Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1998, Blaðsíða 9

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1998, Blaðsíða 9
um húsum með einhverskonar lánum til lengri tíma. Það er hag- ur allra í bænum að þessum gömlu húsum verði haldið við. Þetta skapar líka iðnaðarmön- num í bænum atvinnu. Einnig hefur komið fyrir, yfir veturinn að gömul hús hafa skemmst vegna þess að heitavatnsinntök hafa sprungið. Þarna gæti bær- inn lagt til eftirlitsmann í verstu kuldaköflunum svo að maður verði ekki gráhærður af áhyggj- um!! -Ég frétti að Edda Rósa, dóttir ykkar, hefði hvergi viljað eyða brúðkaupsnóttinni nema í þessu húsi? -Jú, jú, mikil ósköp. Hún og maður hennar, David Jarron, sem er Skoti, kynntust í flugi hjá Atlanta. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar hún birt- ist okkur að óvör- um í október 1996 og tilkynnti gamla settinu að hún ætlaði ekki bara að gifta sig, heldur skyldi athöfnin fara fram á Siglufirði, og ekki nóg með það held- ur á gamlárkvöld!! / sumar var húsið málað að utan, fagurgidt með grœnu þaki og gluggum. A myndinni er aukþeirra Gunnars ogDóru, Nonni, hjálparhella þeirra. Við tókum þessu af æðruleysi og hófum undirbúning- inn. Það má segja að allt hafi hjálpast að við að gera þessa at- höfn eins eftirminnilega og raunin varð á. Veðrið var dásamlegt. Séra Braga og organistanum tókst sér- lega vel upp. Og Skotarnir í sínum þjóðbúningum settu sterkan svip á þennan dýrðardag í lífi eldri dótt- ur okkar. Þá fá Alla Stefáns og Rammafólkið hæstu einkunn fyr- ir ljúfa þjónustu á Hótel Hvanneyri, en þar dvöldust gestir, og fyrir lánið á fundarsal ÞR. Veislan í Alþýðuhúsinu á eftir var ekki lakari. Þar hjálpaðist að frábær matur frá Læk, tertan frá bakaranum, ljúf tónlist frá Elíasi þorvaldssyni og síðast en ekki síst um 100 gestir sem skemmtu sér konunglega, ekki síður Skotarnir og var flugeldasjóið um kvöldið þeim ótrúleg upplifun. Þau Edda og David hafa byggt sér heimili í Skotlandi og fært okkur einstaklega sterkbyggðan og skapgóðan ömmu- og afa- strák, sem á eftir að skoppa um ganga og gólf í þessu gamla húsi. - Svo þið hafið málað, gult og grcent... - Já húsið er orðið glæsilegt, sannkölluð bæjarprýði. Og setur heldur en ekki svip á umhverfið. Sumarið er búið að vera einstak- lega leiðinlegt til málningar- vinnu, en það marðist. - Hvað með húsgögn? Flest hér inni hefur verið hér frá gamalli tíð, svo hefur Dóra verið að finna eitt og annað og allt er þetta notað til daglegs brúks. Það er sérstök tilfinning að borða af þessum gömlu disk- um og rifjast margt upp. Hjóna- rúmið er gamla rúmið þeirra Jónasar og Hrefnu og eins er með rauða antiksófasettið í stof- unni. Okkur líður geysilega vel hérna og tilfinningarnar til húss- ins eru alltaf að vaxa. Og nú var kominn tími til að skreppa í bæinn og fá sér ís! -sjh 9

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.