Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1968, Blaðsíða 16

Vesturland - 24.12.1968, Blaðsíða 16
16 sans) aJes&FiKzxxH saaaFszÆSxxrocm 'F JÓH. GUNNAR ÓLAFSSON: • • Orlagabrot úr Byggðasafni í Byggðasafni Vestfjarða eru ýmsir munir úr fór- um Karitasar Hafliðadóttur kennslukonu á Isafirði. Þeir eru þangað komnir frá fóstur syni hennar, Rögnvaldi Guð- jónssyni, ísafirði, og eru bæði runnir frá Karitas og Helgu Ámundadóttur frá Kirkjubóli í Langadal, sem var nánast tengdamóðir hennar. Meðal þessara gripa eru skatthol eiginmanns Helgu, Magnúsar Gíslasonar, setts sýslumanns í ísafjarðarsýslu, ponta Ámunda smiðs í Kirkju bóli, föður Helgu, myndir eft- ir Karitas af Rögnvaldi og Magnúsi Húnboga, sonum Helgu og Magnúsar, kistlar og grafskrift eða minningar- spjald um Rögnvald, sem hér er ætlunin að gera að umtals- efni. En áður en horfið verður að því efni, skal nokkur grein gerð fyrir því fólki, sem kem ur við sögu. Um miðja síðustu öld var tvívegis settur sýslumaður í ísafjarðarsýslu Magnús sonur séra Gísla Guðmundssonar prests í Hítarnesi, og konu hans Ragnhildar Gottskálks- dóttur frá Efra-Ási í Hjalta- dal. Magnús varð stúdent frá Bessastaðaskóla árið 1873, 23 ára að aldri. Hann fékk á- gætan vitnisburð, enda var hann skarpgáfaður og skáld- mæltur. Að loknu prófi varð hann skrifari hjá Bjama Þor- steinssyni amtmanni á Stapa, sem hélt við hann mikilli tryggð og setti hann til sýslumannsstarfa, þó að hann væri ólöglærður. Haustið 1848 var honum falið að gegna sýslumanns- embættinu í Isafjarðarsýslu og veita því viðtöku úr hendi Eggerts Briems sýslumanns, sem veitt hafði verið Eyja- f jarðarsýsla. Magnús var kom inn norður að Melgraseyri á Langadalsströnd 25. septem- ber og hafði hreppt hið versta veður á Þorskafjarðarheiði. Eggert var um þær mundir í þingaferðum norður í Jökul- fjörðum. Þegar Eggert kom úr þeirri ferð veitti Magnús sýslunni viðtöku, en Eggert var á Melgraseyri um vetur- inn og Magnús hjá honum, en síðan hjá Finnboga Jónssyni bónda á Melgraseyri, bróður Einars í Ögri, sem keypt hafði stofu Eggerts sýsiumanns. Haiöi hann fatið byggja hana yiir sig, er hann ilutti irá isaiirði að Meigraseyri, en engin hitunartæki vor íhenni. Magnus haiöi hug á aö íá veitingu íyror sýsiunni, eítir aö hann haiði venð þar um skeiö, en Bjarni Þorsteinsson amtmaður mun ekki haia treyst sér til að mæia meo þvi. Páil Meisted tók viö amt- mu 1849 og virðist hann ekki hafa verið eins veiviijaöur Magnúsi og fyrirrennari hans. Magnús gegndi embættinu að þessu sinni fram á árið 1850, og tók þá við því Magn- ús Pétursson fyrrum sýslu- skrifari og var hann settur sýslumaður fram á árið 1851, en þá tók Magnús aftur við sýslunni og gegndi því starfi fram á árið 1855. Á því ári kvæntist hann á Isafirði, Helgu, dóttur Ámunda Hall- dórssonar bónda og smiðs á Kirkjubóli í Langadal og settu þau bú á Hallsstöðum á Langadalsströnd. Þau bjuggu þar til árið 1857, en fluttu að Álftártungu á Mýrum, eign arjörð Magnúsar. Hann var um skeið settur sýslumaður í Mýrasýslu og síðan í Dala- sýslu og bjó þá á Hrafna- björgum í Hörðudal. Magnús var annálaður fyrir krafta, gáfur og skörungs- skap, en þótti úr hófi fram vínhneigður. Hann andaðist árið 1867. Við andlát sitt stóð hann í skuldum við ríkissjóð bæði frá veru sinni í Isa- fjarðarsýslu og Dalasýslu, og urðu málaferli út af skiptum á dánarbúi hans. Móðir hans hafði lánað honum nokkra fjárhæð, sem hann tryggði með veði í Álftártungu. Ríkis stjórnin taldi, að vextir af upphæð þessari ættu að víkja fyrir skuld Magnúsar við ríkissjóð og féllst Landyfir- réttur á það. Málið gekk til hæstaréttar og var ekki lokið fyrri en 1875 og þá með sömu niðurstöðu. Áður en Magnús kvæntist eignaðist hann son, Eyjólf, sem varð kunnur umrenning- ur undir nafninu Eyjólfur ljóstollur. Þau Helga og Magnús eign- uðust þessi böm. Ásgeir Helga, sem um tíma var verzlunarmaður við Hæsta- kaupstaðarverzlunina á ísa- firði en fór erlendis og mun hafa andazt þar fljótlega, Þor björn, sem alinn var upp að Melstað hjá séra Guðmundi Vigfússyni, hann dó 1870 að Saurbæ í Eyjafirði, Magnús Húnboga, sem fór ungur til Karitas Hafliðadóttir, kennslukona. móðurbróður síns Hermanns Jónssonar sýslumanns í Rang árvallasýslu og dó að Velli 1888, og Rögnvald, sem fylgdi jafnan móður sinni. Eftir lát Magnúsar fór Helga fyrst að Moldbrekku í Kolbeinsstaðahreppi, en síðan að Grenjum í Mýrasýslu. Það- an fór hún að Eyri í Seyðis- firði og var um tveggja ára skeið ráðskona hjá Guðmundi Bárðarsyni bónda þar. Þaðan fór hún að Kirkjubóli í Langa dal til föður síns, til aðstoðar honum í ellinni. Árið 1875 var hún komin þangað. Þá var faðir hennar 77 ára gam- all, en Helga 41 árs. Rögn- valdur sonur hennar var þá 8 ára. Ámundi andaðist árið 1881 og var þá 85 ára' að aldri. Hann var góður smið- ur og hagmæltur. í Byggðasafni Vestfjarða er minningartafla, sem hann gerði og setti á leiði vinar síns, Ásgeirs Ásgeirssonar bónda á Rauðamýri, föður Ásgeirs skipherra. Á fjölina eru annars vegar skornar þessar ljóðlínur, en hins veg- ar eru upplýsingar um Ás- geir: Þu varst í lífi margra manna munstur að sannri kærleiksdáð, aumir það bæði og æðri sanna atorku með í lengd og bráð, mæt lifi þín á meðal vor minning blessuð og dygða spor. Eftir lát föður síns var Helga á Kirkjubóli hjá Hall- dóri, bróður sínum. Ámundi átti Kirkjubólið og börn hans eftir hann. Rögnvaldur ólst upp með móður sinni á Kirkjubóli. Hann var fermdur 14 ára gamall árið 1881. Prestur gaf honum ágætan vitnisburð um lestur, kunnáttu og hegðun. Þegar hann hafði aldur til fór hann í ólafsdalsskóla til Torfa Bjamasonar og tók þaðan próf í búfræðum. Snemma bar á því, að hann var vel hagmæltur. Hann orti rímur af Barna-Steini, Þorsteini Austfirðingi og Þor- steini forvitna, og eru þær varðveittar í handritum. Einn ig orti hann formannavísur úr Ögurnesinu, enda mun hann hafa stundað þaðan róðra. Þessar vísur hans eru úr rímum af Barna-Steini: Lifni hljóður hugurinn, hyggju móður stanzi, vakni hróðrar hani minn, harpan ljóða dansi. Frá mér dýrðleg dagsins sunna drunga lyfti, Fjölnishrafninn fjaðraklippti fljúgi nú í annað skipti. Rímur af Þorsteini Aust- firðingi orti Rögnavldur 17 ára. Þar eru þessar vísur: Frí af meini menntaslyng mána hlíðin hvera, af Þorsteini Austfirðing eg vil bögur gera. Upphaf birtist þáttar þar: Þorsteinn nefndist maður, austfirzkur að ætt sá var álma sveigir hraður. Rímurnar af Þorsteini for- vitna orti Rögnvaldur árið 1885, 19 ára gamall, fyrir Karitas Hafliðadóttur. Upp- hafsvísur mansöngs og rímu eru þessar: Ef eg hraðast þáttinn þyl, þrimils staða fleygir, eg Gunnlaðar vitja vil, vita hvað hún segir. Knörrinn Dáins svo fram set, Sóns þar láin springur, fleina Þráinn Þorsteinn hét, það var Snjálendingur. Um þessar mundir bjuggu á Fremri-Bakka í Langadal Hafliði Guðnason og Filippía Hjálmarsdóttir, og var hún síðari kona hans. Böm hans af fyrra hjónabandi voru Þórð ur, Sigríður, Valgerður, Guð- mundur, Guðni, Hafliði og Guðrún, en böm Hafliða og Filippíu voru Karitas og Hjálmar, sem síðast átti heima á ísafirði og var al- kunnur hagyrðingur. Fremri-Bakki er í austur- hlíð Langadals gegnt Kirkju- bóli og rennur Langadalsá á milli bæjanna. Kirkjuból er höfuðból dalsins, og þar var kirkjustaður og hafði verið um langan aldur. Þar var bændakirkja og bjuggu sókn- arprestar ekki á Kirkjubóli, nema endrum og eins. Árið 1885 var kirkjan flutt þaðan að Nauteyri, en grafreiturinn á Kirkjubóli hefur verið not- aður í viðlögum til þessa dags. Karitas ólst upp í foreldra- húsum og var fermd frá þeim árið 1878 14 ára gömul. Hún fékk ágætan vitnisburð hjá

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.