Heilbrigðismál - 01.12.1995, Side 8
Hallgrímur Einarsson (Minjasafnið á Akureyri)
Gamalt
Þjóðartekjur
og heilsuvernd
Auknar þjóðartekjur
samfara þeim jöfnuði lífs-
kjara er endist til að
bægja á burt annars veg-
ar skorti örbirgðar og
hins vegar óhófi ofnægta
er vafalaust hin algild-
asta heilsuvernd.
Vilmundur jónsson landlæknir
(f. 1889, d. 1972). Heilbrigt llf,
1944.
Ófrjálslegar
konur
Tíðateppa er mjög tíð-
ur kvilli, einkum hjá
ógiftu kvenfólki. Megin-
orsök þessa kvilla virðast
vera of miklar kyrrsetur.
Það er ekki einungis að
kvenfólk sækir engar
skemmtanir eða nýtur
annarrar tilbreytni í dag-
legu lífi, en það veldur
því að þær eru ófrjálsleg-
ar í allri framkomu og
umgengni, þögular og
þunglyndar, heldur
stuðlar einnig að þessu
sama að þær sitja inni
við ullarvinnu og önnur
störf mestan hluta ársins
nema stuttan tíma á
sumrin. Hér við bætist
það einnig að við vinnu
sína sitja þær ekki á
bekkjum eða stólum
heldur á gæruskinni,
sessu eða dýnu, sem
breitt er á gólfið, á líkan
hátt og skraddarar sitja.
Vafalaust eru það fleiri
orsakir sem valda vondu
heilsufari kvenfólks, þótt
enginn veiti þeim athygli
né láti sig þær nokkru
skipta.
Eggert Ólafsson (f. 1726, d.
1768): Fcröabók Eggerts Ólafs-
sonar og Bjarna Pálssonar um
ferðir þeirra á íslandi árin 1752-
3757. Útg. 1943.
Spillt loft
Því er áreiðanlega of
lítill gaumur gefinn hér á
landi að loftið er fæða,
engu síður nauðsynleg
en matur og drykkur,
þótt það kosti ekki neitt.
Ég geri ráð fyrir að þetta
sé samt aðalorsökin til
þess að menn hirða svo
lítið um að afla sér þess
og halda því hreinu.
Spillt loft er engu heil-
næmara en úldinn og
skemmdur matur. Það er
í raun réttri jafn fráleitt
að anda að sér aftur lofti
sem hefur spillst af
kolsýru og öðrum úr-
gangi úr líkama vorum,
lofti sem er margbúið að
ganga gegnum lungun,
eins og að neyta annara
úrgangsefna líkamans.
Gtiðmundur Magnússon
prófessor (f 1863, d. 1924).
Eir, apríl 1899.
Hófleg gleði
Rósamt líf útibyrgir
engan veginn saklausa,
skynsamlega og hóflega
gleði og gaman. Gleði,
fjör og hreyfing er æsku-
mannsins hálfa líf og
framan af að kalla hans
heila líf. Allt þetta er
honum og nauðsynlegt;
en gleðin má ekki verða
að ofkæti, fjörið ekki að
galsa, hreyfingin ekki að
svæsni, þegar því er stýrt
með hófi, þegar það leið-
ist af skynsemi og sið-
semi, er það allt saman
náttúrunnar meðal til að
vekja andann, hvíla,
hressa og örva lífs og sál-
ar krafta; en andinn má
ekki drukkna í gleðinni,
og kraftarnir ekki sljóvg-
ast og eyðast af fjörinu,
heldur á hvort tveggja að
endurhressast og styrkj-
ast.
Sveinbjörn Egilsson rektor
(f. 1791, d. 1852). Úr ræöu
viö vígslu húss Reykjavíkur-
skóla, 1846. Mannfundir, 1954.
Gamli spítalinti á Akur-
eyri var í þessu húsi,
Aðalstræti 14, sem enn
stendur. í bók Steindórs
Steindórssonar Akttr-
cyri, Itöfuðborg Itins
bjarta norðttrs, er sagt
frá því að Eggert John-
sen læknir hafi látið
reisa húsið árið 1833 og
er það talið fyrsta tví-
lyfta íbúðarhúsið hér á
landi. Friðrik C. M.
Gudmann kaupmaður
keypti húsið og gaf Ak-
Líf og tími
Sá sem fer gálauslega
með tímann eða glatar
honum glatar meira eða
minna úr sínu eigin lífi
og ef til vill allri lífsham-
ingju sinni.
Ágúst H. Bjarnason
prófessor (f. 1875, d. 1952).
Samtíð og saga, 1941.
Með glöðu geði
Þó að fátæktin banni
íslendingum sömu risnu
og forfeður þeirra höfðu
þá vantar þá síst viljann.
Þeir veita þann beina
með glöðu geði sem þeir
framast mega og fögnuð-
ureyrarbæ það fyrir spít-
ala sem var vígður í júlí
1874, að viðstöddum
landshöfðingja, og hlaut
nafnið J. Gudmanns
Minde. Sjúkrastofur með
átta rúmum voru á efri
hæð en á þeirri neðri bjó
læknir og síðar spítala-
haldari. I spítalanum var
einnig bað sem almenn-
ingur átti kost á að nota
einu sinni í viku. Nýr
spítali leysti þennan af
hólmi árið 1898.
urinn ljómar úr augum
þeirra þegar gesturinn
gerir sér hann að góðu.
Ef farið er að réttum
landssiðum heilsar gest-
urinn með kossi á munn-
inn, körlum jafnt sem
konum, mæðrum og
dætrum.
íslendingar eru greið-
viknir og tryggir og frá-
bærlega hlýðnir yfirboð-
urum sínum. Trúaðir eru
þeir og kirkjuræknir, en
ekki lausir við hjátrú.
Ættjarðarást þeirra verður
ekki með orðum lýst og
hvergi líður þeim jafnvel
og á heimaslóðum.
Uno von Troil biskup (f. 1746, d.
1803). Bréffrá íslandi. Útg. 1961.
8 HEILBRIGÐISMÁL 4/1995