Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1968, Blaðsíða 17

Vesturland - 24.12.1968, Blaðsíða 17
saa> ztssnKDom ssKerxaausmxw 17 Babb við Jóh. Gnnnar presti fyrir lestur, kunnáttu og hegðun. Karitas og Rögnvaldur felldu hugi saman, er þau fengu aldur til, og voru trú- lofuð, þegar hann kom aftur lærður búfræðingur frá Ól- afsdal. Haustið 1888 gerðist sá voveiflegi atburður, að Rögn- valdur lézt af slysförum að- eins 22 ára að aldri. Rögnvaldur var staddur frammi 1 Bakkaseli í byrjun nóvembermánaðar. Þá vildi það til að fældist hestur, sem bundinn var við hestastein. Tókst óhönduglega að losa hann, og ætlaði Rögnvaldur að koma til liðsinnis og skera á beizlistauminn. Gekk hann með opinn hníf að hestinum, en þá vildi svo til hann ham- aðist sem mest. Hnífurinn geigaði í hendi Rögnvalds og lenti í lærinu á honum og hlaut hann svöðusár, sem blæddi æsilega. Tókst ekki að stöðva blóðrásina. Var þegar sent eftir lækni út á ísafjörð, en það er langur róður fram og aftur milli Arngerðareyrar og Isafjarðarkaupstaðar. Þeg- ar Þorvaldur læknir kom fram á Langadal var Rögn- valdur liðið lík. Sagt er, að læknirinn hafi látið svo um mælt, að líklega hefði verið hægt að bjarga Rögnvaldi, ef hann hefði strax verið fluttur út á ísa- fjörð. Helga og Karitas, móðir og heitmey, voru slegnar þungum harmi, er þaar misstu svo sviplega ástfólginn son og unnusta. Árið eftir fluttust þær út á Isafjörð og bjuggu þar saman unz Helga andaðist ár- ið 1912. Höfðu þær ofan af fyrir sér með kennslu smá- barna og Karitas vann einn- ig að fiskþurrkun á reitum Hæstakaupstaðar. Helga var talin vera vel gefin og skrifaði góða rit- hönd. Ekki fer sögum af því að hún hafi verið hagmælt, eins og faðir hennar var. Karitas hélt áfram smá- barnaskóla þeirra fram á elli ár og ein kynslóðin tók við af annarri hjá henni. Tvisvar sigldi hún til Danmerkur til náms. Þar lærði hún um leið að gera hárspjöld, og teikn- ingu og málningu hefur hún eflaust lært þar. I byggða- safni er til eitt slíkt hár- spjald gert af Karitas, með myndum Laugabólssystra, og skreytt með hári þeirra. Einn ig er málverk í Listasafni ísafjarðar eftir Karitas. Það er frá Feneyjum og ber þess vott, að hún hefur kunnað teikningu og að fara með liti. Væri ekki ólíklegt, að um skólaverk væri að ræða. Þessir gripir eru komnir frá Jóhönnu Þórðardóttur frá Laugabóli. Ókunnugt er, hvort Karitas var hagmælt, en lík- legt er að svo hafi verið, þó menn vissu ekki um það. Hún bar ekki hjarta sitt á torgin. Karitas giftist ekki, og syrgði unnusta sinn allt sitt langa líf, en hún dó árið 1945 81 árs að aldri. Alltaf var hún trú minningu Rögnvalds, og varðveitti vandlega ljóðmæli hans. Hún málaði mynd af honum og saumaði ramma um hana. Þá gerði hún eða lét gera minningaljóð um hann, og saumaði þau í dúk og saumaði ramma utam um. Til sinn hvorrar handar efst á spjaldinu eru engilmyndir, en fyrir miðju akkeri, kross og hjarta, tákn ástar og trú- mennsku. Spjaldið er tvískipt og eru annars vegar saknað- arljóð Karitas, unnustunnar, en hins vegar harmljóð frá Helgu, móður hans, og neðst ritningargrein. Undir ljóðun- um eru upphafsstafir Karitas og Helgu. En áletrun töflunn- Framhald af 14. síðu. mikil missa að hverfa frá um fangsmiklu og lifandi starfi eftir að hafa gegnt því lengi. Það var að vísu stundum kannske full mnsvifamikið, svo að leggja þurfti nótt með degi. — Ég held að eitt haustið hafi varðskipin komið með níu botnvörpunga, sem þau höfðu tekið að veiðum í land- helgi, frá því í septembermán uði og til jóla. Síðasta tog- arann kom varðskip með á aðfangadag, og á annan í jólum var byrjað á rannsókn þess máls. Þegar þess er gætt, að hvert mál heimti til sín allt að viku vinnu, og auk þess þurfti að koma frá ýmislegum öðrum málefnum, sem ekki þoldu heldur bið, þá varð ekki hjá því komizt að vinna einnig fram eftir nóttum. Það er seinlegt að semja dóm í málum með ná- kvæmum forsendum og færa þau til bókar. Ég minnist iþess að langt var liðið á nótt, þegar ég hafði lokið við samningu dóms í máli Taylors skip- stjóra, sem margir munu enn kannast við, sakir þess að hann var tvívegis tekinn að veiðum í landhelgi og færður til ísafjarðar, en í það skipti, Sjönvarpið Sjónvarpið náði að ísafjarð ardjúpi sunnudaginn 15. des. sl. og hefur orðið mönnum mikið ánægjuefni. Er sjón- varpið allmiklu fyrr á ferð- inni, en almennt hafði verið búizt við, og áætlað var í upphafi. Skv. upplýsingum Gunnars Vagnssonar, framkvæmdastj. fjármála hjá Rílíisútvarpinu, verða afnotagjöld fyrir sjón- varp ekki innheimt hér vestra fyrr en á næsta ári, þannig að sjónvarpsafnotin þennan hálfa mánuð á þessu ári eru eins konar jólaglaðningur frá útvarpinu til notenda við Djúp. • • • sem ég gat um í upphafi máls greinarinnar, var hann dæmd ur til fangelsisvistar, ásamt tveimur hásetum sínum, fyr- ir að ráðast á lögregluþjón við skyldustörf og veita hon- um áverka. Hvert starf veitir mikla fullnægju, hvort sem það kallar til sín mikla eða litla vinnu og álag, ef maður % leysir það sómasamlega af hendi og eftir beztu sam- vizku. Dómsstörf í sakamál- um eru alltaf nokkur þrek- raun og vekja aldrei ánægju hjá dómaranum, jafnvel þó hann viti með sjálfum sér að fulls réttlætis hefur verið gætt við rannsókn og dóm- kvaðningu. Hitt er svo annað mál, að sínum augum lítur hver á silfrið, og því hefur komið fyrir, að hæstiréttur hefur ekki alltaf verið mér samdóma. — Ég vil taka það fram að ég hefi alltaf reynt að gæta skyldu minnar í embætt- isstörfum, án manngreinar- álits og hlutdrægni, og jafn- framt gert mér far um að vera mannlegur eftir þvi, sem kostur hefur verið. Ég veit ekki í hvaða mæli þetta hefur tekizt, og vafalaust verða um það skiptar skoð- anir, svo margt sem er sinn- ið og skinnið. En ég held að þessi viðleitni mín hafi ver- ið spor í rétta átt. — Að sjálfsögðu mun ég sakna ísafjarðar og Isfirð- inga í bæ og fjörðum. Ég hef átt með þeim margar á- nægjustundir og mitt fólk, og mér er óhætt að segja að við vorum orðin góðir og gildir Isfirðingar. — Isafjörður er gamall menningarbær, og fljótt gerði ég mér það til fróðleiks og ánægju að kanna sögu stað- arins, sem er sérstaklega á- hugaverð, og má sjá árangur af þeim athugunum í blöðum og tímaritum. Vestra hafa orðið atburðir og átök, sem áhrif hafa haft á sögu allrar þjóðarinnar. — Að síðustu bið ég þig að flytja öllum vestra kveðju guðs og mína. ar er á þessa leið: RÖGNVALDUR MAGNÚSSON Fæddur 24. október 1866. Dáinn 10. nóvember 1888. Elskaði sárt þreyði unnusti minn einmana felli ég tár á legstað þinn. Brostið er augað engilbjarta þitt, og eðallynda hjartað, sem gréri fast við mitt. Eins elskunnar dauðinn aldrei slítur bönd, eilíflega skýlir þeim frelsarans hönd, og fyrir hans elsku við fáum að sjást í fullkominni sælu og heilagri ást. Ég gleymi því aldrei minn elsku vinur kær, er auga þíns geisli mig vermdi sólarskær. Mér hljómar enn í eyrum þitt himneskt söngva mál, og hetjumynd þín fagra er prentuð í minni sál. K. H. Ein ég syrgi þig horfinn minn sonur ástkæri, háfleygu ljóðin þig hefja ég heyri ekki lengur. Með sárum ég syrgi þig trega til síðasta blundar, en vonglöðum varpa þó anda um veginn ófama. Síðar við saman með gleði í sælu útvaldra lofsyngjum drotni lifandi með ljúfum ástvinum. Hér geymist minning þín mæta í mannvinahjörtum. Ég kveð þig með kærleikans tárum og kem til þín síðar. Jesús sagði: Innan lítils tíma munuð þið sjá mig aftur. Þau orð eru okkar einasta hjartans von og gleði H. Á. Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla, árs og friðar Þökkum samstarf og viðskipti á líðandi ári. ★★★ FISKIÐJAN FREYJA HF. SUÐUREYRI. Helga Ámundadóttir, Karitas Hafliðadóttir og Rögnvaldur Guðjónsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.