Heilbrigðismál - 01.03.1992, Blaðsíða 22
rúmslofti. Úthöfin gleypa koltvíildi
lofthjúps en sennilega allra helst
þar sem svo háttar til sem hér er
lýst. Taliö er að um 20% koltvíildis
sem höfin gleypa fari um „pípu-
lagnir" af þessu tagi. Þær eru mjög
fáar og er hin stærsta sú sem hér er
nefnd til sögunnar. Fyrirbæri þetta
gegnir þar af leiðandi þörfu hlut-
verki við að sporna við þeirri aukn-
ingu á koltvíildi í andrúmslofti sem
menn hafa miklar áhyggjur af um
þessar mundir.
Meira og meira koltvíildi
Þegar vísindamönnum skildist
smám saman mikilvægi efnanna í
ferlum og ástandi lofthjúps áttuðu
þeir sig á hættunni af aukningu
alls kyns úrgangsefna í kjölfar sí-
vaxandi iðnaðar og „neyslu" millj-
óna manna. Raunar voru fyrstu
varnaðarorðin skrifuð fyrir síðustu
aldamót en iðnríkin héldu samt
hætti sínum áratugum saman - og
gera enn. Um þessar mundir virð-
ast hins vegar áhyggjur af mengun
jarðar vera miklar hjá almenningi
og ráðamönnum.
Einkum óttast menn áhrif sívax-
andi magns koltvíildis í lofthjúpi á
svonefnt geislunarjafnvægi jarðar.
Frá ómunatíð hefur verið jafnvægi
milli sólargeislunar og hitageislun-
ar frá jörðu, milli þess sem kemur
inn og þess sem fer út. Maðurinn
kann nú að hafa raskað þessu jafn-
vægi náttúrunnar.
Koltvíildi eykst af manna völd-
um við brennslu lífrænna efna úr
iðrum jarðar, leifa lífríkisins á
löngu liðnum jarðsögulegum tíma-
bilum. Samkvæmt eðli koltvíildis
gleypir það innrauða geislun (hita-
geislun) í litrófinu. Útgeislun frá
jörðu í þeim hluta litrófsins kemst
því ekki leiðar sinnar óhindrað út í
geiminn. Koltvíildið tefur með öðr-
um orðum fyrir innrauðu geislun-
inni.
Útgeislun jarðar verður að jafn-
ast á við sólargeislunina sem kol-
tvíildið tefur ekki fyrir. Til þess að
vinna upp hindrun útgeislunar
vegna vaxandi koltvíildis bregst
hið eðlisfræðilega kerfi svo við að
hitinn hækkar við yfirborð jarðar.
Þar með eykst orka útgeislunar-
innar og brýtur sér greiðar leið
gegnum koltvíildi lofthjúpsins. Af-
leiðingin verður sú að meðalhitinn
við jörð hækkar. Þetta eru nefnd
gróðurhúsaáhrif.
Flvorki meira né minna en sjö
þúsund milljón tonnum af koltví-
ildi er dælt út í andrúmsloftið á
hverju ári, einkum vegna brennslu
lífrænna efna (olíu o. fl.). Hlutfall
koltvíildis í andrúmslofti var um
miðja síðustu öld um 270 milljón-
ustuhlutar en árið 1986 var það
orðið 346 hlutar (0,000346%). Sé
gert ráð fyrir 2% árlegri aukningu á
koltvíildi í lofthjúpi mun magnið
tvöfaldast á 75 árum og hitastig
hækka um 1-3° C.
Gróðurhúsaáhrifin koma enn
betur í ljós þegar kannaðar eru
breytingar við fjórföldun koltvíild-
is, sem gæti átt sér stað fyrir lok
næstu aldar ef ekki verður brugðist
rétt við hættumerkjunum. Þetta er
að vísu glæfraleg aukning sem
vonandi mun ekki eiga sér stað, en
niðurstöður eru meðal annars sem
hér segir: Lofthjúpurinn kólnar
fyrir ofan 15 kílómetra hæð, vegna
þess að aukið koltvíildi veldur auk-
inni geislun frá efri loftlögum út í
geiminn. Hins vegar hitnar neðan
við 15 kílómetra hæð, að meðaltali
um 4° C, minnst við miðbaug en
Alþjóðleg ráðstefna um umhverfi og þróun
I júnímánuði var haldin al-
þjóðleg ráðstefna í Rio de Janeiro
í Brasilíu á vegum Sameinuðu
þjóðanna. Hún fjallaði um um-
hverfi og þróun í heiminum.
Þetta var stærsta ráðstefna sem
haldin hefur verið í mannkyns-
sögunni sé miðað við fjölda
þjóðhöfðingja og þátttakenda al-
mennt.
Undirbúningur að ráðstefn-
unni hafði staðið yfir mánuðum
saman í löndum þátttakenda,
upplýsingum um ástand mála,
rannsóknir og viðhorf vísinda-
manna hafði verið safnað og yf-
irlit höfðu verið samin ráða-
mönnum til fróðleiks fyrir för til
Ríó.
Þótt allmargir hafi að lokinni
ráðstefnu látið í ljós óánægju
með að ekki hafi verið tekið
nógu ákveðið á málum má full-
yrða að sú athygli sem málefni
ráðstefnunnar vöktu muni hafa
gífurleg áhrif á hugsunarhátt
stjórnmálamanna héðan í frá.
Það er nú á allra vitorði að
hætta er á ferðum. Margt veldur
sem stöðva þarf tafarlaust. Skal
hér talin eyðing skóga og gróð-
ureyðing, mengun andrúmslofts
og úthafa, margháttað tillitsleysi
í samskiptum við dýr jarðar,
ennfremur fátækt víðs vegar um
heim og, síðast en ekki síst, of-
fjölgun mannkyns. Takist ekki
að ráða bót á vofir yfir meiri eyð-
ing á jörðinni en mun hafa átt
sér stað þegar risaeðlurnar liöu
undir lok fyrir 65 milljónum ára.
Á ráðstefnunni í Ríó voru lögö
drög að alþjóðlegri fram-
kvæmdaáætlun til að vinna gegn
frekari umhverfisspjöllum í
heiminum og stuðla að lífvæn-
legri framvindu, öðru nafni sjálf-
bærri þróun. Undirritaðir voru
alþjóðasáttmálar um verndun
andrúmsloftsins og viðhald og
fjölbreytileika lífsins á jörðinni.
Ánægjulegt er til þess að vita
að hin íslenska sendinefnd á
vegum umhverfisráðuneytis bjó
sig vel undir ráðstefnuna í Ríó
og hafði hún margt gott til mál-
anna að leggja. í fyrirrúmi var
forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, og er skelegg afstaða
hennar til umhverfismála hik-
andi íslendingum og íbúum
annarra landa til eftirbreytni.
En hér má ekki láta staðar
numið. Fátt mundi, að mati
greinarhöfundar, jafnast á við að
koma á fót miðstöð alþjóölegra
umhverfis- og þróunarmála á
sögufrægum stað á Islandi,
Odda á Rangárvöllum. Þ.j.
22 heilbrigðismAl 1/1992