Vesturland - 24.12.1968, Blaðsíða 8

Vesturland - 24.12.1968, Blaðsíða 8
\"g &GR3> S&SSFJKZXXR XHtOFSSKSaiaBOai FINNDR TH. JÓNSSON: 60 ára vígsluafmæli Hólskirkju í Bolungarvík Sunnudaginn 8. des, sl., 2. sunnudag í aðventu, var hald ið svokallað Aðventukvöld í Hólskirkju í Bolungarvík, eins og gert hefur verið nokkur undanfarin ár. Að þessu sinni var minnzt 60 ára vígsluafmælis Hóls- kirkju, en vígsla kirkjuhúss- ins fór fram þennan dag árið 1908 og framkvæmdi Þorvald ur heitinn Jónsson, sóknar- prestur á ísafirði, vígsluna, en hann þjónaði þá einnig Hólssókn. Sóknarpresturinn, síra Þor- bergur Kristjánsson, minntist 60 ára afmælis kirkjuhússins og jafnframt þakkaði hann gjafir, er kirkjunni höfðu bor izt. Færði Benedikt Þ. Bene- diktsson kirkjunni peninga- gjöf, en organleikari kirkju- unnar, frú Sigríður Norðqvist gaf henni fagurlega gerðan altarisdúk. Kirkjukór Bolungarvíkur söng undir stjórn frú Sig- ríðar Norðqvist, þ.á.m. lag eftir Sigríði, sem vakti mikla athygli. Þá fluttu erindi þeir Jóna- tan Einarsson, oddviti og Ól- afur Kristjánsson, skólastjóri, en frú Aðálheiður Guðmunds- dóttir, söngkona, frá Reykja- vík söng einsöng. Að lokum fór fram víxl- og samlestur milli prests og safnaðar. Hóll í Bolungarvík var mik- ið höfðuból til forna, og bjuggu þar um margra aida skeið höfðingjar og merkis- menn. Þar bjó Guðni Odds- son, sonur Odds lepps Þórðar sonar, lögsögumanns, er bjó á Ósi 1380—1434. Er Guðni Oddsson grafinn undir for- kirkjunni á Hóli. Síðar eignaðist Björn Þor- leifsson, hirðstjóri, Hól, og Sólveig dóttir hann eftir'hans dag, og bjó hún þar um skeið. Seinna átti Hól Árni Gísla- son sýslumaður á Hlíðarenda (d. 1587), og átti hann um eitt skeið allflestar jarðirnar í Hólshreppi. Hákon sonur hans, er var sýslumaður, bjó einnig á HóU 1585—1593. Annar sonur Árna Gíslasonar, Sæmundur sýslumaður, bað Elínar, dóttur Magnúsar pruoa í Ögri, og segir sagan aö Magnus haíi svaraö bón- oröinu með þessari vísu: lí'aisl ei skjói hjá iakiasól, lyioar honum þaö segi, iiema fái hanu Jiól fyrir höfuöbói iiana fær iiann eigi. Hvort sem vísan hefur ráð- íð nokkru þar um eöa ekki, er það vist að Sæmundur eignaðist Hól og fleiri jarðir ioöur síns í Hólshreppi, og íékk Elínar. Afkomendur þeirra Sæmundar Árnasonar og Elínar Magnúsdóttur sátu síðan Hól um áratugi. Lézt Sæmundur árið 1634, en síð- asti bóndinn á Hóh af þeim ættlegg var Árni Magnús Árnason, dáinn 1921. Margt fleira merkismanna, sem við sögu hafa komið, hafa átt Hól eða búið þar, og yrði of langt mál að rifja upp nöfn iþeirra hér. Kirkjan mun hafa staðið á Hóli allt frá upphafi kristni á íslandi. Mun elztu heimild um Hólskirkju vera að finna í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar, frá því um 1200, en elzti máldagi kirkjunnar, sem varðveizt hefur, er frá 1327. Hólskirkja var lengst af í eigu Hólsbænda, en stuttu fyrir síðustu landamót var því hreyft á almennum safn- aðarfundi í Bolungarvík, að söfnuðurinn keypti kirkjuna. Mun viðhaldi kirkjunnar hafa þótt ábótavant á ýmsa lund, enda var hún þá orðin gam- alt hús og úr sér gengið. Ekk ert varð þó af því að söfn- uðurinn yfirtæki kirkjuna að þessu sinni, en árið 1908 er ákveðið að byggja nýja kirkju, og þá um vorið var kirkjubyggingin hafin. Mun síra Þorvaldur Jónsson pró- fastur hafa stuðlað mjög að því að kirkjubyggingin komst í framkvæmd, og útvegaði hann m.a. eigendum kirkj- unnar peningalán til fram- kvæmdanna. Kirkjusmíðin hófst um vor ið 1908 og gekk greiðlega, enda þótt erfitt væri um vik að koma byggingarefni upp að Hóli, um langan og erfið- an veg frá sjó. Flutningatæki voru þá engin og urðu menn að bera allt efnið „á sjálfum sér" eins og sagt var. Má nærri geta að það hafi ekki verið gert án erfiðis. En Bol- víkingar munu ekki hafa tal- ið eftir sér að leggja nokkuð á sig til að fá nýja kirkju. Gamla kirkjan var þá orðin svo léleg, að hún gat varla talizt nothæf lengur til helg- rar þjónustu. Efniviðurinn í kirkjuna var keyptur frá Noregi, og kom þaðan að mestu tilhöggvinn. Jón Snorri Árnason, snikkari á Isafirði tók kirkjubygging- una að sér í ákvæðisvinnu, en yfirsmiður var Guðni M. og eru því nú rétt 60 ár frá vígslu hennar. Vígsluna framkvæmdi síra Þorvaldur Jónsson, sóknar- prestur á ísafirði og fyrrver- andi prófastur í Norður-lsa- fjarðarsýslu, en hann var jafn framt sóknarprestur Bolvík- inga, því Hóll var þá annexía frá Isafirði. Árið 1924 er loks ákveðið að söfnuðurinn kaupi Hóls- kirkju af Hólsbændum fyrir kr. 4.400,00 — og síðan hefur hún verið safnaðarkirkja. A þeim árum, sem síðan eru liðin hafa miklar og margvís- legar endurbætur verið gerðar á kirkjunni. Var kirkjan lengi framan af fátæklega búin, en á undanförnum árum hefur Kórinn í Hólskirkju . Bjarnason, smiður frá Isa- firði. Var kirkjan byggð eftir teikningu Rögnvaldar Ólafs- sonar, byggingameistara. Hin nýja kirkja var tals- vert stærri en gamla kirkjan, og að öllu leyti hið vandað- asta hús. Ber hún þess enn í dag vitni, að hún hefur verið gerð af traustum viðum. Hólsbændur voru enn sem fyrr eigendur kirkjunnar, og þótt þeir þrjózkuðust lengi við að reisa nýja kirkju, þrátt fyrir að hart væri eftir því gengið af söfnuðinum, og jafnvel einnig af hinum geist legu yfirvöldum landsins, þá vildu þeir nú, þegar til fram kvæmdanna kom, ekkert til spara að kirkjan yrði sem vönduðust að allri gerð. Kirkjan var svo vígð 2. sunnudag í aðventu árið 1908, hún eignazt margt fagurra gripa. Hafa Bolvíkingar ávallt borið mjög hlýjan hug til kirkju sinnar, og jafnan verið fúsir til að láta fé af hendi rakna, ef þurft hefur að gera kirkjunni eitthvað til góða. Er hún nú hið visflegasta og fegursta Guðshús. Ýms félagasamtök í Bol- ungarvík hafa mjög gengizt fyrir þvi að fegra og prýða kirkjuna og hafa henni á undanfÖrnum árum verið færð ar margar og fagrar gjafir. Fyrir nokkru var keypt nýtt og fullkomið pípuorgei í kirkjuna og á sl. ári gáfu synir Bjarna heitins Eiríks- sonar, kaupmanns í Bolungar- vík og konu hans Halldóru Benediktsdóttur kirkjunni nýjar kirkjuklukkur, til minn ingar um foreldra sína. ^T^ ^&S Síra Þorvaldur Jónsson vígði kirkjuhúsið á Hóli, svo sem fyrr getur. Hann var sóknarprestur v Bolvíkinga 1881—1915, en frá 1912 hafði hann aðstoðarprest með bú- setu í Bolungarvík, síra Pál Sigurðsson. Er síra Þorvald- ur lét af prestsskap var Magn ús Jónsson, síðar prófessor, kosinn prestur á Isafirði. Höfðu Bolvíkingar þá tekið miklu ástfóstri við Pál, sem talinn var afbragðs kennimað- ur, og óttuðust að missa hann sem sálusorgara, er nýr prest ur yrði kosinn á ísafirði. Fyr- ir áeggjan Bolvíkinga bauð síra Páll sig því fram gegn síra Magnúsi og studdu þeir hann kappsamlega. Fjöl- menntu Bolvíkingar til prests kosninga á Isafirði, en ekki stoðaði, því síra Magnús náði kosningu og var þá jafnframt orðinn prestur Bolvíkinga. En Bolvíkingar flestir munu aldr ei hafa litið á síra Magnús Jónsson sem prest sinn, enda stofnuðu þeir fljótlega eftir prestskosninguna fríkirkju- söfnuð og réðu síra Pál sem sálusorgara sinn. Hann gegndi því embætti þó skamma hríð, því árið eftir fór hann til Ameríku og gerS ist prestur evangelisk- lúthersku safnaðanna í N. Dakota. Eftir brottför síra Páls þjónaði síra Guðmundur Guðmundsson frá Gufudal um tíma fyrir fríkirkjusöfuðinn, en það mun ekki hafa verið lengi, því söfnuðurinn leyst- ist upp skömmu síðar. Árið 1917 fór síra Magnús frá Isafirði og gerðist kenn- ari við Háskólann. Varð síra Sigurgeir Sigurðsson, síðar biskup, aðstoðarprestur hans, en fékk veitingu fyrir embætt inu í ársbyrjun 1918 og var síðan sóknarprestur Bolvík- inga til ársloka 1925, er Hóls sókn var gerð að sérstöku prestakalli. Var síra Páll Sigurðsson þá kosinn sóknarprestur og tók hann við embætti sumarið 1926. Var hann síðan sóknar- prestur Bolvíkinga í samfleitt 23 ár, eða þar til hann lézt árið 1949. Eftir fráfall síra Páls var síra Guðmundur Guðmunds- son kosinn sóknarprestur í Bolungarvík og þjónaði hann kirkjunni til ársins 1952, en

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.