Heilbrigðismál - 01.03.1983, Blaðsíða 27
r~i
óðum að færast inn í heilsugæslu-
stöðvar, bæði í Reykjavík og utan
borgarinnar. Þó má segja að
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur sé
enn leiðandi í ýmsum þáttum heilsu-
verndar, þótt það verði ekki tíundað
hér. Einn af þeim þáttum sem
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur hef-
ir haft með höndum er útgáfustarf-
semi ýmiss konar á frumsömdu efni
og þýddu. Má þar nefna eftirtalda
bæklinga: Meðan við bíðum, Matar-
æði og meðferð ungbarna, Góð ráð
fyrstu vikurnar sem mæður hafa
börn á brjósti, Heilsugæsla
skólabarna, Til foreldra og forráða-
manna skólabarna (um nesti), Leið-
beiningar fyrir ungar stúlkur, Um
getnaðarvarnir, Heyrnarmælingar á
vinnustöðum, Slys á börnum í
heimahúsum, Fyrstu tennurnar,
Gætið tannanna vel, Leiðbeiningar
fyrir fjölskyldur þeirra sem ofneyta
vímugjafa, Hvernig bregðast skal
við alkóhólisma og Veistu, að
bráðum ertu fullorðin. Raðbæk-
lingar, sem þýddir hafa verið úr
sænsku, eru mjög margir. Öll þessi
rit og bæklinga hefir Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur góðfúslega látið af
hendi við heilsugæslustöðvar og við
aðra aðila úti um allt land. Hefir það
verið ómetanleg stoð í uppbyggingu
heilsugæslu hér á landi.
'f fyrstu hœð fjölbýlishúss að
Hraunbœ 102 í Árbœjarhverfi eru
pósthús, verslanir, lyfjabúð og heilsu-
gœslustöð, sem starfað hefur þar í sex
ár.
Einn þáttur er ótalinn í starfsemi
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur,
en það er kennsla nemenda er leggja
stund á læknisfræði og hjúkrunar-
fræði. Nemendur frá Háskóla Is-
lands, bæði í læknisfræði og hjúkrun-
arfræði, hafa stundað þar nám und-
anfarin ár, svo og nemendur frá
Nýja hjúkrunarskólanum og Hjúkr-
unarskóla íslands.
Heilsugæslustöðin í Árbæ
Heilsugæslustöðin í Árbæ er að
Hraunbæ 102. Ríkið og Reykja-
víkurborg eiga hluta af þessu hús-
næði, sem upphaflega var hugsað
sem verslunarhúsnæði. Heilsugæslu-
stöðin er á jarðhæð, sem er um 490
fermetrar að stærð. Auk þess er all-
mikið rými í kjallara, unt 100 fer-
metrar. Jón Björnsson, arkitekt, og
Leifur Blumenstein, byggingarfræð-
ingur, hönnuðu þetta húsnæði fyrir
heilsugæslu eftir því sent unnt var.
Stöðin var vígð 12. apríl 1977 og tók
þegar til starfa. Á hæðinni er bið-
stofa, afgreiðsla og skjalavarsla. Þar
eru þrjár móttökustofur og skoðun-
arstofur lækna, móttökustofa hjúkr-
unarforstjóra og móttökustofa
ásamt skoðun fyrir hjúkrunarfræð-
inga. Þá er þar eining fyrir
ungbarnaskoðun, tvö herbergi og
móttökustofa fyrir félagsráðgjafa
eða annan heilbrigðisstarfsmann,
vinnuherbergi þar sem sótthreinsað
er, pakkað áhöldum o.fl., tvær litlar
geymslur, ræstiklefar og snyrtingar.
Á hæðinni er eining fyrir tannlækni,
stofa, vinnuherbergi aðstoðarmanns
og skrifstofa tannlæknis. í kjallara
eru fundarherbergi, kaffistofa, bún-
ingsklefar, snyrtingar, steypibað og
geymslur.
Eins og nú er, þá er gert ráð fyrir
að þessi stöð þjóni um 4.500 íbúum í
Árbæjar- og Seláshverfi. Síðar er
gert ráð fyrir, að hún muni þjóna um
6.000 manns. Við stöðina starfa tveir
læknar, hjúkrunarforstjóri, hjúkrun-
arfræðingar í 1,8 stöðum, meina-
tæknir í hálfri stöðu, sjúkraþjálfari,
ritari og starfsmaður við símavörslu
og afgreiðslu. Þá starfar tannlæknir
á eigin vegum í stöðinni. Hann hefir
þar húsnæði og tæki á leigu, en ann-
ast ekki skólaskoðun í Árbæjar-
hverfi.
Stöðin sækir röntgenþjónustu til
sjúkrahúsa í Reykjavík, og öll stærri
slys eru send á Slysadeild Borgar-
spítalans, en stöðin annast að öðru
leyti alla smáslysaþjónustu. Rann-
sóknir fara fram í heilsugæslustöð-
inni og eru ýmist unnar þar eða
sendar á rannsóknarstofur í
borginni. Barnalæknar koma einu
sinni í viku frá Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur og sinna ungbarna-
skoðun með hjúkrunarfræðingum
stöðvarinnar. Lyfsala er ekki á veg-
um stöðvarinnar sjálfrar, en Árbæj-
arapótek er í sama húsi. Heima-
hjúkrun hefir verið frá fyrstu tíð, þó
í litlum mæli. Henni hefur einkum
verið sinnt frá Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur, en frá miðjum febrúar
1983 er hún á vegum stöðvarinnar.
Hjúkrunarfræðingur stöðvarinnar
annast heilsugæslu í Árbæjarskóla,
sem er grunnskóli með rúmlega 900
nemendur. Læknir starfar þar einu
sinni í viku, um hálfan dag í senn. í
skólanum er allgóð aðstaða fyrir
heilsugæslu. Sæmileg aðstaða er
fyrir sjúkraþjálfun í stöðinni, þar
starfa tveir sjúkraþjálfarar í rúmlega
einu stöðugildi. Þeir starfa á eigin
vegum, en greiða leigu af húsnæði
og tækjum. Þótt aðstaða þessi sé
sæmileg er húsnæðið of þröngt og
býður ekki upp á meiri starfsemi en
nú er, þótt þess sé brýn þörf.
Á svæði Heilsugæslustöðvarinnar
í Árbæ eru mörg iðnfyrirtæki og
verksmiðjur. Mikið er því sótt til
heilsugæslustöðvarinnar af öðrum
en þeim er búa á svæði hennar. Stöð-
in hefur tekið að sér hópskoðanir
HEILBRIGÐISMAL 1/1983 27