Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1968, Blaðsíða 10

Vesturland - 24.12.1968, Blaðsíða 10
10 SJ3n3) a/esjfíxzxfix szAaKU£s»sxnxxn „í faðmi fjalla blárra“ allir villzt upp í Manafells- skál. Gæti því skálin upphaf- lega hafa heitið Mannafalls- skál. En klukknahljómurinn átti að flæma óvættina úr heiðinni, og þetta hefir hrif- ið, því að á síðari árum eða svo langt aftur í tímann, sem elztu núiifandi menn hafa sagnir af, hefir enginn orðið úti á Skálavíkurheiði. Gæti það verið kirkjuklukkunum á Hóli að þakka, hvað sem ó- vættum og draugum líður, því það var víða siður, og hefur að sjálfsögðu verið gert í Bolungarvík, að hringja kirkjuklukkum í dimmviðrum til að leiðbeina mönnum, sem kynnu að vera á ferð í námunda við þær, og þar sem ekkert annað var til að átta sig eftir. Á síðari tímum, eða að minnsta kosti á þessari öld, hefir iþó aldrei verið hringt á Hóli til þess að leiðbeina villuráfandi mönnum í eiginlegri merk- ingu.“ Þessar gömlu klukkur Hóls- kirkju eru nú varðveittar hér í kirkjuturninum, og tel ég fara vel á því. Eins og ég sagði í upphafi þessa máls, hafa kirkjuklukk- ur hljómað í öðrum tilgangi en kalla okkur til bænahalds. Sem betur fer hafa þær oft hljómað sem friðarklukkur, og bundið enda á þær hörm- ungar og það neyðarástand, sem svo oft fylgir stríði. Margar gamlar og merkar kirkjuklukkur hafa glatazt með þeim hætti, að þær voru niður teknar og bræddar upp og notaðar í vopnagerð, eink- um í fallbyssuhlaup. Þó kom fyrir, að hið gagnstæða skeði. Hin fræga Keisarakiukka í dómkirkjunni í Köln er t.d. steypt úr 22 koparfallbyss- um, sem Þjóðverjar tóku af Frökkum í stríðinu 1870 og Vilhjálmur I. gaf kirkjunni, en á hana er m.a. ritað: „Ég heiti Keisaraklukka og lofa og prísa keisarann." En trú- lega hljómar hún nú samt öðrum æðri til dýrðar. Menn hafa glímt við, að gera nokk- urs konar hljóðfæri með klukkum sem tóngjafa, — klukkuspil er það nefnt. Eitt hið frægasta af slíkri gerð er klukkuspilið í Marlin smíðað 1674, en það hefur 45 klukkur af mismunandi stærðum. En hið stærsta er aftur á móti í Dreenkirkjunni í New-York og hefur 72 klukkur og vega þær samtals um 100 lestir, sú stærsta er 20 lestir, en sú minnsta er svo lítil, að tæplega heyrist í henni niður á götu frá tum- hæð kirkjunnar. Komin er á markaðinn hljómplatan „1 faðmi fjalla blárra“, en á henni syngja ísfirzku kórarnir, Sunnukór- inn og Karlakór ísafjarðar. Söngstjóri er Ragnar H. Margar sögur hafa spunn- izt um klukkur á öriaga- stundu, sem vert væri um að ræða, t.d. íslandsklukkan o.fl. en ekki skal það gert að sinni. Þó get ég ekki lokið þessu erindi án þess að segja frá einni lítilli sögu, sögu sem samtvinnuð er sögu okk- ar Islendinga. Hún er efalaust mörgum hér kunn, en það er um endalok og dauða Jóns biskups Arasonar og hans sona. Sagt er að í Hóla- kirkju í Hjaltadal hafi verið klukkan Líkaböng, þegar lík Jóns og sona hans var flutt Góðir kirkjugestir, ég þakka áheymina og vil ljúka máli mínu með þeirri ósk, að enn um aldaraðir megi kirkju klukkur hljóma vítt um ver- öld alla, boða frið og fögnuð, og hljóma sem sigurklukkur hins góða. Eftirmáli. Erindi þetta er samið af því tilefni, að nú í haust fékk Hólskirkja nýjar kirkju- klukkur að gjöf, og á 60 ára vígsluafmæli kirkjunnar þótti tilhlýðilegt, að gera klukkum almennt nokkur skil. Hér er Ragnar, en undirleikari er Hjálmar Helgi Ragnarsson. Einsöngvarar með kórunum eru Gunnlaugur Jónasson, Gunnar Jónsson, Herdís Jóns- dóttir, Laufey Maríasdóttir og Margrét Finnbjörnsdóttir. Hljómplata þessi var gerð hjá Ríkisútvarpinu að lok- inni söngför kóranna sl. vor. Var hljóðritun þessi gerð að tilhlutan kóranna í tilefni sjötugsafmælis söngstjórans 28. september sl. í virðingar- og þakklætisskyni fyrir störf hans til eflingar og þroska tónmenningar á ísafirði um tvo áratugi. Á þessari plötu eru alls 17 lög eftir innlenda og erlenda höfunda. fyrst syngja kór- amir saman tvö lög eftir Jónas Tómasson, þá eru sjö lög, sem karlakórinn syngur, en á hinni síðunni eru átta lög, sem kvennaraddir Sunnu- kórsins syngja. Á plötuumslagi er falleg litmynd frá ísafirði, sem Mats Wibe Lund hefur tekið, en aftan á er söngskrá og skýringartexti á íslenzku og ensku. Frágangur er allur mjög vandaður frá hendi brezka hljómplötufyrirtækis- ins EMI, sem sá um útgáfu plötunnar á vegum Fálkans í Reykjavík. Nú hefja klerkar sinn kveðjusöng. Hægt — hægt, að hvílunnar barmi. Sprungin er landsins Líkaböng og loftið þrungið af harmi. frá Skálholti og norður hafi hún hringt af sjálfsdáðum er iík þeirra feðga hafi verið borin að túngarðinum á Hól- um. Hafi hún hringt svo ákaft og með svo miklum undrum, að hún rifnaði. Er þetta talið nokkurs konar tákn og vottur þess, hversu illa jafnvel dauðir hlutir á Norðurlandi hafi unað af- töku Jóns biskups og sona hans. Skáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi segir í ljóði um atburðinn: við nokkuð skemmtilegt rann- sóknarefni að glíma og væri vissulega ástæða til að taka saman eldri og nýrri fróð- leik um kirkjuklukkur lands- ins, en því miður vannst mér ekki tími til frekari né ýtar- legri heimildasöfnunar. Rétt þykir mér þó að benda á, að stærð kirkjuklukkna í hinum ýmsu kirkjum landsins, hefur að sjálfsögðu tekið breyting- um frá því um aldamót, en eins og áður kom fram er lýsing Jóhanns Bárðarsonar frá þeim tíma. Sölusamband islenzkra flskframleiðenda stofnað árið 1932. Skrifstofur að Aðalstræti 6, Reykjavík, sími 11480. 4 Óskum félögum og viðskiptamönnum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Þökkum viðskiptin á líðandi ári.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.