Heilbrigðismál - 01.03.1983, Blaðsíða 30

Heilbrigðismál - 01.03.1983, Blaðsíða 30
Arkitcktar: Gcirharður Þorsteinsson og Hróbjartur Hróbj til læknis. Heilsugæslustöðin í Foss- vogi er H2 stöð. Heilsugæslustöð Miðbæjar Heilsugæslustöð Miðbæjar tók til starfa 1. júní 1983. Hún er til húsa í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, álmu þeirri er snýr að Egilsgötu, og hefur þar um 140 fermetra rými. Lungna- og berklavarnadeild Heil- suverndarstöðvarinnar verður í sambýli við þessa stöð og mun hafa um 200 fermetra rými til umráða. Við Heilsugæslustöð Miðbæjar starfar einn læknir, hjúkrunarfor- stjóri og ritari. Sameiginlega aðstöðu ýmiss konar hefir stöðin með Heilsuverndarstöðinni. Þess má geta að árið 1976 tók Heilbrigðismálaráð Reykjavíkur- borgar á leigu húsnæði á 3. hæð í Domus Medica. Það er um 110 fer- metrar að stærð. Allmiklar breyting- ar voru gerðar á þessu húsnæði. Þar starfa nú 4 læknar, hjúkrunarfræð- ingur og ritarar. Læknarnir starfa sem heimilislæknar samkvæmt samningi um heimilislækningar og njóta ýmissar aðstöðu er Heilbrigð- ismálaráð leggur þeim til. Byggingamál heilsugæslu- stöðva í Reykjavík Eins og fram kemur í umfjöllun þessari um heilsugæslustöðvar í Reykjavík, er Heilsuverndarstöðin eina stöðin, sem byggð hefir verið til þeirrar ákveðnu starfsemi að annast heilsuvernd og aðra heilbrigðisstarf- semi. Hinar stöðvarnar eru í hús- næði, er upphaflega var ætlað til annarra nota en heilsugæslu, og ó- neitanlega bera þær þess merki, þótt eitt og annað hafi vel til tekist við hönnun þeirra. Gert er ráð fyrir að starfsemi Heilsuverndarstöðvarinnar breytist smátt og smátt eftir því, sem heilsu- gæslutöðvunum fjölgar í borginni og þær taki yfir marga þætti þeirrar heilsuverndar er stöðin hefur haft með höndum fyrir borgarbúa og ná- granna þeirra. Miðað er við að borginni verði skipt í eftirtalin heilsugæslusvæði: lbúafjöldi Árbæjarsvæði 6.000 Breiðholtssvæði 1 5.000 Breiðholtssvæði II 6.000 Breiðholtssvæði III 10.000 Fossvogssvæði 8.000 Gerðasvæði 6.000 Heima- og Vogasvæði 6.000 Kleppsholts- og Laugarnessvæði 8.000 Háaleitis- og Túnasvæði 7.000 Norðurmýrar- og Hlíðasvæði 6.500 Miðbæjarsvæði 7.300 Vesturbæjarsvæði 6.000 Melasvæði 6.000 Samkvœmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir að byggð verði heilsugœslustöð norðan við menningarmiðstöðina við Gerðuberg í Breiðholti III. Sá fyrirvari gildir um þessa skipt- ingu, að hún getur breyst vegna breytinga á íbúafjölda og vegna þeirra lausna á húsnæðismálum stöðvanna, sem hagkvæmastar þykja og tiltækar eru. Þess má geta að heilsugæslustöðin á Seltjarnarnesi mun eiga að þjóna íbúum vestasta hluta Vesturbæjarins í Reykjavík. í ársbyrjun 1983 var skipuð nefnd til þess að fjalla um hönnun og for- gangsröðun heilsugæslustöðva í Reykjavík. í nefndinni eiga sæti fjór- ir fulitrúar Reykjavíkurborgar og tveir fulltrúar heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins. Með henni starfa borgarlæknir, framkvæmda- stjóri heilsugæslustöðva og fulltrúi borgarverkfræðings. Gert er ráð fyrir að þessi bygginganefnd heilsu- gæslustöðva skili fyrstu tillögum á þessu ári. Eftirmáli Hér lýkur þessum greinaflokki um heilsugæslustöðvar. í fyrstu var gert ráð fyrir að einungis yrði fjallað um húsnæðismál heilsugæslustöðva. Það efni varð nokkuð þurrt, og því reyndi ég að flétta inn einu og öðru um starfsemi stöðvanna og starfs- mannafjölda. Fyrstu tvær greinarnar voru birtar árið 1980, þrjár greinar á árinu 1981 og tvær árið 1982. Nú hefir heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið ákveðið að gefa þessar greinar út í sérstöku hefti. Krefst það endur- skoðunar á textanum því að allmikl- ar breytingar hafa orðið á húsnæðis- málum og starfsemi heilsugæslu- stöðvanna á þessum þrem árum. Ingibjörg R. Magnúsdóttir er deildar- stjóri sjúkrahúsa- og heilsugœsludeildar heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins. Hún er hjúkrunarfrœðingur að mennt og hefur lokið framhalds- námi í hjúkrunarkennslu og spít- alastjórn. Fyrri greinar um húsnœðismál heilsugœslustöðva birtust 13. tbl. 1980 (Austurlandshérað), 4. tbl. 1980 (Suðurlandshérað), 2. tbl. 1981 (Reykjaneshérað), 3. tbl. 1981 (Vestur- landshérað), 4. tbl. 1981 (Vestfjarða- hérað), 1. tbl. 1982 (Norðurlandshérað vestra) og 3. tbl. 1982 (Norðurlands- hérað eystra). 30 HEILBRIGÐISMÁL 1/1983

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.