Heilbrigðismál - 01.03.1983, Blaðsíða 4
Umhverfi
og erfðir
Orsakir flestra sjúkdóma má ýmist rekja
til umhverfisáhrifa eða erfða, nema hvort
tveggja sé.
Frá síðari hluta umliðinnar aldar hafa orð-
ið gífurlegar framfarir varðandi þekkingu
manna á umhverfisorsökum sjúkdóma. Á
grundvelli þessara framfara hefur ýmist tek-
ist að fyrirbyggja eða lækna fjölda sjúkdóma
sem áður reyndust illviðráðanlegir, og í
fjölda tilfella banvænir. Einn stærsti flokkur
sjúkdóma af þessu tagi eru hinar ýmsu far-
sóttir og smitandi sjúkdómar alls konar. Hin
mikla hækkun meðalaldurs, sem orðið hefur
á þessum tíma hér á landi, er ekki síst að
þakka því að sigrast hefur verið á ýmsum
smitandi sjúkdómum til fulls og aðrir orðið
viðráðanlegri. Á fyrri helmingi þessarar
aldar kom þetta fyrst og fremst fram í mikilli
lækkun ungbarnadauðans. Aðrar orsakir,
sem meðal annars hafa stuðlað að hækkun
meðalaldurs hér á landi á ofangreindu
tímabili, eru útrýming holdsveikinnar og
sullaveikinnar. Ekki má heldur gleyma sigr-
unum yfir berklaveikinni, sem unnust á
fjórða til sjötta áratugnum. Pau dæmi sem
hér hafa verið rakin undirstrika enn þau
sannindi að eftir því sem við þekkjum betur
hinar raunverulegu orsakir sjúkdómanna,
þeim mun auðveldara verður að ráða nið-
urlögum þeirra.
í dag eru það ekki lengur hinar næmu
sóttir sem skipa efstu sætin á dánarmeina-
skránni hérlendis. Par sitja nú í öndvegi
annars vegar hjarta- og æðasjúkdómar og
hins vegar krabbamein og önnur illkynja
æxli. Enn eru það umhverfisorsakir sem eru
álitnar vera hinir áhrifamestu áhættuþættir
varðandi orsakir þessara sjúkdóma. Áfram-
haldandi leit að slíkum áhættuþáttum og
ýtarlegar rannsóknir á verkun þeirra ímann-
legum líkama gefur góðar vonir um að innan
tíðar verði þessir sjúkdómaflokkar einnig
viðráðanlegri en þeir eru í dag.
Einn er sá flokkur sjúkdóma sem menn
hafa fram á þennan dag verið svartsýnir á að
takast mætti að fyrirbyggja eða lækna, en
það eru þeir sjúkdómar, sem bundnir eru
við erfðir. í athyglisverðri grein íþessu hefti
Heilbrigðismála fjallar Jóhann Heiðar Jó-
hannsson læknir um eitt svið þessara sjúk-
dóma, það er greiningu meðfæddra galla
og sjúkdóma á fósturskeiði. Eins og fram
kemur í grein Jóhanns Heiðars hafa orðið
miklar framfarir varðandi greiningu þessara
sjúkdóma. Pað hefur leitt til þess að unnt er
að koma í veg fyrir að börn með slíka galla,
sem greindir verða, fæðist. Pegar taka þarf
ákvörðun um það hvort eyða skuli fóstri
með meðfæddan galla koma oft upp ýmis
vandamál trúarlegs, siðræns eða félagslegs
eðlis, sem finna verður lausn á. Til að
auðvelda aðilum að taka slíka ákvörðun hef-
ur fyrir nokkru verið sett á stofn erfðaráð-
gjöf við Kvennadeild Landspítalans. í nið-
urlagsorðum sínum segir Jóhann Heiðar að
fóstureyðing hafi til þessa tíma verið eina
aðgerðin sem möguleg sé til að koma í veg
fyrir þá galla eða vansköpun sem greind er á
fósturskeiði, en hann gerir einnig ráð fyrir
því að þeir tímar kunni að vera í nánd „að
hægt verði að beita efnafræðilegum aðgerð-
um til að draga úr eða jafnvel lækna efna-
skiptasjúkdóma sem nú eru óviðráðanlegir",
en greinanlegir á fósturskeiði.
Pær framfarir sem orðið hafa á sviði svo-
nefndrar erfðatækni („genetic engineering“)
á undanförnum árum styrkja þær vonir að
unnt verði í náinni framtíð að ráða við efna-
skiptasjúkdóma af því tagi sem að ofan
getur.
4 HEILBRIGÐISMÁL 1/1983