Ritaskrá Háskóla Íslands - 01.05.2007, Page 5
Í Ritaskrá Háskóla Íslands eru upplýsingar um rannsóknir og
fræðistörf háskólakennara, sérfræðinga og annarra starfs-
manna Háskólans á árinu 2006. Ritaskrá Háskólans 2006 er ein-
ungis gefin út rafrænt á vef Háskólans undir kynningarefni,
www.hi.is/page/arbokogritaskra. Í PDF-skrá sem þar er að finna
er auðvelt að fletta upp einstökum nöfnum og atriðisorðum.
Ritaskrá 2006 byggist á upplýsingum sem starfsmenn Háskól-
ans senda vísindasviði fyrir árlegt mat á störfum sínum. Auk
fræðilegs efnis þykir ástæða til að birta upplýsingar um ýmis
önnur ritverk, t.d. blaðagreinar og svör á Vísindavef Háskólans.
Af skránni má ráða að starfsmenn Háskólans sinna gríðarmiklu
fræðslustarfi utan Háskólans, á fræðilegum ráðstefnum og
þingum, sem og á kynningarfundum og samkomum fyrir al-
menning og fagfélög. Ritaskrá Háskóla Íslands 2006 tekur til 436
höfunda og eru skrárnar birtar nær óbreyttar eins og þeim er
skilað til vísindasviðs. Frágangur þeirra er mismunandi eftir
fræðasviðum og hefðum og bókfræðilegar upplýsingar ekki
samræmdar milli höfunda. Efni hvers höfundar er raðað þannig:
Lokaritgerðir
Bækur, fræðirit
Greinar í ritrýndum fræðiritum
Annað efni í ritrýndum fræðiritum
Aðrar fræðilegar greinar
Bókakaflar og kaflar í ráðstefnuritum
Fræðilegar skýrslur og álitsgerðir
Ritdómar
Fyrirlestrar
Veggspjöld
Þýðingar
Annað
Ritstjórn
Kennslurit
Fræðsluefni
Útdrættir
Skránni er raðað í stafrófsröð eftir deildum. Stofnanir sem
heyra undir eða tengjast deild eru settar þar undir. Til þess að
auðvelda leit fylgir nafnaskrá aftast. Í bókasafnskerfinu Gegni
er hægt að fá aðgang að efni ritaskrárinnar. Afriti af öllum
greinum sem birtast í erlendum vísindaritum er komið til varð-
veislu í Landsbókasafni og þeir sem vilja kynna sér viðkomandi
ritverk geta snúið sér til safnsins sem útvegar ljósrit eða kallar
eftir verkum í millisafnaláni. Fólk fær þannig aðgang að marg-
háttuðum íslenskum rannsóknum sem birtast í erlendum
ritum.
Ritstjórn
The University of Iceland Bibliography 2006 lists publications
and research writings of the University’s instructors, specialists
and other members of staff. This is the sixth year that the
Bibliography is published in its current form. The Bibliography
is based on information submitted for evaluation purposes by
the personnel to the University’s Office of Research Affairs.
Apart from scholarly publications various other types of aca-
demic activities are listed, such as newspaper articles and
contributions to the University’s popular science website (Vís-
indavefur). The Bibliography is indeed proof of the immense
educational activities carried out by the personnel outside of the
University itself, not only at scholarly conferences but also at
various presentations and meetings for the general public. 436
authors are included in the 2006 edition of the Bibliography, with
their lists of publications displayed as submitted to the Office of
Research Affairs, mostly unaltered. The works of each author
are categorized and sorted as follows:
Final theses
Books, scholarly volumes
Articles in peer-reviewed journals
Other material in peer-reviewed journals
Other scholarly articles
Book chapters and chapters in conference proceedings
Scholarly reports and opinions
Reviews
Lectures
Posters
Translations
Other
Editorship
Textbooks
Educational material
Abstracts
The Bibliography is in Icelandic, but many of the publications
cited are in English or other foreign languages. The authors are
sorted alphabetically (by forename), grouped by faculty,
department and affiliated research institution. An alphabetical
index of authors’ names is included at the back. For a web
based version of the Bibliography, see the University’s website,
http://www.hi.is. The Bibliography is searchable in the national
online library catalogue Gegnir (www.gegnir.is). Anyone
interested in reading a given article published in an
international periodical can request a photocopy or interlibrary
loan from the National and University Library of Iceland.
The Editors
5
Formáli Preface