Melkorka - 01.11.1957, Blaðsíða 20

Melkorka - 01.11.1957, Blaðsíða 20
Brdðum koma blessuð jólin börnin fara að hlakka til. A llir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsla kerti og sþil. Hvað það verður veit nú enginn vandi er um slikt að sþá, en eitt er vist, að alltaf verður ákaflega gaman þá. Æðst allra eika eitt tréð ber skjól þar vildi ég leika þrilielg öll jól <_________________________________________ stöðva tilraunir með atómsprengjur þegar í stað. A því er enginn vafi, að verði þessum sprengingum lialdiðáfram, eykst geislamögn- unin enn örar. Reiknað hefur verið út, að verði tilraunum lialdið áfram í sama mæli og nú, verður magn strontíums í vatni í kringum 1970 orðið 1/125 af hámarki þess sem kynfrumur manna þola og kemst upp í 10—40% af geislun af náttúrlegum orsök- um, þar með talin geislun frá radium í beinum manna. Segja mætti, að magn þetta sé svo smátt, að ekki sé umtals vert. En ef ekki næst al- þjóðlegt samkomulag strax, ef hvert landið á fætur öðru bætist við í kapphlaupið um atómvopn, þá er enginn vafi, að sprenging- um fer fjölgandi, og við nálgumst hið hættulega hámark miklu örar. Og ennfremur. Þessar tölur, sem nefndar hafa verið, varða aðeins hættuna af stron- tíum í beinum þ. e. hinar ýmsu tegundir krabbameins, sem geislunin getur valdið, sér í lagi Iivítblæði og blóðkrabba. Við meg- um ekki gleyma, að þessi hætta er tiltölu- lega miklu meiri fyrir börn, þar sem þau neyta tiitölulega meiri mjólkur og fá Jrví meira af geislavirku strontíum í bein sín en fullorðnir. Við megum lieldur ekki gleyma að Jressir mjög svo lauslegu útreikningar eru meðaltölur og hættan getur verið miklum mun meiri fyrir suma einstaklinga og sum landsvæði, þar sem eðli jarðvegs er þannig liáttað, að liann tekur til sín óvenjumikið af hinu geislavirka efni. Eitt sérstakt tilfelli er ekki svo mikilvægt fyrir allan heiminn. En ef um Jritt eigið barn cr að ræða, þá er Jrað vissulega mikil- vægt. Önnur liætta, sem mjög erfitt er að meta, er hættan fyrir J^á óbornu. Við vitum, að geislun getur valdið breytingum á kyn- frumum. Slíkar breytingar á þróun manns- ins geta eins og nú er komið aðeins orðið skaðlegar, þ. e. breytingarnar valda ófrjó- semi, börn fæðast andvana, vansköpuð eða andlega vanþroska. Það er nærri ómögulegt að reikna slík áhrif nákvæmlega fyrirfram. En Jrau eru vissulega til staðar og munu aukast, ef tilraunasprengingum er haldið á- fram. Að vísu mætti segja, að slík hætta geti ekki verið mikil, fyrst ekki er hægt að mæla hana. En reynsla síðustu ára sýnir, að af- 84 MEI.KORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.