Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1998, Blaðsíða 11

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1998, Blaðsíða 11
Gestum safnsins gæfist tækifæri til þess að hlusta á upptökur af fólki syngja þjóðlög og rímur, leika á langspil og íslenskar fiðlur og hljóðfæri yrðu til sýn- is. Skýringar yrðu einnig á erlendum málum svo safnið yrði ekki síður aðgengilegt erlendum gestum. I öðru lagi mætti hugsa sér fræðasetur á Siglufirði fyrir þá sem rannsaka vilja íslenska tónlist, ekki síst íslensk þjóðlög. Tónfræðingum, inn- lendum sem erlend- um, yrði boðið að dveljast þar í lengri $r eða skemmri tíma til þess að sinna rann- sóknum sínum. I þriðja lagi væri tilvalið fyrir Siglfirðinga að gangast fyrir þjóðlagahátíð á hverju sumri þar sem gera mætti ráð fyrir þúsundum gesta. A Siglufirði er merkilegt síldarminjasafn. Sumum kann það þykja í of mikið ráðist að setja á fót þjóðlagamiðstöð til hliðar við það. Þá þætti og öðrum kannski þjóðlagahátíð skyggja á Síld- arævintýrið. Svo skemmtilega vill þó til að í síld- arbænum Haugasundi í Noregi er einmitt haldin mikil djasshátíð á hverju sumri sem þúsundir fer- ðamanna sækja. Þar er ekki annað að sjá en síld Bjarni Þorsteinsson við skrifborð sitt. (Ljósmyndir fengnar að láni nr bókinni Ómar frá tónskáldsœvi) og tónlist styðji vel hvort við bakið á öðru. Þjóðlagahátíð á Siglufirði með þjóðlagasafn sem bakhjarl myndi vafalaust hleypa nýju blóði í ferðaþjónustuna á Siglufirði. Þessar hugmyndir að leggja tveimur hjartansmálum þjóðlagasafn- arans og tónskáldsins lið; að bæta hag Siglu- fjarðar og rækta íslenska tónlistarmenningu. Væri hægt að heiðra 60 ára dánarminningu þessa „föður Siglufjarðar“ á meira viðeigandi hátt? Gunnsteinn Ólafsson. Gunnsteinn Ólafsson er fæddur á Siglufirði árið 1962 og dvaldist þar á sumrin til 12 ára aldurs. Afi hans og amma voru Gunnsteinn Jónsson og Ólöf Steinþórsdóttir (Óla Gunnsteins) að Hvanneyrar- braut 19. Gunnsteinn stundaði tónlistarnám í Ungverjalandi, Þýskalandi og á Italíu. Er nú kór- og hljómsveitarstjóri auk þess að kenna við Tónlistarskólann í Reykjavík. Gunnsteinn Ólnfisoti. 11

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.