Heilbrigðismál - 01.03.1992, Blaðsíða 4
Og jörðin
uppfyllist!
/••••••••••
■ffftfffffl
/«••••••••••
1!S0.Wfffffffff
IUDU / ••••••••••••
..fffffffffftff
,,••••••••••••••
mtTttfTTtfftt
• ••••••••••••••
tffttttfftfffff
imMfftHttTtl
í umræöum um fólksfjölda á ís-
landi (sjá lciðara 3/1991) er vert að
gefa fólksfjölgun í heiminum
nokkrar gætur, sérstaklega þar
sem íslendingar eru nú á leið að
tengjast öðrum Evrópuþjóðum
með sameiginlegum vinnumarkaði
og meiri samnýtingu auðlinda.
A jafn mörgum mínútum og tek-
ur að lesa þennan leiðara er líklegt
að nálægt 500 börn fæðist í heimin-
um. Aðeins 25 þeirra fæðast í
Evrópu, Norður-Ameríku og
Astralíu en 475 í Afrfku, Asíu og
Suður-Ameríku. Mannfjöldi á jörð-
inni er nú á milli 5 og 6 milljarðar
sem er meira en samanlagður fjöldi
allra sem hafa fæðst og síðan dáið
frá upphafi mannkyns í núverandi
mynd sinni. Þetta er ótrúlegt en
reikningsfróðir menn telja að svo
sé. Steinaldarmenn voru aðeins
nokkrar milljónir. Þegar Agústínus
keisari Rómaveldis lét skrásetja
„alla heimsbyggðina" og Jesús
Kristur fæddist er mannfjöldi í
heiminum talinn hafa verið aðeins
250 milljónir. Við náðum fyrst 1
milljarði um árið 1815 en síðan hef-
ur fjölgun orðið stöðugt örari og er
áætlað að 6 milljarða markinu verði
náð árið 1997. Síðan má reikna með
að aðeins taki tæp 40 ár að tvöfalda
tölunna þannig að öll heimsbyggð-
in verði um 12 milljarðar um árið
2035. Líklegt er að meira en helm-
ingur núlifandi íslendinga eigi eftir
að lifa það. Ef núverandi margföld-
un mannsins á jörðinni heldur
áfram með sama vaxandi hraða
næstu 100 árin eftir 2035 mun árleg
aukning þá verða um 1 milljarður
að meðaltali!
Séfræðingar um mannfjölda telja
þessa gífurlegu fólksfjölgun vera
þá mestu hættu sem mannkyn hef-
ur komist í fram að þessu. En
hvernig má það vera?
1 hinum iðnvæddu löndum Vest-
urheims er ekkert að óttast vegna
fyrirsjáanlegrar fólksfjölgunar þar.
En lítill minnihluti fólks býr í þeim
löndum. Lönd þriðja heimsins,
Afríku, Asíu og Suður-Ameríku
eru áhyggjuefnið því þar er vand-
inn nær óyfirstíganlegur. Að vísu
hafa sum þeirra gert stórt átak til
þess að takmarka barneignir eins
og til dæmis Kína sem nú er fólks-
flesta land heims en þar er gert ráð
fyrir að hver hjón eigi aðeins eitt
barn. Reynslan af þeim fyrirmæl-
um hins opinbera virðast ekki vera
nógu góð því enn mun barnafjöldi
hverra hjóna vera meiri en 2. Til-
raunir Indlands í þessa átt, undir
stjórn Indiru Gandhi, mistókust al-
veg og nú stefnir í það að Indverjar
verði fleiri en Kínverjar um árið
2010. Alvarlegastar eru sennilega
horfur á fólksfjölgun í Afríku þar
sem níu af hverju tíu konum hafa
aldrei heyrt um getnaðarvarnir og
meirihluti karla og kvenna er þar
að auki ólæs þannig að erfitt er að
koma þeim í skilning um nauðsyn
á takmörkun barneigna.
Hvað er til ráöa? Allir eru sam-
mála um að tvennt þurfi að koma
til og byggist það á reynslu vest-
rænna þjóða. Annars vegar þarf
efnahagur þróunarlanda að batna
og framleiðsla þeirra að aukast.
Hins vegar þurfa þær að taka upp
harða stefnu í takmörkun barn-
eigna. Efnahagshjálp ein sér með
bættu næringarástandi og heilsu-
fari hefur því miður víða virkað
öfugt því hún hefur aðeins ýtt
undir frekari fólksfjölgun. Fræg og
mjög gagnrýnd, en ef til vill að
mestu sönn, voru orð Lyndon 13.
Johnson fyrrverandi Bandaríkja-
forseta á þá leið að betur nýttust 5
dollarar til getnaðarvarna en 100
dollarar til þróunarhjálpar.
Mannfjölgun á jörðinni mun
leiða til vaxandi eyðingar skóg-
lendis og einkum regnskóganna
sem leggja til stóran hluta súrefnis
í andrúmsloftinu. Efnamengun,
sem víða hcfur þegar náð hættu-
mörkum, mun einnig aukast.
Enginn sem það skilur vill sitja
aðgerðarlaus og horfa fram á
hnignun mannkyns vegna offjölg-
unar. Við verðum að vona að
skynsemi sú sem manninum ein-
um er gefin muni sigrast á þessum
erfiðleikum og að náttúran sjálf
þurfi ekki að taka í taumana, eins
og oft áður, meö hinum alþekktu
aðferðum til fækkunar tegunda:
hungursneyðum, smitsjúkdómum
og/eða náttúruhamförum.
Jónas Hallgrímsson,
prófessor.
4 HEILBRtGDISMÁL 1/1992