingar. Hin er skreytt fögrum litmyndum erlendra lista- manna, og er sú útgáfa ætluð til gjafa. Eyjan græna eftir Axel Thorsteinsson. A hernskuárum óskaði höfundurinn sér þess, að mega augum líta /r- hmd, eyjuna grænu, vegna fornra sögulegra tengsla og skyldleika. I þessari fróðlegu og fall- egti bók lýsir hann nú, reyndur og fidltíða mað- ur, cr hann sá bernskuóskir sfnar rætast á ferða- lagi um írland. Bókin er skreytt mörgum fall- egum myndum. Hanna og hótelþjófurinn Hönnttbækurnar hafa náð miklttm vinsældum hér á landi sem annarsstaðar. Fáir dagar hafa liðið svo, síðan fyrri Hönnubækurnar koinu út, að ekki hafi verið spurt um útkoinu næstu hókar. Sýnir þetta ljóslega, að ungu stúlkurnar bíða framhaldsbókanna með eftirvæntingu. — Fjórða Hönnultókin „Hanna i hœttu", kemur fyrir jólin. Guðfræðingatal cftir próf. Björn Magnússon. íslenzkir guðfræð- ingar um 100 ár komu út fyrir 10 árum og eru nú löngu uppsekl bók. í þessari nýju útgáfu er sleppt sögu Prestaskólans, en fyrri útgáfan er endurskoðuð og bætt inn öllum nýjum guðfræð- ingttm frá því er fyrri bókin kom út. Um 200 myndir ertt í bókinni. I hendi guðs Nokkrar ræður eftir Eirík Albertsson dr. theol. Höfundurinn, sem þekktur var fyrir gáfur og lærdóm, hefur tckið hcr saman úrval úr ræðum sínum, er hann gegndi prestskap og skólastjórn um allmörg ár. Upplag bókarinnar er mjög tak- markað. Lóretta eftir Karl Örbech, Arnheiður Sigurðardóttir þýddi. Sagan er norsk og gerist fyrst á afskekktu skógarltýli, þar sem Lóretta litla verður að ganga þremur yngri systkinum slnum í móðurstað. St'inn og nærfærin lýsing á gleði og sorgunt barn- anna. Sagan cr ágætlcga skrifuð, cnda hlaut hún fyrstu verðlaun i samkeppni í Noregi. Jafet i föðurleit eftir Marryat. Þýðingin er eftir Jón Ólafsson rit- stjóra. Jafet er ævintýrarík drengjasaga, eins og aðrar sögur þessa vinsæla höfundar. Tumi ó ferð og flugi eftir Mark Twain. Drengirnir kannast við bæk- urnar: „Sagan af Tuma litla“, „Tumi gerist leynilögregla" og „Stikilsberja Finnur". En Mark Twain er heimsfrægur höfundur og Jrarf ekki að kynna hann. Jói og sjóræningjastrákarnir eftir Örn Klóa. Ný spennandi drengjasaga eftir íslenzkan höfund. Aður kom eftir hann sagan Dóttir Hróa hattar. Drengurinn með rauðu húfuna Fagurt ævintýri eftir Ingólf Jónsson frá Prests- hakka. Myndir á hverri síðu eftir ungan íslenzk- an listamann. Blómálfabókin Freysteinn Gunnarsson skólastjóri þýddi. Falleg bók að efni og frágangi. Fjöldi mynda og marg- ar |>eirra prentaðar nteð -1 litum. Hráir grænmetisréttir eftir Helgu Sigurðardóttur. Uppskriftir og lcið- beiningar um ]tað, hvernig húsmæður geta haft á borðum sfnum hráa grænmetisrétti alla daga ársins. Bækurnar fást í öllum bókaverzlunum og beint frá útgefanda PRENTSMIÐJAN LEIFTUR

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.