Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1968, Blaðsíða 13

Vesturland - 24.12.1968, Blaðsíða 13
13 a safninu kom Gísli til skrafs og ráðagerða og hefur reynzt okkur ágætlega. — Um húsakynni safnsins vil ég segja það, að þau eru stór og rúmgóð. Þau eru við- unandi, og þar er um að ræða stórt og gott framlag bæjar- stjómar ísafjarðar, að ráð- stafa þessu húsnæði þannig. Eg held, að þegar búið er að koma öllu í það horf, sem ráð gert er, verði þarna mjög merkilegt safn. Söfnunin hef- ur verið geysimikið verk að sjálfsögðu og Ragnar ferðað- ist um ailt héraðið og skrá- setti safnið, en ennþá er mikið verk óunnið við skipu- lagningu þess. —• Ég vil að loknu þessu spjalli okkar um byggðasafn- ið ítreka það, að ég held að Sögusýningin, sem að al- mannarómi tókst vel, hefði ekki getað orðið þannig, nema af því að Byggðasafnsins naut við og mest af því, sem var á sýningunni, var frá Byggðasafninu. Á En Jóh. Gunnar hefur fjall- að um fleiri en eitt safn, og komum við þá að Listasafni Isafjarðar. Ég held að það sé fyrsta listasafnið utan Reykjavíkur, þó að vísu hafi komið um svipað leyti upp safn á Sel- fossi, en þangað voru gefin nokkuð mörg málverk. — Tildrög að stofnun lista- safnsins voru þau, að Elín Sigríður Halldórsdóttir, ísa- firði, gaf með erfðaskrá dags. 13. ágúst 1958 nær allar eign ir sínar til þess að efla menn- ingarmál, svo sem kirkjumál og til listrænnar fegrunar í ísafjarðarkaupstað. Voru það fyrirmæli hennar, að með eignunum skyldi stofna minn ingarsjóð um bræðuma Rögn vald Ágúst Ólafsson, húsa- meistara, og Jón Þorkel Ólafs son, trésmíðameistara, eigin- mann frú Elínar Sigríðar. — Rögnvaldur Ágúst var fæddur 5. desember 1874, en dó 14. febrúar 1917. — Jón Þorkell var fæddur 21. júlí 1879, en dó 20. okt- óber 1953. Þeir vom synir hjónanna Ólafs Zakaríassonar, bónda að Ytrihúsum í Dýra- firði og Veroniku Jónsdóttur Eyjólfssonar prests í Dýra- fjarðarþingum. Þau hjón flutt ust til ísafjarðar og þar ólust synir þeirra upp. -—Rögnvaldur Ágúst, sem var frábær námsmaður, tók stúdentspróf árið 1900 með ágætiseinkunn. Hann lagði stund á húsagerðarlist í Kaup mannahöfn, en varð að hverfa frá námi vegna veikinda. Hann varð síðan ráðunautur ríkisstjómarinnar um bygg- ingar kirkna, skóla o.fl. Hann teiknaði Vífilstaðahæli og varð fyrsti sjúklingur iþess og dó þar. Jón Þorkell lærði húsasmíð- ar og starfaði allan sinn aldur að húsasmíðum á ísafirði. Var hann einstakur smiður að vandvirkni og samvizku- semi. Báðir voru þeir bræður valinkunnir sómamenn. — Elín Sigríður var fædd 5. júní 1881, en dó 15. febrúar 1962. Foreldrar hennar voru Hall- dór Halldórsson bóndi að Meirahrauni í Skálavík og kona hans Elín Páisdóttir. Páli skóiastjóri styrimanna- skóians í Reykjavík var bróö ir Eiínar Sigriöar. — Með skipulagsskránni var ákveðið að tekjum minn- mgai’sjóðsins skyidi fyrst og fremst verja til þess að koma á fót listasafni á ísafirði. Sjóðurinn var við stofnun um 500 þús. krónur og má verja 9/10 hlutum vaxta árlega til kaupa á listaverkum. — Frú Elín ákvað hvernig stjórn ætti að verða, en hún er skipuð bæjarfógeta, bæjar stjóra, sóknarpresti og einum af ættingjum Jóns. Var þaö Guðmundur Kristjánsson, sem kom inn í fyrstu stjórnina. — Það varð að samkomu- lagi í stjóminni að verja vöxtum eftir því sem mætti, til þess að koma upp lista- safni. Auk þess hefur Alþingi árlega veitt 25 þús. kr. frá því að safnið var stofnað, þannig að á hverju ári er hægt að verja uppundir 60 þús. krónum til kaupa á lista verkum. Þetta er að vísu ekki mikil fjárhæð miðað við það verð, sem er á verkum hinna eldri listamanna og frægustu, en við þurfmn fyrst og fremst að ná myndum eft ir þá, á meðan að hægt er. En nú erum við búnir að fá myndir eftir Kjarval, Þórarin B. Þorláksson, en í safninu er mynd eftir hann, sem máluð er 1896 og heitir Sjávarhamrar; og- þarna er mynd eftir Ásgrím og safnið hefur eignazt mynd eftir Jón Stefánsson, en þær em orðn- ar mjög fágætar og dýrar. Svo hafa þau hjónin Herdís Þorvaldsdóttir leikkona og dr. Gunnlaugui’ Þórðars. hrL. gef ið safninu sex myndir eftir þjóökunna listamenn. Ein þeirra er mjög stór og fögur mynd klippt úr pappír eftir Gunnlaug Scheving. Hún hef- ur ekki enn verið tekin upp. Meðal mynda frá þeim hjón- um er mynd eftir Snorra Arin bjamar, en verk hans er erf- itt að fá, og einnig mynd eftir Nínu Tryggvadóttur, en báðir þessir listamenn eru nú látnir. Dr. Gunnlaugur og Ás- mundur Sveinsson myndhöggv ari gáfu einnig höggmynd eft ir Ásmund, sem heitir „Eva yfirgefur Paradís", og er hún í mjög nýtízkulegum stíl. — Þess má geta, að Byggða safninu hafði áskotnazt svo- lítið af myndum, og það af- henti Listasafninu allt, sem til var. Þar á meðal voru myndir eftir Jón Hróbjarts- son o.fl. Eftir Jón eru nokkr ar mannamyndir, og man ég eftir mynd af Ásgeiri yngra og eins Jóni Pálssyni skip- stjóra. Ennþá eru ekki marg- ar myndir í safninu, rúmlega 30 myndir, en með því að kaupa, t.d. 2 myndir á ári, getur þetta orðið mjög gott safn með tímanum. Margt af þeim myndum, sem safnið á nú þegar, eru mjög fallegar. Mynd eftir Kjarval er geysi falleg, og eins keypti safnið á uppboði mjög fallega mynd eftir Gunnlaug Blöndal, frá Mývatni,, frá 1935. Ætlunin er að myndir þessar verði geymdar milli sýninga í opin- berum stofnunum. 1 kennara- stofu nýja bamaskólans verða myndir Kjarvals og Gunn- laugs Blöndals, og er þá hægt að njóta myndanna á þeim stöðum þegar þær em ekki sýndar almenningi. — Síðan verður hægt að fá mikið veggpláss í salarkynn- um Listasafnsins, og þá er ætlunin að setja myndimar þar upp. Ég tel að vöxtur og viðgangur safnsins sé tryggð- ur og að safnið geti með tíð og tíma orðið mjög gott og að því menningarauki fyrir bæinn. Ég álít að svona stofn anir eigi að vera í hverjum bæ á landinu. Fögur list er bæði augnayndi og tæki til uppeldis í menningarátt. Þá víkjum við talinu að merkum félagsskap, sem Jó- hann Gunnar hefur starfað mikið í og verið formaður fyr ir frá stofnun, en það er Sögu félag Isfirðinga. — Það var stofnað 18. jan- úar 1953, og segir í félags- lögunum, að tilgangur þess sé: 1) að safna og varðveita hvers konar fróðleik um Isafjarðarsýslu og kaup- stað að fomu og nýju, hér aðið og íbúa þess. 2) að gefa út rit um ísafjarð arsýslu og kaupstað og Is firðinga. 3) að stuðla að vexti og við- gangi Héraðsskjalasafns ís firðinga með því að safna gömlum skjölum og bók- um, er varða héraðið og íbúa þess og koma þeim til varðveizlu í safnið. 4) að efla vöxt og viðgang Byggðasafns Isfirðinga. — Félagið hefur reynt að ná þessu marki eftir föngum. Árið 1952 var héraðsskjala- safn ísafjarðarsýslu og Isa- fjarðarkaupstaðar stofnað að tilstuðlan þess af bæjarstjóm ísafjarðar og sýslunefndum Isafjarðarsýslu. Eftir tillögu stjómar Sögufélagsins voru keyptar til héraðsskjalasafns- ins mikrofilmur af ýmsum gögnum, sem mormónar í Utah í Bandaríkjunum létu gera í Þjóðskjalasafni og Landsbókasafni í Reykjavík. Um Byggðasafnið hefi ég rætt áður. — Árlega hefur verið gef- in út árbók. Fyrsta bókin kom út 1956 og síðasta bókin fyrir 1967 er nýkomin út, svo að þetta eru orðin ellefu ár. 1 ársritunum hefur birzt fjöldinn allur af ritgerðum og greinum eftir ýmsa höfunda, og er þar eingöngu um að ræða vestfirzkan fróðleik og vestfirzka sögu, og lögð á- herzla á varðveizlu þess, sem lýtur að sögu Vestfirðinga. -— Ritstjóminni hefur geng ið fremur illa að fá menn til að skrifa í ársritið og hefur útgáfa þess hvílt að mestu á stjóm félagsins og ritstjórn ársritsins, sem hefur orðið að skrifa mikið, annast undirbún ing undir prentun og próf- arkalestur. Við vorum lengst af í ritsjóm Kristján frá Garðsstöðum, og Bjöm H. Jónsson skólastjóri, en Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri kom inn í stjómina þegar Björn dó, og hefur hann nú tekið að sér umsjónina, því að ársritið hefur verið prentað hér syðra síðustu árin. — Félagar í Sögufélaginu em um 200, og mættu vera fleiri. Fæðin hefur valdið nokkmm erfiðleikum við að Stjórn Listasafns isafjarðar: Sr. Sigurður Kristjánsson, sr. Lárus Guðmundsson, Gylfi Gunnarsson Jóh. Gunnar Ólafsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.