Heilbrigðismál - 01.03.1992, Blaðsíða 33

Heilbrigðismál - 01.03.1992, Blaðsíða 33
HEILBRIGÐISMÁL / Jónas Ragn.- nieö brjóstakrabbamein. Fyrir þrem árum var veittur styrkur til aö hefja rannsókn sem hafði þann tilgang að kanna í fyrsta lagi hvort brjóstakrabbameinssjúkl- ingar sem væru í B-blóðflokki lifðu skemur en aðrir, í öðru lagi hvort sjúklingar þar sem brjóstakrabbamein er í ættinni lifðu skemur, og í þriðja lagi hvernig þessir þættir tvinnast saman. Nú er veittur styrkur til að ljúka rannsókninni. Laufey Tryggvadóttir faraldsfræðingur og sam- starfsmenn hennar hlutu einnig styrk til að gera upp heilsusögubanka leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Markmið rannsóknarinnar er að Ijúka fyrsta uppgjöri á þessum gagnabanka. I því felst að meta upplýsingar sem safnað var á árunum 1964 til 1989. í framhaldi af því verður reynt að setja fram skýr markmið með gagnasöfnuninni og gera tillögur um framhald henn- ar. Margrét Snorradóttir yfirlæknir og samstarfsmenn hennar hlutu styrk til að kanna gildi sérstaks bursta við töku frumusýna frá leghálsi. Mikilvægt er talið að nóg af frumum náist frá því svæði í leghálsi þar sem mestar lfkur eru á því að krabbamein myndist. í því skyni kom á markað bursti sem farið var að nota hér- lendis árið 1986. Borin verða saman tvö fjögurra ára tímabil, fyrir og eftir 1986, til að meta hvort ófullnægj- andi sýnum og svonefndum fölskum neikvæðum sýn- um hafi fækkaö. Reynir Tómas Geirsson læknir og samstarfsmenn hans hlutu styrk vegna leitar að eggjastokkakrabba- meini með ómsjá. Athugað verður hvort ómskoðun um leggöng sé nothæf til að greina æxli í eggjastokk- um, einkum á frumstigi. Þessi aðferð verður borin saman við hefðbundna aðferð við leit að sjúkdómn- um. Þátttakendur í Heilsuhlaupi Krabbameinsfélagsins í lok maí voru á öllum aldri. Sigurður Ingvarsson líffræðingur og Björn Venn- ström hlutu styrk til kaupa á lofttæmanlegri þurrkun- arskilvindu sem notuð verður við rannsóknir á viðtök- um skjaldkirtilshormóns og A-vítamíns og áhrifum þeirra á frumusérhæfingu og krabbameinsvöxt. Sigurður Ingvarsson líffræðingur og Rikard Erlands- son hlutu styrk til kortlagningar á litningasvæði vegna brjóstakrabbameins o. fl. Markmiöiö með þcssum rannsóknum er að skilgreina gen á styttri armi litnings númer 3 í mönnum, en tap á þessu geni stuðlar að vexti brjóstakrabbameins og annarra krabbameina. Stefán Aðalsteinsson tölfræðingur og samstarfs- menn hans hlutu styrk til að athuga tíðni forstigs- breytinga í leghálsi og mætingu í krabbameinsleit 1964-1990. Kannaður verður fjöldi kvenna með for- stigsbreytingar leghálskrabbameins eftir aldri og ár- um, með hliðsjón af fjölda þeirra sem komið hafa í skoðun í leitarstöðinni. Endanlegt markmið rannsókn- arinnar er að finna á hvaða aldri er best að hefja skoð- un og hvort fækka megi skoöunum eftir ákveðinn ald- ur. Ánægja með íbúðirnar Mjög góð reynsla hefur verið af íbúðum fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra að Lokastíg 16 í Reykjavík, en þær voru teknar í notkun fyrir ári síðan. Það voru Krabbameinsfélag íslands og Rauði kross íslands sem keyptu þessar íbúðir en Ríkis- spítalar annast rekstur þeirra. Ibúðirnar, sem eru tvær, hafa verið mikið notaðar og stundum hefur orð- ið að vísa fólki frá. Af þessum sökum, meðal annars, hefur Krabbameinsfélag Reykjavíkur haldið áfram að veita styrki til dvalar á Sjúkrahóteli Rauða krossins. Þess má geta að við Leifsgötu í Reykjavík er íbúð sem keypt var árið 1986 fyrir fjölskyldur krabbameins- sjúkra barna utan af landi og hefur reynslan af henni einnig verið mjög góð. Ibúðirnar við Lokastíg eru ætlaðar fólki af lands- byggðinni sem þarf að dveljast i Reykjavík í tengslum við krabbameinsmeðferð. Margir hafa lagt sitt af mörkum til að gera dvölina léttbærari. Meðal annars hafa Vaka-Helgafell, Almenna bókafélagið, Forlagið og fleiri gefið bækur og aðrir gefið ýmsan búnað. Greinilegt er að almenn ánægja er með íbúðirnar og að þær hafa bætt úr brýnni þörf. Nú í athugun að kaupa eina íbúð til viðbótar. Hlaupid fyrir heilsuna Metþátttaka var í Heilsuhlaupi Krabbameinsfélags- ins sem fór fram í fimmta sinn 30. maí. Hlaupið var í Rcykjavík, á Akureyri, á Egilsstöðum og á Höfn í Hornafirði. Alls tóku 1470 manns þátt í hlaupinu og er það meira en nokkru sinni fyrr. Hægt var á velja á milli mismunandi vegalengda, allt frá 1,5 km til 10 km. Að þessu sinni markaði heilsuhlaupiö upphaf átaks sem nefndist „Hreint loft í heila viku" og efnt var til af Tóbaksvarnanefnd í samvinnu við Krabbameinsfélag- ið, umhverfisráðuneytið, SIBS og fleiri aðila. -jr. HEILBRIGÐISMÁL 1/1992 33

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.