Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 24.12.1968, Qupperneq 9

Vesturland - 24.12.1968, Qupperneq 9
SBR9 a&samtxxxrt smUtfixrÆaxsmxxn 9 ÖLAFUR KRISTJÁNSSON: Dýrðarhljömur kirkjulílnkknanna Keisaraklukkan í Moskvu I hundruð ára hafa klukkur hljómað mannkyninu til dýrð- ar. Þær hafa boðað frið og fögnuð, sorg og gleði, flutt boðskap um sigur, elda, drep- sóttir og önnur váleg tíðindi. Klukknahljómurinn snertir hverja kristna sál, bæði háa og lága, unga sem gamla og hefur um áraraðir kallað okkur saman til helgistunda. Þannig kveðjum við gamla árið með klukknahringingu, og sjáum iþað renna í ald- anna skaut. En eins og sól rís með degi, fögnum við hinu nýja á sama hátt með sam- hringingu og lítum vonbjört- um augum fram á við. Við getum sagt að í aðal- atriðum fari messugjörð fram þannig: Klukknahringing, bæn, boðskapur og ræða, söngur og hljóðfæraleikur, klukknahringing. Sem sé, kirkjan heilsar okkur og kveður með samhljóm kirkju- klukkna. Trúlega mundum við sakna hins hátíðlega hljóms og fátæklegri blær hvíldi yfir messugjörð okkar ef þennan þá fékk hann veitingu fyrir Útskála-prestakalli. Sama ár er svo síra Þorbergur Krist- jánsson kosinn prestur í Bol- ungarvík og hefur hann þjón- að þar síðan. Það hefur oft verið nefnt, að kirkja Bolvíkinga ætti að standa niðri í þorpinu, en ekki uppi á Hóli. Eru sumir þeirrar skoðunar, að þótt Hólskirkja hafi á sínum tíma verið vel í sveit sett, þegar svo að segja öll byggðin var frammi í dölunum, Syðridal og Tungudal, þá sé hún það ekki lengur, eftir að byggðin færðist að sjónum og fjar- læðist kirkjuna. Því kirkjan eigi að vera þar, sem auðveld ast sé að sækja hana og hafa not af henni. Ástæða er til að ætla, að ef söfnuðurinn hefði verið bú inn að eignast kirkjuna fyrir 60 árum, þegar ákveðið var að reisa nýja kirkju, þá hefði hún verið byggð niðri í þorp inu, — af þeirri ástæðu einni, þátt vantaði í kristnihaldið. Máske getum við orðið sam- mála um, að hljóðöldur klukknanna sefi og stilli hug vorn, og geri okkur móttæki- legri fyrir boðskap kirkjunn- ar. Fornar heimildir segja, að hinar fyrstu klukkur semvit að er um, hafi borizt til Ev- rópu um 500 e.kr. Pauliníus biskup af Nóla á heiðurinn af því að hafa fyrstur manna innleitt klukkur og klukkna- hringingu við hið kristna kirkjuhald. Oftast eru klukk- urnar steyptar úr bronzi og eða úr málmblöndu af tini og kopar. En það voru kristnu munkarnir, sem fyrstir steyptu klukkur úr bronzi í Evrópu. Elztu gerðir af klukk um voru líkar býflugnabúum að gerð, og alsettar þrístrend um holum, en holurnar áttu að mynda skelfilega og hroll- vekjandi tóna og áttu þeir að hrekja á brott illa anda. Kirkjuklukkur á Norðurlönd- um eru flestar af þýzkri gerð. að það hefði orðið langtum ódýrara og þá umfram allt fyrirhafnarminna, heldur en að bera allan efnivið kirkj- unnar á höndum upp á Hól, um langan og erfiðan veg. En slíkt kom varla til greina þá, eins og á stóð, þar eð kirkjan var í eigu Hólsbænda. Ætla má, að umræður um þetta — hvar kirkjan skuli standa — eigi eftir að verða ofarlega á baugi í Bolungar- vík, ef til þess kemur að reist verður þar ný sóknarkirkja, sem gera má ráð fyrir að verði áður en langur tími líður. Verða eflaust um það skiptar skoðanir. En eitt er víst, að þrátt fyrir öll rök, sem mæla með því að kirkjan verði flutt niður í þorpið, þá munu margir Bolvíkingar eiga illt með að sætta sig vi að kirkjan hverfi frá Hóli. Þar hefur hún staðið frá alda öðli og sett sérstæðan og virðulegan svip á Víkina, — og þar, en hvergi annarsstað- ar, mun mörgum Bolvíkingum finnast að kirkjan þeirra verði að standa um ókominn tíma. Oftast er ein klukka af hverri gerð. Ekki hefur tekizt að fá betri né hljómfegurri klukkur en með þeirri gerð og lögun, sem' Gerard de Wou í Erfurt tókst með smíði sinnar frægu klukku María Gloriosa. En það var á árinu 1497. Ýmsir málmar og efni hafa verið reynd í klukkugerð, stálklukk ur þykja hafa hvellan og harð an hljóm. Það er heldur ekki rétt, sem oft hefur verið álit- ið, að klukkur gerðar úr silf- ri og gulli séu hinar beztu eða gefi fegurstan hljóminn. Gullið er of dautt efni, og ótrúlegt en satt er, að klukk- ur steyptar úr steypujárni hljóma betur en væru þær úr silfri. Þyngd og stærð kirkjuklukkna er mjög mis- munandi. eru þær allt frá nokkrum grömmum til marg ra lesta að þyngd. Ein þyng- sta klukka sem vitað er um, vóg hvorki meira né minna en 180 lestir og var um 7 metrar í þvermál. Þessi klukka var sett upp í Moskvu í Rússlandi árið 1733 en skömmu eftir að hún var tek in í notkun brann kirkjuturn- inn og eyðilagðist hún í þeim eldi. Til gamans má segja frá því, að hún var nokkurra mannhæða há, og þurfti 600 hermenn til þess að koma henni fyrir á sínum stað í kirkjutuminum. Stærsta klukka sem nú er í notkun er einnig í Moskvu og vegur 128 lestir. Til þess, að við getum gert okkur raunvemlega hugmynd um hversu mikil ferlíki þess- ar klukkur eru, getum við gert samanburð á klukkum þeim, sem Hólskirkja fékk nýlega að gjöf og eru bæði stórar og hljómfagrar. En þær eru þrjár og er stærsta klukkan 505 kg., önnur 292 kg. og hin þriðja 210 kg. Þessar klukkur voru smíðaðar í Þýzkalandi. Eru þær gefnar í minningu þeirra hjóna Hall- dóru Benediktsdóttur og Bjarna Eiríkssonar, en gef- endur eru synir þeirra hjóna. Þar sem svo stutt er frá vígslu þessara klukkna mun ég ekki frekar ræða um þær, en víkja aðeins að hinum eldri klukkum Hólskirkju. Vil ég leyfa mér að nota sem heimildarrit bók Jóhanns Bárðarsonar, Áraskip, sem flestum Bolvíkingum mun kunn. En þar segir: „Um þessar mundir voru húslestrar í verbúðum þvi nær með öllu lagðir niður, en sjómenn fóru í kirkju þeg- ar messað var, en þá var ekki messað nema þriðja hvem sunnudag í Bolungar- vík og annað árið á jólunum og hitt á nýárinu.“ En þessi lýsing er frá því um aldamót. „Eftir kvöldmessuna aftan- sönginn eða kvöldsönginn, eins og það var kallað, á gamlárskvöld, var það venja að hringja kirkjuklukkunum í sífellu fram eftir nóttu. Mátti þá hver sem vildi hringja klukkunum, skiptust menn á um það, og tók hver við af öðrum, meðan einhver hafði ánægju af þessu.“ „Kirkjuklukkumar á Hóli em stórar og því hljómmikl- ar, þegar þeim er hringt af kappi. Til þeirra heyrist um alla Bolungarvík nema Syðri- dal, af því fjall er á milli. Talið er að til klukknanna heyrist út á Skálavíkurheiði, en þangað er um 6,5 km. frá Hóli. Önnur klukkan er 51 cm, en hin 53 cm í þvermál, eða 52 cm að meðaltali. Til samanburðar má geta þess, að klukkurnar á Hólum í Hjaltadal em 53,75 cm, á Bessastöðum 50,75 og í Dóm- kirkjunni í Reykjavík 46,75 cm að meðaltali. Hvergi ann- ars staðar á landinu munu vera stærri klukkur en á þessum fjórum stöðum, nema hinar stærri kirkjuklukkur í Landakoti. Þær eru þrjár og til jafnaðar rúmlega helm- ingi stærri en á Hólum.“ „önnur klukkan á Hóli er smíðuð 1620 og þýzk að upp- runa. Hin er smíðuð í Dan- mörku 1775 og kom í stað- inn fyrir aðra, er sprakk. Aðrar áreiðanlegar heimildir um klukkur þessar munu ekki vera til, fyrir utan það sem grafið er í sjálfar klukk- umar, annað en ártölin og uppruni klukknanna hefur ekki neina sérstaka þýðingu í þessu sambandi. En til em munnmæli á þá leið, að þess- ar klukkur hafi verið fengnar svo stórar, til þess að í þeim heyrðist út á Skálavíkurheiði, því þar var reimleiki svo magnaður, að mörgu fólki varð að líftjóni. Segja munn- mæli að alls hafi 19 manns orðið þar úti og að þeir hafi

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.