Heilbrigðismál - 01.12.1995, Blaðsíða 9
Hársbreidd
milli gleði
og sorgar
I kvöld er veðrið svo
vont, og svo kalt og svo
dimmt. En það er hlýtt
og bjart í kvöld inni í
stofu minni. Ég gleymdi
að loka hlerunum mín-
um, svo það er ekki
nema örþunnt gagnsætt
rúðugler á milli hitans
inni og kuldans úti, á
milli birtunnar inni og
náttmyrkursins úti. Þann-
ig er líka oft í lífinu ekki
nema hársbreidd á milli
hins góða og hins mis-
jafna, milli gleðinnar og
sorgarinnar; ekki nema
gagnsæ, brothætt gler-
girðing á milli þess að
eiga og þess að missa, á
milli birtunnar og hitans
í hjartanu og hins gagn-
stæða.
Úr bréfi frá séra Bjarna Þor-
steinssyni á Siglufirði (f. 7861,
d. 1938) til séra Matthíasar
Jochumssonar á Akureyri, vetur-
inn 1890. Birt í bókinni Ómar
frá tónskáldsævi, 1961.
Læknislyf
úr ríkjum
náttúrunnar
Náttúrusagan kennir
mönnum að þekkja alla
þá hluti í ríkjum náttúr-
unnar sem í landinu
finnast og til hvers þá
megi nota til fæðu og
lækninga, jafnt mönnum
sem dýrum. í landinu er
nægilega mikið af lækn-
ingaplöntum og öðrum
læknisdómum sem nota
má gegn flestum sjúk-
dómum með miklu betri
árangri en erlend læknis-
lyf. Landsmenn yrðu
áreiðanlega fúsir til að
lesa um þessi lyf og nota
þau ef þeir væru fræddir
um þau.
Jón Eiríksson konferensráð
(f 1728, d. 1787). Um viðreisn
íslands, útgefið 1768, endur-
útgefið 1985.
Skáldið segir konur hafa
haldið lífi í þjóðinni.
Óbugandi kjarkur
íslenskar konur hafa
aldrei látið sinn hlut eftir
liggja. Frá þeim fengu
börn þeirra hreysti og
áræði, ekki síður en feðr-
um sínum. Þær eggjuðu
aðra, ekki aðeins með
orðum heldur einnig
með gerðum, og létu gott
af sér leiða hvar sem því
varð við komið. Fórnfýsi
þeirra, hjálpsemi og
óbugandi kjarkur hafa
frá öndverðu að því
stuðlað að þjóðin hélt
vöku sinni og lífi til
þessa dags.
Davíð Stefánsson skáld
(f. 1895, d. 1964).
Því gleymi ég aldrei, 1962.
íhugunarefni
Mér hefur virst það
eitt af hinum frjósömustu
íhugunarefnum, sem
mannar manninn, að
skoða lífið frá sjónarmiði
dauðans og dauðann frá
sjónarmiði lífsins.
Sigurður Nordal prófessor
(f. 1886, d. 1974).
Líf og dauði, 1940.
Sagt
Sparað með
heilbrigði
Er ekki löngu kominn
tími til að hætta þessari
neikvæðu umræðu um
heilbrigðiskerfið, þar sem
einblínt er á kostnað
þess, og ræða heldur um
hve mikið við spörum
okkur sjálfum - og þjóð-
félaginu í heild - þegar
við erum heilbrigð. Og
hvers virði er sá fjöldi
sjúklinga sem fær bata
fyrir ágæta umönnun vel
menntaðs starfsliðs á vel-
búnum sjúkrahúsum?
Jónas Gíslason vígslubiskup.
Morgunblaðið, 3. desember 1995.
Óskakerfið
Við þurum að gæta
okkar mjög vel á því að
sigla ekki í kjölfar banda-
ríska heilbrigðiskerfisins.
Það væri slys. I draum-
um okkar sem stýrum ís-
lenska heilbrigðiskerfinu
samanstendur óskakerfið
sennilega af jafnrétti ís-
lendinga, tækni og gæð-
um Bandaríkjamanna og
kostnaði Bretanna.
Davíð Á. Gunnarsson forstjóri
Ríkisspítalanna. Helgarpóstur-
inn, 26. október 1995.
Mannréttindi
Tilveran á ekki að
þurfa að hrynja þegar
einstaklingur veikist.
Ekki heldur tilvera að-
standenda. Fólk á ekki að
missa mannréttindi sín
eða virðingu við veik-
indi. Það eru mannrétt-
indi að geta beðið um
nauðsynlega þjónustu í
veikindum. Það eru
mannréttindi að hlustað
sé á orð manns.
Magnús Þorgrímsson sálfræð-
ingur. Morgunblaðið, 7. október
1995.
Má ekki berjast betur
gegn vímuefnum?
Alvarlegt
vandamál
Varla leikur nokkur
vafi á því að ofneysla
vímuefna, áfengis og
fíkniefna, er að verða eða
er þegar orðin eitt alvar-
legasta vandamál þjóðar-
innar. Samt er ekki að sjá
að neitt ofurkapp sé á
það lagt að snúast gegn
þessum vanda. Enginn
vafi er þó á því að unnt
væri að ná umtalsverð-
um árangri ef menn
sneru sér að því af alefli.
Njörður P. Njarðvik prófessor.
Morgunblaðið, 25. október 1995.
Sigrar og ósigrar
Það má aldrei missa
vonina um að sjúklingur
fái betri heilsu. Það þarf
að taka ósigrum og fagna
litlum sigrum. Maður
þarf að vera raunhæfur
en þetta er mikill jafn-
vægisgangur því
svartsýni smitar sjúkling-
inn.
Sigmundur Sigfússon geðlæknir.
Dagur, 14. október 1995.
HEILBRIGÐISMÁL 4/1995 9