Heilbrigðismál - 01.03.1992, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.03.1992, Blaðsíða 16
HEILBRIGÐISMÁL / Jónas Ragnarsson Mengun er vandi allra manna Ávarp forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio de Janeiro, 12. júní 1992 Herra forseti! Ég vil í upphafi máls míns flytja yður og ríkisstjórn Brasilíu þakkir fyrir að hafa tekið að yður að halda umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, fjölmennasta leiðtoga- fund sem nokkru sinni hefur verið efnt til. Hvað er það sem greinir mann- inn frá öðrum lífverum? Pað er hæfileiki hans til að tjá sig í orðum og sömuleiðis umfang athafna hans, sem nú geta umbreytt nátt- úrunni og ekki aðeins hagrætt henni. Ástæðan fyrir veru okkar hér er í raun og veru sú að maður- inn hefur dregið sig út úr náttúr- unni og leitast við að ráðskast með hana og þrælka hana í stað þess að starfa með henni. Von okkar byggist að sjálfsögðu einnig á hæfni mannsins til orðs og æðis. Við erum að byrja að gera okkur grein fyrir vandanum og Óbætanlegt tjón Talið er að um þrjátíu milljónir tegunda plantna og dýra lifi á jörðinni, en að- eins um helmingi þeirra hef- ur verið lýst í ritum náttúru- fræðinga og miklu færri hafa verið rannsakaðar. Nú lítur út fýrir að um fjórðungi tegunda verði útrýmt á næstu þrjátíu árum. Ekki er vitað nákvæmlega hve margar tegundir líða undir lok dag hvern en fjöldinn er áætlaður milli 40 pg 140. Jafnvel lægri talan er geig- vænleg. Hafa skal í hugá áð missir hverrar einustu teg- undar er öbætanlegur. Hvarf tégundar er urn aldur og aavi því að, segja má að hún eigi rætur að rekja 3500 milljón ár aflur í tímann, til uppháfs lífs á jörðinni. ,í>“/. skipuleggja viðbrögð. Rétt er að hafa hugfast að þær spurningar sem við finnum ekki svör við hér veröa áfram á dagskrá mannkyns- ins, einfaldlega af því að þær hafa verið bornar fram, og þar verða þær ekki látnar niður falla fyrr en lausn hefur fundist. Fari hins vegar svo að okkur mistakist að fylgja yfirlýsingum okkar eftir með samstilltu og ár- angursríku átaki um heim allan þá eigum við á hættu að glata trú heimsins á lreilindi okkar og hæfni til að glíma við vandann. Það er því skylda okkar að gera ekki að- eins áætlanir heldur vekja traust manna og gefa gott fordæmi. Mengun er alþjóðavandi, vandi allra manna. Skáldið John Donnc sagði að enginn væri eyland og í ljósi umhverfismála eru heldur engin eylönd lengur eylönd. ‘Eins og allir vita byggja Islendingar af- komu sína á auðlindum hafsins. Á alþjóðavettvangi höfum við gerst talsmenn þess að gripið sé til að- geröa til verndar lffríki sjávar, og því fögnum við vísbendingum um að sameiginlega verði brugðist við alvarlegustu hættum sem steðja að höfunum, sem felast meðal annars í þrávirkum eiturefnasamböndum og kjarnorkuúrgangi. Við fögnum einnig þeim skuld- bindingum sem menn hafa hér sameinast um til að vernda lífverur hafsins og nýta þær hófsamlega, og viðurkenningu þess að strand- rfki hafi rétt á að hagnýta sér veið- ar þeirra innan skynsamlegra marka. Þótt samþykktar séu ályktanir á ráðstefnu sem þessari verður eng- in raunveruleg og varanleg breyt- ing til batnaðar á umhverfisvanda okkar nema almenningur taki þátt í lausn hans um gjörvallan heim- inn. Á Norðurlöndum var liðið ár sérstaklega tileinkað umhverfis- vernd. Þá fólst eitt athyglisverð- asta framtakið í myndun svo- nefndra „grænna fjölskyldna" í ýmsum norrænum borgum, en þær leituðust við að kanna hvern- ig þær gætu sem best hagað lífi sínu til gagns fyrir umhverfisvernd með viðhorf til jákvæðrar lífsstefnu að markmiði. Þessar grænu fjöl- skyldur - fullorðnir sem unglingar og börn - báru saman árangur sinn að árinu liðnu og mynduðu með sér vináttuhóp sem stöðugt stækk- ar. Fjöldaaðgerðir og skipulögð átök hafa þegar skilað uppörvandi ár- angri, þótt ef til vill fari ekki mikið fyrir honum í stórum heimi. Á ís- landi búa 0,005% af íbúum jarðar- innar og þar eru gróðursettar 4 milljónir trjáplantna árlega, sem samsvarar 16 trjám á hvern íbúa. Ár hvert eru gróðursettar hér á landi sextán trjáplöntur á hvern Islending. 16 HEILBRIGÐISMÁL 1/1992

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.