Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1998, Blaðsíða 7

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1998, Blaðsíða 7
Fílapennslakórinn er skipaSurþeim Friðfmni Haukssyni, Herði Jiílíussyni, bmðrunum Ólafi og Tómasi Kárasonum, Þorsteini Sveinssyni og undirleikarinn er Sturlaugur Kristjánsson. Afmælishátíö Siglufjaröar 9.-12 júlí 1998 Haldið var upp á 80 ára kaupstaðar- afmæli og 180 ára verslunarafmæli Siglufjarðar í blíðskaparveðri helgina 9.-12. júlí í sumar. Var þar mikið um að vera og margt um manninn. Theodór Júlíusson og bæjarstjóri Siglufjarðar undirbjuggu og stýrðu hátíðarhöldunum. Stuðmenn hófu hátíðina á fimmtudagskvöldið 9. júlí með fjölskylduskemmtun á Hótel Læk. Þór, félag safnara á Siglufirði opnuðu sýningu í Bókhlöðunni og málverkasýning á listaverkum í eigu Siglufjarðar var opnuð í Ráðhúsinu. Á laugardeginum var hátíðardagskrá á Ráð- hústorginu. Margir stigu þar í pontu og óskuðu bænum til hamingju og færðu gjafir, m.a. Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Jón Sæmundur Sigurjónsson formaður SÍRON. Margt fleira var til skemmtunar, s.s. Kvenna- kór Siglufjarðar, Vorboðar, Harmóníkusveit Siglufjarðar að ógleymdum Fílapennslakórnum. Svo hafði Tívolíi verið komið fyrir á Drafnarlóð til mikillar gleði fyrir yngstu kynslóðina. Vísna- glaðir alþingismenn og fleiri létu gamminn geysa á hagyrðingakvöldi á Hótel Læk undir stjórn Ólafs G. Einarssonar. Á sunnudeginum 12. júlí var hátíðarguðs- þjónusta í kirkjunni og að henni lokinni var öll- um bæjarbúum boðið í grillveislu að Hóli. Síldarball var á Síldarminjasafninu og auð- vitað var síldarsöltun alla dagana. Siglfirðingafélagið í Reykjavík gaf bænum þá sérstöku gjöf að fá úrvalsdeildarlið ÍA í knattspyrnu norður og spila við KS. Leikurinn fór svo að IA sigraði 6-0. Hér má sjá Theodór Júlíusson og Guð- mund ba;jarstjóra spóka sig í góða veðrinu. 7

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.