Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 1998, Blaðsíða 5
lýst og meðal annars slegið upp sem „Evrópu
frumsýning“ á myndinni sem hún
var.
A myndina fyrra kvöldið
komu 2 mæðgur úr suður-
bænum, fleiri voru kvik-
myndahúsagestirnir ekki þetta
kvöldið og táknrænt var (og
fréttnæmt) að ég keyrði „öllum“
gestunum heim ásamt dyraverðinum þetta kvöld
2. dag jóla. Á seinni sýninguna mættu fjórir eða
fimm, síðan hefur ekki verið tekið tillit til óska
snobbaranna í bænum varðandi val á kvikmynd-
um hjá Nýja Bíói á Siglufirði sem er elsta starf-
andi kvikmyndahús á landinu.“
- Attu þér einhverja uppáhaldsmynd?
„Ekki beint, en ég held mikið upp á allar
myndir með Clint Eastwod, Harrison Ford,
Arnold Schwarzenegger og raunar allt sem telja
má vel gerðar og vel leiknar kvikmyndir ef á
annað borð má nefna þær spennumyndir. Þá er
ég mjög „veikur“ fyrir öllum framtíðar-mynd-
um, myndum sem eiga að gerast í náinni fram-
tíð.“
- Þú ert líka áhugamaður um Ijósmyndir og
átt mikið safn Ijósmynda. Hvernig hefur þér
gengið að halda þessu öllu saman?
Já, ég hef verið áhugaljósmyndari í mörg ár,
var fréttaritari Morgunblaðsins um tíma og
sendi þeim myndir héðan frá Siglufirði.
Auðvitað er mikil vinna að halda þessu saman
og nú er ég að útbúa skrá um allt safnið í tölvu
sem er gífurleg vinna.
Ég þakka fyrir spjallið Steingrímur. -sjh
5