Heilbrigðismál - 01.03.1983, Blaðsíða 5
Útfjólublá geislun:
hætta á slíku af völdum útfjólublárr-
ar geislunar.
Sólin
Sólin gefur einkum frá sér út-
fjólubláa geislun, sýnilega geislun
(ljós) og innrauða geislun. Utan
gufuhvolfs jarðar eru um 10% af
orku sólargeislanna útfjólublá
geislun, en nálægt helmingur hennar
stöðvast í gufuhvolfinu. Þetta á sér-
staklega við um UV-C geislana, en
þeir stöðvast að fullu, og þá einkum
í svonefndu ósonlagi gufuhvolfsins.
Þegar geislar sólar ná yfirborði jarð-
ar innihalda þeir dálítið af UV-A
geislum, mun minna af UV-B
geislum og enga UV-C geisla. Þegar
sólin er lágt á lofti þurfa geislar
hennar að fara í gegnum þykkari
loftlög en þegar hún er hátt á lofti.
Vegna þess að geislar með stutta
bylgjulengd stöðvast betur í
gufuhvolfinu en geislar með langa
bylgjulengd er mun meira af útfjólu-
bláuni geislum í sólarljósinu um
niiðjan daginn en kvölds og morgna.
A sama hátt má útskýra hvers vegna
sólin virðist rauðleit við sólar-
uppkomu og sólarlag. Það er einmitt
vegna þess að rauða ljósið kemst
Sólarljós og
sólarlampar
Sólarlandaferðir íslendinga hafa notið vaxandi vinsælda
síðustu tvo áratugi. Á allra síðustu árum hafa svonefndir
sólaríum-lampar náð nokkurri útbreiðslu hér, bæði á lík-
amsræktarstöðvum og í heimahúsum. Sú geislun sem
gefur húðinni fegurri lit getur einnig orðið til skaða ef ekki
er gætt þess öryggis sem með þarf. Um slíka geislun og
varnir gegn henni er fjallað í þessari grein eftir Sigurð M.
Magnússon eðlisfræðing.
Það sem við köllum ljós eða sýni-
lega geislun eru rafsegulbylgjur með
ákveðinni bylgjulengd (400-780
nanómetrar, en 1 nm er 10*9 m).
Ljósið er hluti af rafsegulrófinu en
þær bylgjur sem liggja næst ljósinu,
tneð minni bylgjulengd (100-400
nrn), nefnast útfjólublá geislun.
Utfjólublá geislun og sýnileg
geislun eru dæmi um svonefnda
ekki-jónandi geislun, en það er
samheiti yfir rafsegulgeislun sem
ekki er nægilega orkumikil til þess
að valda hleðslubreytingum (jónun)
1 því efni sem hún fellur á. Gamma-
°g röntgengeislun er nægilega orku-
ntikil til þess að geta valdið hleðslu-
Lreytingum í því efni sem geislunin
fellur á og þess vegna telst hún til
Jónandi geislunar en önnur rafsegul-
geislun telst til ekki-jónandi
geislunar.
Utfjólublá geislun skiptist í
Þrennt: UV-A geislun sem hefur
byjgjulengd 315-400 nm, UV-B
geislun sem hefur bylgjulengd 280—
315 nm og UV-C geislun sem hefur
bylgjulengd 100-280 nm.
kylgjulengd útfjólublárrar geisl-
unar er það stutt að augað greinir
bana ekki. Engu að síður getur hún
valdið skaða á augum (snjóblindu og
skertu litaskyni) og húð (sólbruna),
ef um mikla geislun er að ræða. Ó-
lólleg geislun yfir langan tíma hefur
Pau áhrif á húðina að hún verður
rrukkótt og skorpin. Einnig er vitað
að samband er milli útfjólublárrar
geislunar og húðkrabbameins.
Skaðleg áhrif útfjólublárrar geislun-
ar stafa einkum af UV-B og þó sér-
staklega af UV-C geilsuninni.
Hvað snertir erfðafræðilegar
breytingar, þ.e. að geislunin hafi
áhrif á afkomendur þeirra sem fyrir
geisluninni verða, þá er ekki talin
HEILBRIGÐISMÁL 1/1983 5