Heilbrigðismál - 01.03.1992, Blaðsíða 13
HEILBRIGÐISMÁL / Ljósmyndarinn - HEILBRIGÐISMÁL / Eggert Pétursson
Spurt
Konur
skoða konur
Þrátt fyrir að aðsókn
að leitarstöð Krabba-
meinsfélagsins sé mun
meiri en áður mæta ekki
allar íslenskar konur
reglulega í skoðun.
Sumar konur setja það
fyrir sig að karlkyns
læknar skoði þær. Eru
margar konur í hópi
þeirra lækna sem skoða
í leitarstöðinni í Reykja-
vík? Geta konur óskað
eftir því að konur skoði
þær?
Kristjdn Sigurðsson, yf-
irlæknir ri leitarstöð
Krabbameinsfélagsins, svar-
ar:
Um 96% allra kvcnna
á aldrinum 25-69 ára
hafa mætt einhvern tím-
ann í skoðun á vegum
leitarstöðvar Krabba-
meinsfélagsins. Þetta
háa hlutfall segir þó ekki
alla söguna þar sem kon-
ur þurfa að mæta reglu-
lega á tveggja til þriggja
ára fresti svo vel sé. Um
81% kvenna á þessum
aldri hafa komið í skoð-
un síðustu þrjú ár.
Ástæður þess að kon-
ur mæta sjaldan eða ekki
í skoðun eru margvísleg-
ar. Oftast bera þær fyrir
sig gleymsku eða því að
illa hafi staðið á þegar
þær áttu síðast kost á
slíkri skoðun. Ef konur
segjast ekki fara í skoð-
un vegna þess að ekki er
gefinn kostur á því að
kona framkvæmi skoð-
unina er um misskilning
að ræða. Fjórar konur
eru í hópi þeirra lækna
sem eru ráðnir til að
annast skoðanir. Þegar
þessar konur eru fjarver-
andi, vegna veikinda eða
sumarleyfa, er leitast við
að fá rcynda kvenkyns
aðstoðarlækna af
kvennadeild Landspítal-
ans til afleysingar. Kon-
um skal sérstaklega bent
á að þegar þær panta
tíma er hægt að hafa
áhrif á það hvaða læknir
skoðar þær.
Fita og sjúkdómar
Norskur landbúnaðar-
vísindamaður hefur sett
frarn kenningar um fitu
og sjúkdóma, sem vakið
hafa athygli þar í landi
og sumir vilja túlka sem
svo að mettuð fita sé
ekki eins viðsjárverð
og áður hefur verið álit-
ið. Er málið svona ein-
falt?
Guðmundur Þorgeirsson,
yfirlæknir á Landspít-
alanum, svarar:
Dr. Harald Skjervold
fjallar í grein sinni „Livs-
stil-sykdommer og kost-
hold" um samband fitu-
sýra í fæðu og ýmissa
sjúkdóma sem algengir
eru í vestrænum þjóðfé-
lögum svo sem æðakölk-
unar, blóðsegamyndun-
ar, gigtar, astma, sóra
(psoriasis) og krabba-
meins. Grundvallarnið-
urstaða hans er sú að
ákveðið hlutfall omega-6
og omega-3 fitusýra
skipti sköpum og að
omega-3 fitusýrurnar
hindri umbreytingu lín-
olínsýru í arakídónsýru
og stjórni myndun fjöl-
breytilegra sjálfboðefna
eins og prostaglandína,
leukotríena o.fl.
Fjölmargar rarinsóknir
benda til að fiskneysla,
og þar með neysla á om-
ega-3 fitusýrum, hamli
gegn æðakölkun og
blóðsegamyndun. Hins
vegar fer því fjarri aö or-
sakasambandið sé ljóst.
Vissulega er hugsanlegt
að sjálfboðefni skipti
þarna máli. Þó verður að
hafa í huga að sum
þeirra vinna gegn æða-
kölkun og blóðsega-
myndun, eins og t.d.
prostasýklín sem mynd-
ast í æðaþeli úr arakí-
dónsýru. Það er því mik-
il einföldun að halda því
fram að minnkuð um-
myndun línólínsýru í
arakídónsýru leysi öll
þau vandamál sem
minnst er á í grein Skjer-
volds. í greininni er
heldur ekkert fjallaö um
þá þætti í fæðu sem
skýrast samband hafa
við æðasjúkdóma, það er
að mettuð dýrafita leiði
til hækkunar á LDL kól-
esteróli sem sennilega er
aðalorsakavaldur æða-
kölkunar.
Hætta af húðflúri
Hvada reglur gilda um
húðflúr hér á landi?
Ólafur Ólafsson, land-
læknir, svarar:
Það er skemmst frá
því að segja að hér eru
engar skráðar reglur um
húðflúr.
Töluverður hópur
ungs fólks gcngur ár
hvert undir húðflúrun
(tattóveringu) hér á
landi. Erlendis fjölgar
þeim ört sem þetta gera
(NEJM, 16. jan. 1992).
Hér er yfirleitt um ungt
fólk að ræða sem tekur
skyndiákvörðun um
slíka merkingu, oft undir
áfengisáhrifum. Síðar
leita fjölmargir til lýta-
lækna til þess að fá
merkin afmáð. (BMJ, 17.
ágúst 1991).
Nokkrir aðilar hafa
óskað eftir viðurkenn-
ingu landlæknis til að
sinna þessu starfi. Hér
vantar reglur um þjálf-
un, starfsaðstöðu og
starfsleyfi þeirra er
stunda þessa iðju. Nauð-
synlegt er þó að strangar
reglur gildi um notkun
tækja, um sóttvarnir o.fl.
Hættur sem geta stafað
af lélegum tækjakosti og
sóttvörnum eru t.d. lifr-
arbólga, eyðni, ofnæmi,
o.fl.
Full ástæða er til að
starfsemi þessi veröi
bönnuð hér á landi á
unglingum 18 ára og
yngri og að settar verði
skýrar reglur að öðru
leyti, enda er hér verið
að sprauta óþekktu efni í
líkama fólks.
HEILBRIGDISMÁL 1/1992 13