Heilbrigðismál - 01.12.1995, Qupperneq 6

Heilbrigðismál - 01.12.1995, Qupperneq 6
Erlent Sígilt og seðjandi Það er ekki sama hvaða tónlist er leikin á veitingastöðum og í mat- sölum. Þeir sem hlusta á rólega og sígilda tónlist fá sér þrjá bita á mínútu en fimm bita ef þeir hlusta á hraða og takt- fasta tónlist, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Rólega tón- listin hefur þau áhrif að fólk nýtur matarins betur og fær fylli sína af orku- minni fæðu en annars væri. Health, nóvember-desember 1995. Sól og fita vinna saman Mikil sólböð eru helsti áhættuþáttur húðkrabba- meins en nú hefur verið bent á annan þátt sem hefur einnig áhrif: Þeir sem borða fituríka fæðu eru í meiri hættu en þeir sem reyna að takmarka fituneyslu. Þetta kom fram í rannsókn sem gerð var við háskóla í Houston. Fituneysla var einnig tengd aukinni tíðni forstiga húðkrabba- meins. Eftir sem áður eru það útfjólubláir geislar sem mestu skipta, en mót- stöðuafl líkamans virðist ráðast að einhverju leyti af neysluvenjum. Harvard Health Letter, nóvember 1995. Meiri ánægja að morgni Ef þú vilt vakna hress er ráðið að fara snemma að sofa. Þetta eru gömul sannindi - og ný, sam- kvæmt bandarískri rann- sókn. Fylgst var með því hvenær fólk fór að sofa og hve lengi það svaf. Jafnframt var athugað hvort fólkið taldi sig vel eða illa upplagt að morgni. Niðurstaðan var sú að þegar farið var snemma að sofa var morgunstundin ánægju- legri en annars, jafnvel þótt svefntíminn væri ekki lengri en venjulega. Prevention, nóvember 1995. Ljós allan sólarhringinn Notkun ökuljósa jafnt að degi sem nóttu eykst stöðugt, enda hefur verið sýnt fram á að með því móti sé hægt að fækka umferðarslysum. Sænskir bílar hafa í nokkur ár verið þannig búnir að ljós kvikna alltaf þegar bílvélin er gangsett. Nú er stefnt að því að allir bandarískir bílar verði eins búnir. Health, nóvember-desember 1995. Ökuljós gera gagn jafnt að degi sem nóttu. Mokið með gát Læknar í Michigan í Bandaríkjunum hafa kannað hvaða áhrif það hefur á hrausta menn að moka blautum snjó. Tveggja mínútna mokst- ur þeirra sem þátt tóku í rannsókninni jók hjart- sláttinn meira en mælt er með í þolfimi og tíu mín- útna mokstur sló út erf- iðustu líkamsræktaræf- ingar. Að meðaltali mok- uðu mennirnir burt hundrað kílógrömmum af snjó á mínútu, eða einu tonni á tíu mínút- um. Þar við bætist að við snjómokstur andar fólk að sér köldu lofti, sem hefur ekki góð áhrif á hjartslátt og blóðþrýsting. Þeir sem eru veilir fyr- ir ættu að fara varlega í að moka gangstéttina eða innkeyrsluna ef þeir vilja komast hjá brjóstverk, óreglulegum hjartslætti eða jafnvel hjartaáfalli. Health, nóvember-desember 1995. Hægt að gera betur Aðeins annar hver bandarískur unglingur sem reykir segir að lækn- ir hafi varað sig við hætt- unni sem fylgir reyking- um. Rannsóknir sýna að líkur á að fólki takist að hætta tvöfaldist ef læknir segir reykingamanninum að gera það. American Medical News, desember 1995. Hvenær er rétti tíminn? Þegar karlmenn eru á þrítugsaldri telja þeir sig vera svo hrausta að þeir þurfi ekki að leita læknis, á fertugsaldri eru þeir of uppteknir og á fimm- tugsaldri of hræddir. Health, nóvember-desembcr 1995. Eru þessar baunir enn eitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn sjúk- dómum? Nokkrar rann- sóknir sýna það. Neysla sojabauna eða afurða úr þeim virðist draga úr kólesteróli í blóði og þannig geta minnkað hættu á hjarta- og æða- sjúkdómum. Jafnframt telja sumir að með neyslu þeirra megi lækka tíðni brjósta- krabbameins. Hreinna loft í höllinni Haraldur Noregskon- ungur og Sonja drottning hafa ákveðið að hætta að hafa sígarettur á borðum í opinberum móttökum í höllinni. Jafnframt verða reykingar bannaðar í að minnsta kosti einum sal í matarveislum. Roykfritt, desember 1995. Hætt að aukast Dánartíðni úr brjósta- krabbameini í Englandi og Wales lækkaði um meira en tíu af hundraði frá 1989 til 1993, ef miðað er við aldurshópinn 20- 79 ára. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var því að tíðnin hafði aukist jafnt og þétt frá því um 1960. Líklegt er að lykillinn að þessu sé að sjúkdómurinn greinist fyrr en áður og að með- ferð hafi batnað. Lancet, desember 1995. 6 HEILBRIGÐISMÁL 4/1995

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.