Heilbrigðismál - 01.12.1995, Qupperneq 5
Tómas Jónasson - Siguröur Stefán Jónsson
Grænmetis- og ávaxta-
neysla er of lítil að mati
lækna og næringarfræð-
inga.
Minnst af
hollustunni
Kjöt vegur þyngst í
vísitölu neysluverðs, sem
Hagstofan reiknar út.
Hlutur kjöts er 23%,
mjólkurvörur eru 20%
vísitölunnar, kornvörur
16%, grænmeti og ávextir
14% og fiskur 6%, svo að
helstu flokkar séu nefnd-
ir. Þetta kom fram á
fundi sem Manneldisfé-
lagið hélt í nóvember um
verðlag á grænmeti.
í samanburði við
önnur lönd í Evrópu
er grænmetisneysla
hér á landi í lágmarki,
kjötneysla í meðalagi
en neysla mjólkurvara
með því mesta sem
þekkist.
í rétta átt
Síðustu tvö ár hefur
dregið úr reykingum
nemenda á fyrsta ári (í
þriðja bekk) í Verzlunar-
skóla Islands, samkvæmt
könnunum sem Sveinn
Magnússon skólalæknir
hefur gert. Haustið 1993
reyktu um 16% nemend-
anna, haustið 1994 um
14% og haustið 1995 um
9%. Sem fyrr er ástandið
betra hjá piltum en stúlk-
um, um 5% piltanna
reykja en 12% stúlkn-
anna.
„Það deyr aldrei
neinn á Kleppi"
Tómas Helgason próf-
essor og yfirlæknir á geð-
deild Landspítalans segir
í viðtali við tímaritið
Geðhjálp að umfjöllun
um geðheilbrigðismál
hafi að ýmsu leyti breyst
í jákvæða átt á síðustu
árum. A hinn bóginn sé
neikvæðnin enn til stað-
ar. „Flestir óttast það
helst að deyja eða missa
vitið og þykir skömm að
því síðara," segir Tómas.
„Þess vegna eru geðsjúk-
dómar enn feimnismál
sem ekki er talað um.
Það getur verið skrýtið
að lesa minningargreinar
um fólk sem hefur verið
veikt af geðsjúkdómum í
fjölmörg ár en sjá þess
ekki getið einu orði. Fyrir
langa löngu sagði kona
sem var á Kleppi við
mig: Ég verð eilíf, það
deyr aldrei neinn á
Kleppi."
Geðsjúkdómar eru enn
feimnismál, segir Tómas
Helgason prófessor í
geðlækningum.
Spurt
Herta fitan
og heilsufarið
Hvaða áhrif hafa svo-
nefndar transfitusýrur í
matvælum á heilsu
fólks?
Baldur Hjaltason efna-
fræðingur og framkvæmda-
stjóri Lýsis hf. svarar:
I kjölfar greinar sem
birtist í tímaritinu Lancet
árið 1993 hefur umræða
um áhrif transfitusýra á
heilsuna aukist og eru
nefndir til sögunnar
kransæðasjúkdómar,
krabbamein og fóstur-
skaðar.
Transfitusýrur komast í
fæðu eftir tveim leiðum.
Annars vegar myndast
þær í vömb jórturdýra og
eru þær því í mjólk,
mjólkurafurðum og fitu í
kjöti. Hins vegar mynd-
ast þær við herslu á
jurtaolíum og sjávar-
dýraolíum til notkunar í
matvælaiðnaði. Til-
gangurinn er að fram-
leiða afurð með eig-
inleika sem henta til mat-
vælaframleiðslu.
Bræðslumarkið hækkar
og þar sem fitan verður
mettaðri þránar hún síð-
ur. Ef leitast verður við
að framleiða smjörlíki án
transfitusýra er hætt við
að auka þurfi magn
mettaðrar fitu, en það er
andstætt manneldis-
markmiðum.
Um 5% af heildar-
fitusýrum í fitu jórtur-
dýra eru transfitusýrur.
Styrkur transfitusýra í
smjörlíki er breytilegur
eftir tegundum og lönd-
um. Til dæmis kemur
helmingur transfitusýra í
fæðu í Danmörku úr
smjörlíki.
I áðurnefndri grein í
Lancet var sýnt fram á
að hjá þeim konum sem
neyttu meira en 20
gramma af smjörlíki á
dag jukust líkur á krans-
æðastíflu um 50%. Aðrir
hafa dregið þessar niður-
stöður í efa. Margt bend-
ir til þess að transfitusýr-
ur keppi við fjölómettað-
ar fitusýrur um
ensímhvörf í líkamanum.
Þá sýna rannsóknir á
blóðfitu að neysla trans-
fitusýra eykur styrk
óæskilegra lípópróteina
(LDL) en styrkur æski-
legra lípópróteina (HDL)
stendur í stað eða lækk-
ar.
Litlar upplýsingar
liggja fyrir um samband
transfitusýra og krabba-
meins, faraldsfræðileg
gögn eru takmörkuð og
engar tilraunir styðja það
að tengsl séu til staðar.
Eins og gefur að skilja
fá fóstur og brjóstabörn í
sig transfitusýrur í sam-
ræmi við það hvað móð-
irin borðar. Enn hefur
ekki verið sýnt fram á að
transfitusýrur hafi áhrif á
heilsu eða þroska á
fyrstu mánuðum eða ár-
um í lífi barna. Það veld-
ur þó áhyggjum að trans-
fitusýrur hafa áhrif á
framleiðslu fjölómettaðra
fitusýra í líkamanum,
eins og áður sagði.
Full ástæða er til að
halda styrk transfitusýra
í matvælum í lágmarki,
án þess að auka hlut
mettaðrar fitu. Besta ráð-
ið er að draga úr fitu-
neyslu í heild.
HEILBRIGÐISMAL 4/1995 5