Heilbrigðismál - 01.03.1992, Blaðsíða 31

Heilbrigðismál - 01.03.1992, Blaðsíða 31
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ / Steinunn Marteinsdóttir - KRABBAMEINSFÉLAGIÐ / Teikniþjónustan sf. í huga og á svipuðum fjárhagsgrundvelli. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Friðrik Sophusson fjármálaráðherra og Almar Gríms- son, þáverandi formaður Krabbameinsfélags íslands, undirrituðu samninginn við athöfn í húsi félagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík í lok aprílmánaðar. Stefnt er að því að bjóða öllum íslenskum konum á aldrinum frá tvítugu til sjötugs í skoðun á tveggja ára fresti. Megintilgangur leitarinnar er að rannsaka frumusýni úr leghálsi kvenna á þessum aldri og rönt- genmyndir af brjóstum kvenna á aldrinum frá fertugu til sjötugs. Konur sem koma í skoðun taka þátt í kostnaði með því að greiða 1500 krónur, en ríkissjóður greiðir hann að öðru leyti. Gert er ráð fyrir að allt að 32 þúsund konur verði skoðaðar ár hvert og af þeirn fari 12 til 15 þúsund í brjóstamyndatöku. Skoðað er í leitarstöðinni í Reykjavík og á meira en fjörutíu heilsu- gæslustöðvum og sjúkrahúsum utan Reykjavíkur. Þá taka heilsugæslulæknar og sérfræðingar á höfuðborg- arsvæðinu einnig þátt í þessu verkefni. Við upphaf skipulegrar leitar að krabbameini í leg- hálsi, um miðjan sjöunda áratuginn, var legháls- krabbamein næst algengasta krabbamein meðal ís- lenskra kvenna en er nú komið í tíunda sæti. Dauðs- föllum af völdum sjúkdómsins hefur fækkað mikið og flestar þeirra kvenna sem nú deyja úr leghálskrabba- meini hafa aldrei mætt í leit eða mjög óreglulega. Ef dánartíðnin hefði haldist óbreytt frá því sem var fyrir aldarfjórðungi hefðu dauðsföll úr leghálskrabbameini orðið um eitt hundrað fleiri en raun hefur orðið á. Farið var að taka röntgenmyndir af brjóstum með skipulegum hætti síðla árs 1987. Fyrstu árin fjölgaði nýgreindum krabbameinum, eins og við var búist, en þeim hefur fækkað aftur og voru á síðasta ári um 85, en voru 133 þegar mest var. Leitarstarf Krabbameinsfélags fslands hefur vakið mikla athygli víða um heim og hefur hlotið viðurkenn- ingu hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni. Samningur- Leghálskrabbamein Aldursstööluö tíöni á ári miöað viö 100.000 konur Nýgengi Dánartiðni 1956 1961 1966 1971 1976 1981 1986 - 60 - 65 - 70 - 75 - 80 - 85 .90 Tídni leghálskrabbameins hefur lækkað mikið síð- ustu árin. inn milli Krabbameinsfélagsins og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins tryggir framhald þessa merka starfs og sýnir vilja stjórnvalda til að efla for- varnir, til hagsbóta fyrir íslenskar konur og reyndar alla þjóðina. Toyota gefur bíl Umboðsaðili Toyota á íslandi, P. Samúelsson hf., hefur gefið Krabbameinsfélaginu sendibifreið af gerð- inni Toyota Hi Ace, en verðmæti hennar er á aðra milljón króna. Bifreiðin, sem er hvít að lit, hefur verið merkt Krabbameinsfélaginu. Páll Samúelsson, stjórn- arformaður P. Samúelsson hf., afhenti formanni Krabbameinsfélags íslands lykla að bifreiðinni við at- höfn í húsi Krabbameinsfélagsins. Páll sagði við það tækifæri að umboðið hefði átt velgengni að fagna á undanförnum árum og vildi láta Krabbameinsfélagið njóta þess, enda hefði félagið rnikið traust meðal þjóð- arinnar. Formaður félagsins þakkaði þessa höfðing- legu gjöf. Hann sagði að þetta væri fyrsta bifreiðin sem Krabbameinsfélagið eignaðist og hún mundi ör- ugglega koma að góðum notum í þjónustu við þá fjöl- þættu starfsemi sem fram fer í húsinu sem þjóðin gaf félaginu og sjálfri sér. Mannskæðasta krabbameinið Á hverju ári eru greind meira en níutíu ný tilfelli af lungnakrabbameini hér á landi, samkvæmt upplýsing- um frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. Nokkru fleiri karlar en konur fá þennan sjúkdóm en tíðnin hefur aukist í báðum kynjum. Meira en helm- ingur sjúklinganna er á aldrinum frá þrítugu til sjö- HEILBRIGDISMÁL 1/1992 31

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.