Heilbrigðismál - 01.12.1995, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.12.1995, Blaðsíða 4
Jóhannes Long Hætt er við að viðvaran- irnar á tóbaksvörum, sem þóttu mjög merkar á sínum tíma og voru taldar til fyrirmyndar, fari að hætta að sjást og nýjar og minni merking- ar komi í þeirra stað. leg áhrif á heilsu". Á sígarettupakka koma auk þess til skiptis níu textar (sjá ramma), fjórir mis- munandi textar á vindla og reyktóbak en á um- búðum reyklauss tóbaks (m.a. neftóbaks) skal standa: „Veldur krabba- meini." Það telst til nýjunga að á hlið sígarettupakka skulu prentaðar upplýs- ingar um tjöru og nikótín í viðkomandi tegund. Magn þessara efna getur verið mismunandi mikið en ekki eru allir á eitt sáttir um hvort „léttar" sígarettur séu nokkuð skárri en aðrar. Hollari fæða á Reykjalundi Matreiðsluaðferðum í eldhúsinu á Reykjalundi hefur verið breytt í takt Nýjar viðvörunarmerkingar á sígarettupökkum • Reykingar valda krabbameini • Reykingar valda hjartasjúkdómum • Reykingar valda banvænum sjúkdómum • Reykingar valda dauða • Reykingar á meðgöngu skaða fóstrið • Verndið börnin - látið þau ekki anda að sér tóbaksreyk • Reykingar þínar eru heilsuspillandi fyrir þá sem eru nálægt þér • Ef þú hættir að reykja dregur þú úr líkum á alvarlegum sjúkdómum • Reykingar valda fíkn Innlent Minni merkingar Viðvörunarmerkingar þær sem verið hafa á umbúðum tóbaksvara hér á landi síðustu tíu ár gætu brátt farið að heyra sögunni til. Islendingar verða nú að hlýta sam- ræmdum merkingaregl- um á Evrópska efnahags- svæðinu og geta átt von á nýjum merkingum jafn- hliða þeim gömlu, sam- kvæmt nýrri reglugerð frá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. I stað myndskreyttra viðvarana sem voru 12 fersentimetrar (30x40 mm), koma viðvörunar- textar sem þurfa ekki að þekja nema 4% af tveim- ur stærstu flötum sígar- ettupakka, eða um 3,5 fersentimetra, og mega vera enn minni á öðrum tóbaksvörum, eða sem nemur 1% heildarflatar- máls umbúðanna. Á allt tóbak skal setja svohljóðandi viðvörun: „Tóbak hefur mjög skað- við manneldismarkmið. Þetta kemur fram í SÍBS- fréttum, í viðtali við Geir Þorsteinsson matreiðslu- mann. Hann segir að lögð sé rík áhersla á að fituinnihald sé rétt og af matseðlinum hafa horfið saltfiskur, saltkjöt, reykt kjöt, hamsatólg og bráðið smjör. Allur matur er gufusoðinn, þurrsteiktur eða gufusteiktur. Að jafnaði eru 260-280 manns í fæði á dag á Reykjalundi. Sumir þeirra eru hjartasjúkling- ar í endurhæfingu, en hjá þeim er rétt mataræði hluti af meðferð. Allra karla elstir „Meðalævi karla er lengst á Islandi," segir í Hagtíðindum þar sem birtir eru útreikningar á meðalævilengd 1993-1994. Islenskir karlar geta vænst þess að lifa í 77 ár en konur í 81 ár. I ritinu segir að eftir nýjustu töl- um sé meðalævi kvenna lengst í Japan, 82,1 ár, í Frakklandi er hún 81,8 ár og í Sviss 81,6 ár, en ís- lenskar konur eru í fjórða sæti. Árangur af brjóstamynda- tökum Eftir að skipuleg hóp- leit með brjóstamynda- töku hófst hjá Krabba- meinsfélaginu fyrir átta árum greinist brjósta- krabbamein oftar en áður á fyrstu stigum sjúk- dómsins, minna er um að konur finni hnút við sjálfsskoðun og algeng- ara er að lítil skurðað- gerð sé látin nægja. Þetta kom fram þegar lækn- arnir Gunnar Mýrdal og Þorvaldur Jónsson athug- uðu upplýsingar um konur sem gengust undir skurðaðgerð á Borgar- spítalanum vegna brjóstakrabbameins á tímabilinu frá 1982 til 1992. Sem dæmi má nefna að árin 1982-87 var svonefndum fleygskurði (takmarkaðri aðgerð) beitt í 24% tilfella en í 52% tilfella árin 1988-92. Mikilvægi röntgen- myndatöku af brjóstum hefur verið undirstrikað með nýrri íslenskri rannsókn. - \r |f í. H v l « S \ . 1 f -■ JM * 4 HEILBRIGÐISMÁL 4/1995

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.