Skutull

Ukioqatigiit

Skutull - 24.12.1951, Qupperneq 20

Skutull - 24.12.1951, Qupperneq 20
20 S K U T U L L Gj aldskrárhækkanir pósts og síma. Vegna hins síliækkandi verðlags og þar af leiðandi hækkunar á öllum reksturskostnaði svo og kostnaði við aðrar framkvæmd- ir, hefir þótt óhjákvæmilegt að gera nokkrar hækkanir á gjald- skrá pósts og síma frá næstu áramótum að telja, svo sem birt er í nýútkomnum Stjórnartíðindum. Póstburðargjöld og símagjöld hafa haldizt óbreytt síðan 1. maí 1950 eða rúmlega hálft annað ár. Á sama tíma hefir kaupgjalds- vísitalan hækkað um 44 stig, en hvert vísitölustig eykur rekstr- argjöld pósts og síma um ca. kr. 219.000,00 á ári. Það skal þó tekið fram að gjaldahækkunin er að meðaltali mun lægri að hundraðstölu en vísitöluhækkunin. Helztu hækkanir samlcvæmt hinum nýju gjaldskrám eru sem hér segir: 1. PÓSTBURÐARGJÖLD fyrir venjuleg bréf innanbæjar hækka úr 50 aurum í 75 aura óg innanlands og til Norðurlanda úr 1 kr. í kr. 1,25. Burðargjöld til annara landa hækka ekki. 2. SIMAGJÖLD: Gjöld af talsímum hækka að meðaltali um 12—15 af liundraði. Umfram-símtöl við sjálfvirkar stöðvar, fram yfir 700 á árs- fjórðungi, hækka úr 20 aurum í 30 aura. Símtalagjöld innanlands hækka um eina krónu hvert viðtals- bil og símskeytagjöld innanlands úr 40 aurum í 50 aura fyrir orðið. Símtala- og símskeytagjöld til útlanda hækka ekki. Hin nýja gjaldskrá gildir frá 1. jánúar 1952 að undanteknum ákvæðunum um umframsímtöl, er taka gildi 1. júlí 1952. Reykjavík, 11. desember 1951. Póst- og símamálastjórnin. Frá bankaútibúunum. Engin afgreiðsla í almennum sparisjóðsbókum eftir lokun laugardaginn 22. des. n.k., þar til 2. janúar 1952. LANDSBANKI ÍSLANDS útibúið á lsafirði. ÚTVEGSBANKIISLANDS H.F. útibúið á Isafirði. DANSLEIKUR í Alþýðuhúsinu á annan í jólum. nánar í götuauglýsingum. Allir á ballið!

x

Skutull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.