Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1998, Blaðsíða 12

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1998, Blaðsíða 12
Ágrip úr ræðu formannsins Jóns Sæmundar Sigurjónssonar á afmæli Siglufjarðar sl. sumar Hr. félagsmálaráðherra, Forseti bæjarstjórnar, Góðir Siglfirðingar! Háttvirta samkoma! Konur og menn! annig ávarpaði sr. Bjarni Þorsteinsson Sigl- firðinga í hátíðarræðu sinni á skólabalan- um fyrir rúmum 80 árum, þegar minnst var 100 ára afmælis verslunarréttinda og síðast en ekki síst fagnað nýtilkomnum kaupstaðaréttind- um til handa Siglufirði eftir mikla baráttu um það mál að losa Siglufjörð úr aldagömlum viðj- um stjórnsýslu Eyjafjarðarsýslu. I dag minnumst þessara tveggja tímamóta: Siglufjörður löggiltur verslunarstaður 1818 og Siglufjörður kaupstaður 1918. En það eru mun fleiri afmæli sem við þurfum að minnast á þessu ári, því það er svo undarlegt hvað margir merki- legir atburðir hafa gerst í sögu Siglufjarðar sem vert er að minnast, þar sem ártalið endar á 8. Þegar Siglufjörður fékk löggildingu sem versl- unarstaður árið 1818 hafði verslun verið á Siglu- firði um 30 ára skeið. Árið 1788, þegar einokun- arversluninni dönsku var aflétt, var fyrsta versl- unin opnuð á Siglufirði og er því saga staðbund- innar verslunar á staðnum orðin 210 ára. Sigl- firðingar hafa því verið með opna búð í 210 ár. Þess afmælis er vissulega vert að minnast. Stofnun fyrstu verslunarinnar er mjög merki- leg fyrir þá staðreynd, að annar stofnenda henn- ar var kona, Anna Redzslew, en hún tók alfarið við versluninni ári seinna er maður hennar dó. Anna þessi, sem var dönsk, þótti svarkur mikill og drykkfelld, og því allt önnur manngerð en þær indælu konur, sem rekið hafa verslanir á Siglufirði síðan, allt fram á þennan dag. Engu að síður er Anna Redzlew sennilega fyrsta verslun- arkonan á fslandi og geta Siglfirðingar því státað af því að hafa brotið ísinn að þessu leyti. Og í ár eru 210 ár liðin frá því að þetta gerðist, en ég veit ekki hvort öllum kvenfrelsiskonum er ljóst, að þær eiga þetta afmæli í ár. Þegar Redzlew-hjónin fluttu til Siglufjarðar árið 1788 fengu þau tilhöggið timburhús frá Noregi, og mun það vera fyrsta húsið sem reist var á eyrinni, að undanskildum hjöllum og sjó- búðum. Húsið var reist nákvæmlega þar sem ráðhús okkar stendur núna, hér á þessum stað. Þetta ár voru aðeins 107 manns búsettir í öllum hreppnum á 15 býlum og eru Úlfsdalir taldir þar með, en þeir komu eiginlega ekki til hreppsins fyrr en árið 1828, eða fyrir 170 árum, og verða því að skoðast sem eins konar nýlenda okkar Siglfirðinga. Það má segja að markaðurinn hafi ekki verið stór fyrir þessa einu verslun og því ekki að undra að Siglufjörður gleymdist, eins og svo oft á ein- okunartímanum, þegar fjöldi kauptúna fékk verslunarréttindi árið 1816. Það var fyrir sér- stakan atbeina Stefáns Þórarinssonar, amtmanns í Norð-austur-amtinu, að Friðrik konungur sjötti löggilti Siglufjörð sem verslunarstað 20. maí 1818. Þegar Siglufjörður var löggiltur verslunarstað- ur, voru 160 íbúar í öllum hreppnum. Hálfri öld seinna, árið 1868, voru þeir orðnir 303, og var það í fyrsta skipti sem íbúatalan fór yfir þrjú hundruð. Þetta var fyrir nákvæmlega 130 árum og er afmæli út af fyrir sig. Áttatíu árum seinna, árið 1948, eða fyrir nákvæmlega hálfri öld, var íbúatalan 10 sinnum hærri og fór þá hæst í nokkur ár yfir 3000 íbúa, en þá voru verslanir á Siglufirði yfir 70 talsins. Eftir löggildinguna árið 1818 var verslunin á Siglufirði ýmist í eigu danskra kaupmanna frá Akureyri eða verslunarfélagsins Örum & Wulff frá Húsavík. Árið 1875 náðu íslendingar loks yf- irráðum yfir þessari verslun, þegar Gránufélagið kom til sögunnar. Fram að þeim tíma höfðu líka merkilegir hlutir gerst. Árið 1828 er talið að fyrsti nemandinn hafi farið til framhaldsnáms í æðri skóla frá Siglufirði. Hér var um tvítugan pilt að ræða, 12

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.