Heilbrigðismál - 01.03.1983, Blaðsíða 22

Heilbrigðismál - 01.03.1983, Blaðsíða 22
getur orðið frumufjölgun í brjóst- göngunum, undan hormónunum. Útvíkkun kirtilganganna og sepa- myndun þar leiðir til hnútamyndun- ar. Stöku sinnum safnast þar fyrir vessi sem getur vætlað fram úr geirvörtunni, ýmist ljós eða dökk- leitur, stundum blóðugur. Til þess að sannreyna hvers konar breytingar eru þarna á ferðinni, eru þrjú ráð tiltæk: brjóstamyndataka, nálstunga til frumugreiningar og vefjasýnis- taka. Priðji kosturinn telst öruggast- ur, en það verður mörgum konum þungbært að láta oft taka slíka hnúta úr brjósti. Því er reynt að fylgja í- haldssamari aðferðum, þó þannig að fyllsta öryggis sé gætt. Þegar kona finnur hnút í brjósti, og ekki er vafa undirorpið að konunni er þessi fyrirferð framandi, er ekki ástæða til að bíða boðanna heldur sjálfsagt að sannreyna hvers eðlis fyrirferðin er. Best er að leita til heimilislæknis og getur hann metið hvaða aðferð honum lítist heppilegust til greiningar af þeim þremur aðferðum sem að framan eru taldar. Geti konan ekki náð til síns læknis hefur hún getað leitað beint til Leitarstöðvarinnar. Ef hinar einfaldari aðferðir benda á góðkynja hnút, er það í valdi heimilislæknisins SJÁLFSSKOÐUN BRJÓSTA 30-69 ÁRA KONUR NEI 27% 24% 27% 27% JÁ, EN EKKI REGLU- LEGA 43% 41% 48% 52% JÁ, REGLU- LEGA 30% 35% 25% 21% 1979198019811982 og sjúklingsins að ákveða um fram- haldið. Oftast er þá ráðlegt að bíða og sjá til. Hnúturinn getur horfið sjálfkrafa en verði svo ekki, og ekki síst ef hann stækkar, þykir ráðlegt að fjarlægja hann til gaumgæfilegrar vefjarannsóknar. Sé niðurstaða myndatökunnar og nálarsýnisins sú að rétt sé að fjarlægja hnútinn, skyldi það gert strax. Með þessu móti er unnt að hafa í frammi mark- vissa þjónustu til þeirra kvenna, sem verða fyrir því að finna hnút í brjósti. A síðustu árum hefur verið reynt að halda uppi leit að brjósta- krabbameini með myndatökum (mammografíu), sérstaklega á því aldursskeiði sem konum er hættast við brjóstakrabbameini. Tilraunir á þessu sviði standa nú yfir í Svíþjóð, Bandaríkjunum og víðar. í stuttu máli beinast aðgerðir Krabbameinsfélags íslands gegn brjóstakrabbameini að því að mæla eindregið með reglulegri sjálfskoðun brjósta (helst mánaðarlega og þá að afstöðnum blæðingum hjá konum á frjósemisskeiði). Við komu í skoðun hjá Leitarstöðinni er konum auk þess boðið að brjóst þeirra séu skoðuð um leið og þær koma til þess að láta athuga grindarholslíffærin. Ef konan finnur hnút og/eða læknir- inn telur ástæðu til er tekin röntgen- mynd (nema konan sé yngri en 35 ára) og ástunga gerð með mjórri nál til frumurannsóknar. Þar sem dökk- leitur vessi eða blóð kemur úr geirvörtu er fengið frumusýni úr vessanum og röntgenmynd tekin. Ef eitthvað óeðlilegt greinist við þessar rannsóknir er það fjarlægt með skurðaðgerð til vefjarannsókn- ar. Allir þeir hnútar sem ekki vilja hverfa eftir hæfilegan tíma (nokkra mánuði) eru einnig numdir á brott til öryggis, þótt stungusýni og röntgen- mynd hafi bent til góðkynja breyt- inga. Grein þessa samdi Gunnlaugur Geirsson yfirlœknir Frumurannsókna- stofu Krabbameinsfélagsins. Á nœslu blaðsíðu eru birtar leiðbein- ingar um sjálfskönnun brjóstanna, en þetta var áður birt í Fréttabréfi um heilbrigðismál fyrir fimm árum. Jafn- framt skal bent á það að á heilsugœslu- stöðvum er hœgt að fá bæklinginn „Hvernig þú átt að skoða brjóstin", en hann er nr. 4 í flokki Fræðslurita Krabbameinsfélagsins. 22 HEILBRIGÐISMÁL 1/1983

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.