Melkorka - 01.11.1957, Blaðsíða 25

Melkorka - 01.11.1957, Blaðsíða 25
< 'J Jurtir til fegrunar V_____________________________________________✓ Langt er síðan farið var að nota til snyrtingar ýmis- legl jurtakyns, svo sem tívexti, eins og þcir koma fyrir. A síðustu árum er aftur farið að nota þetta í snyrti- vöruiðnaðinum. En ekki verður því neitað, að nýir ávextir eru betri en niðursoðnir eða þurrkaðir. Þess vegna er bezt að nota einungis nýja ávexti allt árið, ef þeir fást. Hvað er jurtaseiði? Sé ekki annars getið, á að taka 1—2 hnefafyllir af þurrkuðum jurtum eða blómum og láta þelta krauma í hálfum lítra af vatni í 10 mínútur. Gúrka Gúrkur hafa í margar aldir verið taldar til hinna beztu ávaxta til andlitsfegrunar. Safinn næst með því að rífa óhýdda gúrku með fínu járni, og sía síðan gegnum síu eða ávaxtapressu. Hressir og styrkir andlitsvöðvana og lokar svitaholunum, ekki sízt cf jafnframt er drukkið á hverjum morgni á fastandi maga stórt glas af gúrku- safa. Ekkert ráð er betra við fitugu hörundi. Safinn eyðir einnig freknum, og er gott að va ta bómullarhnoðra í gúrkusafa og lcggja við augun. Við það hverfa pokar undir augunum. Appelsína llrekkið á hverjum morgni á fastandi maga safa úr hálfri cða heilli appelsínu. Úr þessu fæst góð viðltót við vítaminin og það hreinsar blóðið. Andlitsáburður úr appelsinum. 3—6 appelsínuhýði eru lögð í ískalt vatn í 5 mínútur og síðan eru þau þurrkuð (á sumrin í 12 tíma, helmingi lengur á vet- urna). Síðan eru þau lögð í skál og hellt vfir þau köldu vatni, soðnu, svo aðeins fljóli yfir og pikkað í hýðin með oddmjóum hníf til að ná nokkru af olíunni. Síðan er þctta sett undir farg til að ná meiru af olíunni. Svona er þetta látið standa nokkra klukkutíma, helzt yfir nótt, en síðan eru hýðin pressuð fast, og vatnið síað frá vandlega, og síðan er þessi andlitsáburður tilbúinn. Hann geymist óskemmdur dögum saman, ef kalt er á honum, annars má setja í hann benzosúrt natron á hnífsoddi. Gulrót Hún er auðug að vitamínum, einkum A-vítamíni, cn einnig karótíni, en bæði þessi vítamín eiu nauðsynleg lil viðhalds heilsu og fegurð. Rífðu eina til tva-r gulræt- ur með fínu rifjárni daglega, og pressaðu safann úr með ávaxtapressu. Úr þessu næst safi, sem fyllir portvínsglas, og af honum á að taka sem svarar fingurbjörg til að dyfta á hörundið og tveimur dropum á að blanda í nær- ingarkremið, en drekka það sem af gengtir. Eftir stuttan tíma muntu verða þess vör, að hörundsliturinn hefur fríkkað, er orðinn bjartur og skær, hversu ljótur sem hann hefur verið, og allar hrukkur horfnar. Borðaðu eins oft og því verður við komið rifnar gul- rætur kryddaðar sitrónusafa og ögn af ólívuolíu eða súrum rjóma. Kauptu ennfremur hvíta liijulauka, þeg- ar þeir fást, og náðu úr þeim safanum, hann er ágætur við hrukkum í kringum augun, og farðu svona að: Taktu hýðið af lauknum og rífðu laukinn með fínu rifjárni. Settu saman við þetta gulrótarsafa og brætt lynghunang, ámóta rnikið af hverju. Berðu þetta á and- litið að kvöldi og láttu það sitja yfir nóttina. Hvítlaukur Filipensar liverfa cf daglega er núið á þá skornum hvítlauk. Þetta er líka gott við vörtum og örðum. Jarðarber Þau eru sérstaklega góð fyrir viðkvæmt og veikt hör- und. Meðan þau fást ætti því að nota þau daglega, bera jarðarber að andlitinu og sprengja það milli fingranna, maka því um það allt og láta það sitja í fjórðung stund- ar, þvo það síðan af með rósavattii. Jarðarberjamjólk, senr allir gela notað sér til gagns, hvernig sem hörundið annars er, er búið til á þennan hátt: 500 gr. af þrosk- uðum jarðarberjum eru pressuð gegnum hársigti eða ávaxtapressu, og saman við þetta er settur einn dl. af mjólk eða rjóma. Til þess að þetta geymist í nokkra daga óskemmt, er sett í það benzósúrt natrón á hnífs- oddi. Maukið, sem eftir verður, þegar Iniið er að pressa safann, má láta í grisjupoka og leggja við andlitið. Kól Safinn úr hvítkáli er eitt hið bezta meðal til að grenna mittið og halda því grönnu. Úr 200 gr. af hvít- káli fást 100 gr. af safa. Kálið er rifið með finu rifjárni, og síðan er safinn pressaður í ávaxtapressu. Af þessu á að drekka fullt glas, og að einni viku liðinni á inittið að hafa grennzt um 3—5 cm. Lítill fjögra ára snáði kom með mömmu sinni í hcimsókn á Landakotsspítala. Hann var eitthvað óró- legur og mamma hans var að hasta á hann. Allt í einu varð hann mjög stilltur og horfði alveg forviða á nunnu sem var þat á gangi og hrópaði: Nei, sko tuskudúkk- una, mamma, hvað er innan í henni. MELKORKA 89

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.