Melkorka - 01.11.1957, Blaðsíða 6

Melkorka - 01.11.1957, Blaðsíða 6
sem er alinn upp við sjóinn málað sjóinn svona? — Aðalatriðið er að fá rétta birtu. Og svo samræmið milli þess alls. — Er ekki sama hvað málað er? — Nei, það er fyrirmyndin sem hrindir öllu af stað. Ég lief verið í Suður-Frakk- landi, en ég fann ekkert þar sem mig lang- aði til að gera. Við göngum áfram og stönzum fyrir framan gulltrúnan hamravegg — en það er þessi gulbrúni klettur sem er svo fallegur í sólskini. — Mér þykir ekki eins gaman að mála á Þingvöllum og annarsstaðar. Það truflar mig hvað margir hafa málað þar. Þarna er mynd af Ármannsfelli. Sólin er horfin af fellinu. Græni liturinn er svo sterkur. — Það er annar grænn litur hér en ann- arsstaðar. Ég er alltaf að glíma við græna litinn. Hann getur verið svo margbreytileg- ur. Þarna er tildæmis mynd frá Þingvöllum, þessi einkennilega heiði, Lyngdalsheiði, nei, Bláskógaheiði, já, Bláskógaheiði. Þessi græn- blái litur. Og svo þessi fremsti græni litur. Hraunið er ljósast á þessari mynd. Ég málaði einu sinni á Búðum á Snæfells- nesi. Þar þótti mér gott að mála. Búða- hraun er hrikalegt. Ég geri venjulega upp- drátt. Þetta segir hún þegar við komum á göngu okkar inn í innsta herbergið þar sem nokkr- ar blýantsteikningar hanga, frummyndir, litaðar lauslega með vaxlitum. Hún segir mér sögu myndanna sem við göngum framhjá. Við stönzum oftast hjá Vestmannaeyjamyndum. — Ég var í Vestmannaeyjum til 1905. Og ég hef alltaf verið þar einhvern tíma þegar ég hef komið til landsins. En það var fyrst 1946 sem ég uppgötvaði svarta grjótið. Myndlistin tekur svo langan tíma. Það ger- ist í huganum. Maður veit ekki mikið um list og það tekur langan tíma að kynnast henni. Þeir hafa ekki mikið að fara eftir þessir ungu menn sem eru að skrifa í blöð- in. Þegar ég kom til Viggo Johansen byrjaði hann á að tæta niður það sem ég var búin að læra. Það tók langan tíma að vinna á móti því. Svo kynntist ég Hans Smidth og kom þar oft á heimilið. Myndlistin tekur langan tíma. Ég gekk á söfnin. Nei, það var engin myndlist til að fara eftir á íslandi þá. Ég fór ekki að heiman til þess að verða málari. Ég fór í Kvennaskól- ann. Þar lærði ég teiknun. Og kennarinn livatti mig mjög til að halda áfram. Það var Ingibjörg H. Bjarnason. Svo styrkti l'aðir minn mig til náms í Kaupmannahöfn. Mér var neitað um inngöngu í Akademíið fyrst. Seinna komst ég að því hvernig á því stóð. En það var eftir tveggja ára nám sem mér var neitað. Ég vil ekki að það komist út hvernig á því stóð. Skólinn var þannig, að við vorum sett hvert í sinn bás og jrar voru tveir olíulamp- ar og við áttum að teikna fyrirmyndina, gibsfígúru, eftir því hvernig 1 jósið féll á hana. — Það hefur náttúrlega verið kvöl í loft- inu af olíulampanum? — Ja, hvað veit ung manneskja sem kem- ur til náms, hvað veit hún? Ekki neitt. Hún verður að fara eftir því sem henni er kennt. Svo getur tekið ennþá lengri tíma að tæta niður vitleysurnar sem hún hefur lært. Það tekur langan tíma að þroskast. Þróunin er tímaatriði. En er ekki einmitt það sem Jón- as Hallgrímsson segir: mönnunum munar, annaðhvort afturábak ellegar nokkuð á leið. Manni verður að fara fram eða þá manni fer aftur. Nú erum við konmar í herbergið með vefnaðinunr. Mér finnst ég enn á ný komast inn í nýjan heim, þó er natnin í litameðferð og tilfinningin fyrir efninu enn hin sama og sú sem einkenndi olíumálverkin. — Þessi gulbrúni litur er úr fjallagrösum. Svo er þessi grái litur, ég er hrifin af hon- um. Mórauður er í rönd á einu teppi við hliðina á brúnum lit og grátt í kring í mis- munandi blæbrigðum og verður bláleitt við 70 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.