Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1998, Blaðsíða 16
Saga Nýja Bíós
Agrip af sögu kvikmyndahússins
/ tilefni þess að ísíðasta Fréttabréfi SÍRON sagði Gunnar Trausti okkur endurminningar sínar
úr Nýja Bíói á Siglufirði ogþess að íþessu Fréttabréfi birtist viðtal við Steingríni Kristinsson
(Kristins í Bíó), fer hér á eftir lausleg saga hússins Nýja Bíós á Siglufirði en það var byggt
sérstaklega sem kvikmyndahús og tekið í notkun 1924.
Nýja Bíó á Siglufirði er elsta „starfandi“
kvikmyndahús landsins, sýningar hófust
þar föstudaginn 25. júlí árið 1924.
Húsið var þá nýbyggt sérstaklega til kvik-
myndasýninga. Húsfyllir var þetta kvöld
(355 manns). I tilefni fumsýningarinnar
sungu þeir Þormóður Eyjólfsson og S. A.
Blöndal (konsúlar á Siglufirði á þessum
tíma) tvísöng í húsinu þetta
kvöld. Kvikmyndin sem sýnd
var hét „Madsalune“
Húsið byggði Hinrik Thor-
arensen og rak hann Nýja Bíó
í áratugi eða þar til synir hans
tveir, Oddur og Olafur tóku
við rekstri þess.
Oddur var lengur við
reksturinn eftir að Olafur
hætti en hann flutti síðar er-
lendis.
Árið 1982 seldi Oddur allar
eignir kvikmyndahússins Stein-
grími Kristinssyni og fjölskyldu
hans. Stofnuðu þau fyrirtækið
Nýja Bíó hf. Steingrímur rak
fyrirtækið til ársins 1992 en
þá tók Valbjörn sonur hans
og fjölskylda hans við
rekstrinum og juku þau og
breyttu umfangi rekst-
ursins nokkuð.
I fyrstu var kvikmynda-
rekstur aðal umfang fyrir-
tækisins auk vídeóleigu og
sjoppureksturs. En með breyttum lífsháttum
hætti fólk að koma í bíó og kaus heldur að sjá
myndirnar heima í stofu, þá dró mikið úr
sýningum kvikmynda á Siglufirði.
Enn fara fram kvikmyndasýningar annað
slagið í Nýja Bíói á Siglufirði. Sætum hefur
fækkað í u.þ.b. 120 og kvikmynda-
sýningar eru nú aðeins brot af
rekstri Nýja Bíós hf. Núna er salurinn
meira notaður fyrir dansleiki eins og
reyndar var gert líka fyrstu ár hússins
en reglugerðir gerðu ekki mögulegt að
reka kvikmyndahús og danssal í sama
salnum svo kvikmyndirnar voru vald-
ar þá sem aðalhlutverk hússins þar
sem þær gáfu meira af sér peningalega.
Nú hefur þetta algjörlega snúist við.
Hér áðurfyrr var einnig rekið í hús-
inu ásamt kvikmyndarekstri og dans-
sal, umfangsmikil skóverslun sem hét
Skóbúðin og var í eigu Thorarensen.
Þá var hann einnig umboðsaðili
Tóbaksverslunar ríkisins og notaði
húsnæðið fyrir þá starfsemi í nokkur
ár.
Á efri hæð hússins var einnig rekinn
danssalur eftir að slíkum rekstri var
hætt niðri. Einnig var þar lengi sælgætis
og íssala.
Nú eru báðir salirnir, uppi og niðri,
notaðir sem almennir mat- og veitinga-
staðir, þar með vínveitingar.
Salirnir eru einnig leigðir til hvers-
konar mannamóta, leiksýninga
o.s.frv. Þar eru einnig til sýnis
mikið úrval ljósmynda af fólki frá
Siglifirðu auk atuburðamynda .
Bruni í húsinu
I kringum 1935 kviknaði í húsinu. Þá var
verið að sýna myndina NERO fyrir fullu húsi,
þ.á m voru 2-3 áhafnir af Færeyskum skútum.
16