Skutull - 24.12.1956, Qupperneq 7
S KUTU LL
7
OWLCL
r ■ ............. ■ ^
Eftirfarandi frdsögn er tekin úr Reisubók Jóns Ólafssonar Indía-
fara, en sú bók er gagnmerkt rit, svo sem kunnugt er.
Jón lndíafari fæddist ú Svarthamri í Álftafiröi h. nóvember
1593. Haiui lézt á átlugasta og sjöunda aldursári, áriö 1679.
Séra Jón Grímsson, sem um gelur í frásögu þessari, var prestur
dö Eyri í Seyöisfiröi og Ögri fyrir 1599. Áöur haföi liann um árs-
skeiö gegnt prestskap í Árnesi. 1 Ögurþingum var liann til ársins
1615, en þá fékk hann veitingu fyrir Prestbakka í Hrútafiröi.
Séra Tómas Þóröarson var prestur á Staö á Snæfjöllum frá 1629
til dauöadags 1670.
„Á mínu 11. ári bar svo við, að
ein gift kona, Bóthildur að nafni,
hafði ferðast héðan úr Álftafirði
og vestur yfir heiði í Önundar-
fjörð með veturgamalt eður tvæ-
vett sveinbarn, sá eð Ketill hét.
Og þegar móðirin vildi itela
hingað aftur ferðast með sinni
ungri barnkind til sinnar sveitar,
þá vissu það engir í Álftafirði.
Þetta skeði um Maríumessu fyrri.
Og nær hún kom hingað yfir
heiðarskarðið, skelldi yfir myrkva-
þoku, svo hún gekk og villtist of
mikið til hægri handar, allt þangað
sem Valagil heita, hvar að eru
miklir forvaðar, og með því hún
bæði veik og mædd orðin, nam
hún þar staðar fyrir Guðs anda
ávísan hið næsta sem mátti þess-
um forvöðum, og af löngum burði
sinnar barnskepnu hafði henni þar
og ég sá hana glöggt fyrir hug-
skotssjónum mínum, nærri því
eins og hún væri komin að rúminu
mínu. Ég endurlifði bænastundina,
sem ég átti með henni nóttina
góðu, rétt eins og ég endurlifði at-
burðina. Ég reyndi að sofna, og
telja sjálfum mér trú um, að þetta
væri allt saman hugarburður og
draumarugl, en mér tókst hvorugt.
Ég frétti það daginn eftir, að
litla stúlkan hefði dáið klukkan 2
um nóttina.
Skömmu síðar seldi ég læknis-
fræðibækur mínar og keypti mér í
þeirra stað guðfræðibækur. Félag-
ar mínir töldu mig genginn af vit-
inu og urðu undrandi yfir þessu
háttarlagi mínu. Sumum þeirra
sagði ég frá því, sem fyrir mig
kom í sjúkrahúsinú, og styrktust
þá ýmsir í þeirri trú sinni, að ég
væri ekki með öllum mjalla.
Ég er nú orðinn prestur, og leit-
ast ég við eftir beztu getu, að út-
skýra það fyrir sóknarbörnum
mínum, sem ég lærði af litla engl-
inum í mannsmynd í sjúkrahús-
inu, þ. e. að þá fyrst geti þau lif-
að hamingjusömu og sæluríku lífi,
þegar þau skoði ekki lengur dauð-
ann sem óvin sinn.
(Lausl. þýtt og endursagt.)
í brjóst runnið og svo aldeilis út
af sofnað 1 Herrans vald.
Nú vissi enginn maður, hvorki
Önundarfjarðar né Álftafjarðar-
hrepps, af þessu tilfelli.
Skömmu síðar í vikunni heyrð-
ist barnópið niður til byggða og
ætluðu þeir menn, sem næstir
bjuggu, að einhver sérdeilis dýrs-
hljóð vera mundu.
Þetta bar til snemma í águsto.
1 þann tíma, anno 1604, bjó síra
Jón Grímsson í Svarfhóli í Álfta-
firði, sá er var sóknarprestur Ög-
urs og Eyrar, og nær hann fékk
þetta að spyrja, sendi hann með
skrifaðan seðil út eftir sveitinni
heim á hvern bæ til sérhvers bú-
andi manns, sem það innihald
hafði, að hver þeirra kæmi með
vopn í hendi heim á hans garði
með bráðasta hætti, þá strax sam-
dagris, og þar samtaki í sinni ná-
lægð og með sínu ráði, hvernig
þeir sér hegða skyldu í greindu
efni, og gjörðist sú ályktan, að
menn skyldu uppleita með alvai’-
legasta hætti, hvaðan þessi ýlfran
væri og eymdarhljóð, eður af
hverri skepnu.
Gengu þeir svo af stað af prests-
ins garði.
Þá gengu allir skattbændur með
skrúfaða atgeira, sem hingað á
umliðnu ári fyrir þetta fluttust
til kaups eftir H. M. bifalningu.
Og nær þeir komu í þann stað,
sem konan lá önduð fyrir löngu,
og fundu barnið hjá henni enn þá
lifandi og konuna óskaddaða, því
barnið hafði hennar líkama varið
í mörg dægur, þá hnykkti hverj-
um þeirra hér við og þótti hryggi-
leg aðkoma, en þeim manni ei sízt,
sem bóndi og ektamaður var
nefndrar konu, sá er Jón Eyvinds-
son var að nafni.
Var hennar lík svo flutt til
byggðar og þaðan með erlegum til-
búningi og meðferð til Eyrarkirkju
að hún greftraðist.
En þessi þeirra sonur uppólst
hjá sínum föður þangað til hann
var kominn úr ómegð, og varð síð-
an vinnuþjónn síra Thumasar
Þórðarsonar, og andaðist vel tví-
tugur að aldri á Snæfjöllum.“
Góðar bækur
Draupnis- og Iðunnarútgáfan gefa út í ár eftirtaldar fjórar bækur:
Öldina sem leið, síðara bindi; Skáldið á Þröm, ævisögu Magnúsar
Hj. Magnússonar; Lækni kvenna eftir Frederic Loomis og Ævin-
týraskipið, barna/- og unglingabók eftir Enid Blyton.
öldin sem leið er mest þessara
bóka. Fjallar þetta bindi um tíma-
bilið 1861—1900 og er prýtt hundr-
uðum mynda, mörgum fáséðum.
Efni ritsins er afar fjölbreytt og
því öllu sniðið það form, sem tíðk-
ast í nútíma fréttablöðum, svo sem
flestir menn vita. Var það form
fyrst upp tekið í „öldinni okkar“,
sem fjallar um fyrri helming 20.
aldar og ávann sér þegar í stað
óskiptar vinsældir. Hafa ritverk
þessi bæði, Öldin okkar og Öldin
sem leið, orðið einkar vinsæl og
eftirsótt, enda eru þau hvort-
tveggja í senn: stórfróðleg og
skemmtileg. Myndir í ritverkum
þessum báðum eru samtals á ann-
að þúsund. Er hvergi í neinu rit-
verki öðru samankomið jafnmikið
safn íslenzkra mynda. Og efni rit-
anna er búið það form, að það eru
réttnefndar lifandi svipmyndir úr
íslenzku þjóðlífi í hálfa aðra öld
í öllum sínum margbreytileik. —
Gils Guðmundsson hefur tekið
saman bæði þessi ritverk.
Skáldið á Þröm er sérstætt rit
í bókmenntum okkar. í fyrsta lagi
er það óvenjulega hreinskilin og
opinská ævisaga, því að það er
byggt á mjög ýtarlegum dagbók-
um Magnúsar, þar sem hann var
framúrskarandi bersögull, jafnt
um hina örlagaríkustu atburði ævi
sinnar sem hina smávægilegri. Og
í öðru lagi er þar rituð saga
manns, sem áður var kunnur í bók-
menntum Islendinga sem fyrir
mynd nafnfrægrar persónu í skáld-
sögu: Ólafs Kárasonar, Ljósvík-
ings. Með útkomu þessarar bókar
hefur því sá óvenjulegi atburður
gerzt, að fræg og víðkunn persóna
úr skáldsögu stígur allt í einu fram
á sviðið sem raunveruleg mann-
eskja, er átti sér örlagaríka og
dramatíska sögu. Má óhætt full-
yrða, að Skáldinu á Þröm verði
mikill gaumur gefinn, mikið um
það rætt og saga þess mikið lesin.
— Bókina skráði Gunnar M. Magn-
úss rithöfundur.
Læknir kvenna er sjálfsævisaga
amerísks Iæknis, sérfræðings í
kvensjúkdómum og fæðingahjálp,
og dregur bókin nafn af því. Lækn-
irinn segir hér margt úr lífsreynslu
sinni og starfi og rekur örlagasög-
ur ýmissa sjúklinga sinna. Hið
velmetna tímarit, Saturday Review
of Literature, fer m. a. þessum orð-
um um bókina: ,,Hver frásögn er
persónubundin örlagasaga . . . .
Það fer ekki hjá því, að þessar ör-
'lagasögur grípi athygli lesand-
ans . . . Konur, ungar sem eldri,
munu finna í þessari bók ótal
margt, sem þær þurfa að vita og
vilja gjarnan vita um sjálfar sig.
— Andrés Kristjánsson íslenzkaði
bókina með aðstoð Elíasar Ey-
vindssonar, læknis.
Ævintýraskipið er sjöunda bók-
in í bókaflokki, sem jafnan gengur
undir nafninu ævintýrabækumar.
Þær fjalla um sömu aðalsögu-
hetjurnar, en hver bók er eigi að
síður algerlega sjálfstæð saga.
Prýddar eru bækur þessar fjölda
ágætra mynda. Þær njóta mikilla
vinsælda barna og unglinga, jafnt
drengja sem telpna, enda eru þær
spennandi og skemmtilegar af-
lestrar. — Sigríður Thorlacíus ís-
lenzkar bækur þessar.
r, ^
ttáiíhamessul
ísafjörður:
Aðfangadagskvöld kl. 8
Jóladag kl. 2
Jóladag (Sjúkrahús) kl. 3
30. des. (Ellih.) kl. 2
Gamlárskvöld kl. 8
Hnífsdal:
Aðfangadagskvöld kl. 6
Annan jóladag kl. 2
Gamlárskvöld kl. 6
Súðavík:
Nýjársdag kl. 2
i:
Gjafir til Björgunarsjóðs
Vestfjarða.
Gjöf frá N. N........ kr. 50.00
Minningargjöf um
Guðbjörgu Friðriks-
dóttur, gefin á sex-
tugs afmæli hennar 16.
nóv. 1956 af Guðm.
Halldórssyni ...........— 500.00
Gjöf frá Guðm. H.
Guðm.syni og konu . . — 25.00
Gjöf frá gömlum og
uppgefnum sjómanni,
G. Þ....................— 1000.00
Kærar þakkir.
Kr. Kristjánsson,
Sólgötu 2, Isafirði.