Skutull - 24.12.1964, Page 6
6
SKUTULL
TVÖ BLÓM
„FræiS hné til foldar,
fögur sprultu upp blóm.“
Til eru menn, er segja: Sönn
ást er ekki til. Ást er ekki
annað en eigingirni. Þig lang-
ar stundum afar mikið til að
eiga einhvem ákveðinn hlut.
Vilt jafnvel leggja allt í söl-
umar til að eignast hann. Þeg-
ar frá líður, dofnar þessi
kennd þín. Að lokum er þér
alveg sama, hvort þú átt hlut-
inn lengur eða skemur. Eins
er um ástina. Hún brennur
heitt í fyrstu, svo smá kulnar
hún, verður örlítil glóð og
deyr að lokum.
Ég brosi þegar ég heyri slík-
ar kenningar . . .
. . . Eg hafði ekki dvalið
lengi á sjúkrahúsinu, er ég
veitti því eftirtekt, að félaginn
í rúminu gegnt mér fékk
stundum eldri konu, á að gizka
milli sextugs og sjötugs, í
heimsókn. Ég spurði hann eft-
ir henni, því mér gazt vel að
svipnum á mögm andlitinu,
þótt hún hefði varla, jafnvel
ekki á sínum yngri árum, ver-
ið talin lagleg. Blágrá vinaleg
augun, stungu nokkuð í stúf
við móleita húðina og ég tók
eftir því, að magrar hendur
hennar vom beinaberar og
ekki lausar við að vera knýtt-
ar.
„Hún er gamall sjúklingur
héðan,“ sagði félaginn. „Ákaf-
lega almennileg og góð kona,“
hélt hann áfram, bersýnilega
af eigin reynd.
„Já, hún hefur svo góðan
svip,“ sagði ég. „Hvað heitir
hún?“
„Hún heitir nú Gunnjóna og
er Sveinsdóttir."
„Er hún héðan úr bænum?“
Mér lék hugur á að afla mér
vitneskju.
„Já. En hún á heima í út-
hverfi hans,“ sagði félaginn.
>,Nú-já.“
Ég spurði ekki nánar. Ef
hún héldi uppteknum hætti
myndi ég fá að sjá hana, innan
skamms tíma. Þá gæti ég virt
hana betur fyrir mér.
Næst þegar hún kom, var
maðurinn hennar með henni.
Gráhærður var hann, senni-
lega á svipuðu reki, en sýnu
ellilegri. Stórt og mikið yfir-
varaskegg, ásamt stóru nefi
og glaðlegu augnatilliti, kom
mér til að veita honum eftir-
tekt. Þrátt fyrir ellina var
hann léttur í hreyfingum. Ég
gat ekki betur séð, en það
væri svipur með þeim. Eitt-
hvað keimlíkt. Kannske var
það bara það, sem fólk kallar
hjónasvip.
Þau fóru strax til félaga
míns, heilsuðu, og ég heyrði
hann spyrja konuna um líðan
hennar.
„O, ég hefi nú verið hálf-
gerður ræfill upp á það síð-
asta.“
„Jæja, einmitt það.“
Þau héldu áfram rabbi sínu,
en ég gaf því lítinn gaum,
heldur hélt áfram með bókina,
sem ég var að lesa. Léttir
hlátrar gáfu til kynna, að þau
gerðu að gamni sínu, og fé-
lagi minn virtist njóta, að
ræða við þau.
Nokkru síðar tók ég eftir
að hún spurði:
„Hvað er klukkan? Ég ætl-
aði að líta inn á stofuna til
stelpnanna, áður en ég færi.“
Þau stóðu upp, kvöddu og
fóru.
Viku síðar kom hann ein-
samall.
Það vakti undrun mína. Mér
fannst, sem eitthvað vantaði,
og gamli maðurinn var ekki
eins og hann átti að sér að
vera. órólegur, með flöktandi
augnaráð, sem hann leitaði að
einhverju, er hann fékk eigi
komið auga á.
„Hvað segirðu mér títt af
Gunnjónu núna?“ spurði fé-
laginn.
Gamli maðurinn hafði setið
álútur; nú reisti hann sig upp,
setti í herðarnar, og ég sá
hann dró andann djúpt, áður
en hann svaraði.
„Hún er nú bágborin núna,
blessunin. Halldór læknir vill
hún komi hingað. Það eru
komnir fimm dagar, sem hún
hefur legið með 39 stiga hita,
en ég held hann sé nú eitthvað
að lækka. Halldór ætlaði að
láta sjá til með að flytja
hana.“
Gamli maðurinn var hálf
klökkur og utan við sig. Hann
talaði hægt og slitrótt, og síð-
ustu orðin dóu út í hvísli. Svo
laut hann höfði og starði í
gaupnir sér.
Við brugðumst þögulir við;
vissum eigi gjörla, hvað við
átti. Því vorum við hljóðir um
stund. Þá tók gamli maðurinn
af okkur vandann; fór að gera
að gamni sínu, en við heyrðum
að undirspilið var miskunnar-
laus alvaran.
„Jæja Gunnjóna mín, ertu
nú lögst aftur,“ heyrði ég fé-
laga minn segja við sjálfan
sig, rétt eftir að gamli mað-
urinn var farinn út úr dyrun-
um. „Já, þetta gengur svona,“
bætti hann við og andvarpaði
mæðulega.
Sjálfur var hann búinn að
liggja á sjötta ár.
Tveim dögum síðar kom hún
og fór á stofuna til stelpnanna.
Ég sá ekki, er þau komu, og
heldur ekki gamla manninn,
er hann hélt einsamall til
baka.
Ég var ekki sérlega þjáður
þann tíma, sem ég dvaldist á
spítalanum; var fyrir nokkru
laus við sótthitann og hafði
sjálfur gefið mér „sloppfóta-
ferð“.
Ég kom eigi sjaldan inn á
stofuna til stelpnanna. Það
var fjölmenn stofa, og „stelp-
urnar“ voru á öllum aldri; sú
elzta hafði fimm yfir sjötugt,
en hin yngsta var aðeins 13
ára, og skipuðu hinar rúmið
þar á milli á víð og dreif.
Þær voru galsafengnar,
stelpurnar, með köflum, því
sumar voru hressar og spræk-
ar, og misjafn vill sauðurinn
verða í mörgu fé. Þær brugðu
á glens, til að gleyma veik-
indunum og viðhalda lífsgleð-
inni. Auðvitað einungis þær
yngri, þeim var ekki láandi.
En eldri stelpurnar, sumar
hverjar, kunnu þessu illa,
voru sí nöldrandi yfir ónæðinu
og flennulátunum, sem þær
kölluðu svo. En aldrei sagði
Gunnjóna orð, eða lét styggð-
aryrði falla í garð þeirra. Hún
brosti bara. Sjálfsagt minnti
þetta á æskuárin, þótt í annari
mynd væri. Þetta var leikur
ungrar æsku — fjötrum
hnepptrar.
Ég var tíður gestur þarna,
því frænka mín var á stofunni
stelpnanna. í heimsóknartím-
anum var gamli maðurinn þar
oftast fyrir. Sat ýmist á stól
framan við rúmið, eða á rúm-
bríkinni. Stundum töluðust
þau við í hálfum hljóðum, en
þögðu svo lengi á milli. Orðin
voru óþörf; eitt augnatillit
táknaði meiri blíðu og um-
hyggju en ótal fagurmæli.
Önnur hendi hennar, mögur
og visin, lá í lófa hans, og hann
strauk henni blítt með hrjúf-
um, sigghörðum fingurgómun-
um.
„Svona eru þau alltaf,"
sagði frænkan. „Ætíð eins og
nýtrúlofuð.“
Ég virti frænku mína fyrir
mér; mér sýndist tregi og öf-
und skína úr augunum, og
röddin var ekki laus við að
bera keim gremju og von-
brigða. Ég vorkenndi henni.
Það hlaut að taka hana sárt,
að sjá svo fölskalausa ást,
sanna hamingju. Sjálf hafði
hún ekki farið varhluta af
skuggahliðum Amors. Fyrri
manninum hafði hún mátt sjá
á eftir niður í hina myrku
gröf; sjálf stóð hún eftir með
kornabarn á handlegg. Sá
seinni hafði hlaupizt á brott,
eftir að hafa sóað öllu því
litla, er til var, og tveir króar
höfðu bætzt í hópinn; nú
flæktist hann um í strætinu,
ef hann þá var á lífi. Sjálf var
hún veik, heimilið ekki til,
börnin úti um hvippinn og
hvappinn.
Ég reif mig upp úr hugsun-
um mínum, og lagði eyrun að
orðum frænkunnar: „Svona
eru þau alltaf, ætíð eins og ný
trúlofuð.“
Ég þóttist viss um, að þetta
myndi vera rétt. Þrátt fyrir
\eikindin, voru þau ánægð í
nálægð hvors annars. Ég tók
eftir, að Gunnjóna var stund-
um eins og döpur í bragði. En
það glaðnaði alltaf yfir henni,
eftir því, sem styttist í heim-
sóknartímann. Og svo þegar
gamli maðurinn kom, var hún
eitt sólskinsbros og andlitið
ljómaði, þrátt fyrir vanlíðan.
Ég var djúpt snortinn, hafði
ekki fyrr séð slíkt. Það af
eldra fólki, er ég þekkti til,
var gjörólikt þessu. Líf þess
orðið tilbreytingalaust og
hversdagslegt. Engin blíða,
engin umhyggjusöm orð, að-
eins daglegt strit, vammir og
skammir. En þessi voru ung,
þrátt fyrir aldurinn. Sami að-
dáunarglampinn í augum
þeirra og áður, umhyggjan og
ástúðin.
„Við erum alltaf ung og ný-
trúlofuð,“ sagði hún eitt sinn
svo ég heyrði til. Og það var
satt. Þannig höfðu þau verið,
er þau giftu sig fyrir fjörutíu
árum, og þannig enn í dag.
Ég reyndi að gera mér ljóst,
hvernig þau höfðu litið út,
ung og hraust, þegar þau voru
að leggja út í lífsbaráttuna.
Tveir ungir elskendur á fögru
vordægri; tvö blóm, sem stóðu
hlið við hlið í gróandanum, og
breiddu út krónurnar, í gleði
sinni yfir því, að vera til. Ég
komst að þeirri niðurstöðu,
að þau voru hin sömu, aðeins
líkaminn hafði hrörnað. Sál-
in og hjartalagið var hið sama
og er þau hétust; hjörtun voru
enn ung og barnsleg, en full
af lífsreynslu.
Það voraði, með hláku dag
eftir dag. Jörðin kom gulnuð
undan vetrarsnjónum og læk-
irnir undu sér ekki fyrir kæti,
heldur hoppuðu niður hlíðarn
ar, stein af steini og flýttu sér
allt hvað af tók. Þeir brýndu
raustina og tóku undir í marg-
rödduðum óði vorsins. Fyrstu
lömbin, smávaxin og kiðfætt,
trítluðu á eftir mæðrum sín-
um, sífellt sársvöng, leitandi
að spena; og þá er komizt var
á bragðið fóru þau hamförum,
og dindillinn gekk, svo vart
festi auga á. Kýrnar voru
leystar af básunum, þær enda-
sentust út um allt tún, réðu
ekki við sig af feginleik,
frjálsar eftir hið langa myrk-
ur skammdegisins í dimmum
básnum, Kálfarnir voru eins
og steingerfingar, þeir gláptu
með undrun í augum á allt, er
fyrir bar. En svo fór feimnin
af þeim og nýjabrumið hvarf,
þeir tóku undir sig stökk og
gáfu mæðrum sínum ekkert
eftir.
Og það hélt áfram að vora.
Jörðin grænkaði, nakin trén í-
klæddust sumarskrúði og
brennheit sólin vakti blóm og
jurtir af værum svefni vetrar-
ins. Fíflar og sóleyjar skutu
upp kollinum, og úti í mýrinni
dafnaði fífan í bezta yfirlæti.
Loftið fylltist ylman og gróð-
urangan. Fuglarnir sungu,
flugumar suðuðu, það færðist
líf og gleði í vitund manna.
íslenzka vorið var komið, og
brátt gengi sumarið í hlað.
Og mót sumri og sól komst
Gunnjóna á fætur. Ég var bú-
inn að hafa ferlivist um skeið,
og mátti innan skamms tíma
eiga von á að útskrifast.
Læknirinn taldi mig hafa góða
batavon, en: „Þú verður að
fara vel með þig,“ sagði hann,
„og ekki vinna erfiða vinnu.“
Það var sólheitan dag, rétt
eftir miðdegisverð. Ég var á
gangi á stéttinni framan við
sjúkrahúsið. Þá sá ég að
Gunnjóna var komin út. Gamli
maðurinn var í heimsókn. Þau
nutu auðsjáanlega veðurblíð-