Heilbrigðismál - 01.07.1965, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.07.1965, Blaðsíða 13
Þetta húðkrabbamein líkist mest vörtukenndum hnút, cn er |)ó að því leyti frábrugðið venjulegum góðkynja vörtum, að það gljáir meira og dökknar. Fólk sem er ljóst á hörund ætti sérstaklega að gætal sín við langvarandi áhrifum sólar í heitu, þurru loftslagi, sem of- þurrkar húðiua. Þesskonar ertiug er talin örva myndun krabhameins. Hættast er við að krabbamein myndist á hinum óvörðu likamshlutum: andliti, hálsi, á útflötum handleggja og handarhtikum. Þctta smávægilega hreistraða þykkni á neðri vörinni er krabhamein á byrjunar- stigi. Orsök krabhamcins í vör er talin vera stöðug, langvarandi erting, til dæmis réykingar, skakkar tennur, cða áhrif sterkra sólargeisla. Lfkurnar fyrir lækningu vara- krabhameins eru ágætar meðan meinsemd- in er í byrjun. 80% allra sjúklinga með varakrabbamein á hyrjunarsligi, læknast að fullu. Neðri myndir til vinstri. Sú efri er af venjuleg- um fæðingarbletti, sem svokallað melanom hef- ur myndazt í (dökki hlutinn). Melariom er nafn litaða eða svarta krabbameinsins. Flest melan- om liyrja i íæðingarblettum, sérstaklega hinum dökku og ýmislegt bendir til aó' meiðsli og þrá- lát crting cigi sinn Jrátt í myndun þeirra. — Á neðri myndinni er melanom komið á hærra stig. Byrjunareinkenni húðkrabbameins Á miðju neðra augnloki sést húðkrabbamein á byrjunarstigi. bað er eins og gígur með hálfgagnsæum upphleyptum börm- um. — Allir sem hafa sár cða ákomu, sem ekki grair neitt á 3 vikum, eiga að leita læknis. Húðkrabbamein á byrjunarstigi læknast auðveldlcga með skurðaðgcrð, radíum- eða röntgen- geislum.

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.