Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1998, Blaðsíða 2

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1998, Blaðsíða 2
SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ 1 REYKJAVÍK OG NÁGRENNI , « FRÉTTABRÉF ÚTGEFANDI: SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: S. JÓNA HILMARSDÓTTIR Ágætu Siglfirðingar, nær og fjær! Aðalfundur félagsins verður á Litlu-brekku (Lækjar- brekku) 28. október nk. Allir Siglfirðingar eru vel- komnir. Eru þetta venjulega fjörugir og skemmtilegir fundir þar sem Siglfirðingar koma saman, rabba og skiptast á skoðunum. Ekki spillir að félagið bíður upp á kaffi og kökur. Heyrt hef ég að fólk þori ekki á fundi félagsins vegna hræðslu um að vera stillt upp í nefndir. En þarf ekki einmitt að vera á staðnum til að segja nei? En af hverju ekki að starfa í félaginu? Þetta er skemmtilegur félagsskapur. Láttu sjá þig, lesandi góður, segðu þína skoðun og hlustaðu á aðrar! Jólaballið verður að venju haldið í lok desember. Jóla- ballsnefndin hefur staðið sig mjög vel og er alltaf að fjölga ungum Siglfirðingum á þessa hátíð. Allt um jólaballið í blaðinu á bls. 19. Myndin á forsíðunni var tekin á Kaupfélagsplaninu 19. júlí 1959. Gleðilega árshátíð! S. Jóna Hilmarsdóttir Þá er komið að 23. Fréttabréfi Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni. Tilgangur Fréttabréfsins nú, er eins og áður að færa Siglfirðingum fréttir af félaginu, hvað er að gerast og svo framvegis. Einnig er reynt að hafa með ýmsan fróðleik, rifja upp sögur og birta gamlar myndir. Auðvitað eru allar ábendingar, varðandi efni í blaðið, vel þegnar. r Xv-i jjS. Jóna Hilmarsdóttir Smárahlið 22, 603 Akureyri Sími: 460 6117 & 462 6336 Netfang: s.jona@mmedia.is Þann 17. maí í vor var haldinn hátíðlegur 30. kaffi- dagur félagsins, var þar fjölmenni mikið samankomið og allir skemmtu sér hið besta. Afmæli Siglufjarðar var minnst nánast í allt sumar á Siglufirði. Aðalafmælishelgin var 9.-12 júlí, var þar margt um manninn og komu fram fjöldi skemmti- krafta og margir stigu í pontu. Skartaði bærinn sínu fegursta veðri þennan dag. Það helsta sem er á döfinni hjá félaginu á næstunni er auðvitað árshátíðin. En hún verður haldin á Hótel Sögu, Súlnasal, 10. október nk. Skiptir nú miklu máli, Siglfirðingar góðir, að við mætum sem allraflest, hress og kát að vanda. Það er dýrt að halda svona hátíð og þarfnast hún mikils undirbúnings. Óli Bald. og Helga Ott. hafa haft veg og vanda að árshátíðinni í ár eins og í fyrra. Tókst þeim frábærlega vel þá og gera örugglega eins í ár. Þau hafa fengið Miðaldamenn til að syngja og spila, Fílapennslakórinn frá Siglufirði verður á svæð- inu, gömul Gaggó-hljómsveit treður upp og sitthvað fleira verður á döfinni fyrir utan góðan mat á Sögu. Til að festa svona viðamikla árshátíð í sessi skiptir miklu að sem flestir mæti. Hvet ég hér með alla Siglfirðinga og þeirra fólk til að sýna þessu áhuga og t.d. hóa í bekkjarfélaga og saumaklúbba. Þau stjórna árshátíðinni! Óli Bald. og Helga Ott. hafa veg og vanda af árshátíðinni í ár eins og ífyrra. Þakka má þeim óeigingjarna vinnu við framkvœmd hennar. 2

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.