Heilbrigðismál - 01.12.1995, Side 10

Heilbrigðismál - 01.12.1995, Side 10
Svefn og vaktavinna: Eifitt að sofa þegar aðrir vaka Grein eftir Júlíus K. Björnsson Það er manninum eðlilegt að vaka á daginn og sofa á nóttunni. Þessi eiginleiki hans endurspeglast í samfélaginu öllu, þar sem flest af því sem menn gera fer fram á dag- inn. Þó verður hluti þeirra starfa sem þarf að sinna að fara fram á kvöldin eða á nóttunni en það krefst þess að fólk vinni á „óvenju- legum" tíma. Klukkan í líkamanum I líkama mannsins er klukka sem stýrir því hvenær menn sofa og vaka. Ahrif hennar endurspeglast í reglubundnum breytingum á hita- stigi líkamans, sem verða á hverj- um sólarhring, þannig að hitinn er hæstur um miðjan dag og lægstur seinni hluta nætur. Dægursveifla mannsins hefur jafnframt þann eig- inleika að vera nokkuð stöðug og föst í sessi og getur verið erfitt að breyta henni. Flestir þeirra sem vinna breytilega vaktavinnu hafa fundið fyrir þessu. Rannsóknir sem hafa verið gerð- ar á vaktavinnufólki sýna að það fær að jafnaði um sjö klukkustund- um styttri svefn á viku en fólk í sömu störfum sem vinnur á dag- inn. Rannsóknir hafa einnig sýnt að allt að 20% vaktavinnufólks kvartar um slæman svefn. Á sama hátt virðist óvenjumikil syfja og þreyta vera mun algengari meðal þeirra sem vinna vaktavinnu en þeirra sem vinna á reglulegum tíma. Verra að sofa á daginn Tvær megin ástæður eru fyrir því að svefn þeirra sem sofa á dag- inn er truflaður og þeir eru syfjaðri en aðrir þegar þeir vaka. í fyrsta lagi er erfiðara að sofa á daginn því hvers kyns hávaði getur truflað svefninn, þó svo að hinn sofandi maður verði þess ekki var. I öðru lagi, og það skiptir sennilega meira máli, er það staðreynd að þegar fólk sefur á þeim tíma þegar lík- amsklukkan segir að hann ætti að vaka verður svefninn léttari, lausari og verri. Hlutverk líkamsklukk- unnar er meðal annars að undirbúa líkama og huga undir það að sofa og vaka á ákveðnum tímum. Ef reynt er að sofa á öðrum tíma getur það reynst erfitt, vegna hvers kyns örvunar sem tilheyrir í raun og veru því að vera vakandi. Á sama hátt getur reynst erfitt að vaka þeg- ar líkams- og hugarstarfsemin er tilbúin til þess að sofa og því fylgir oft mikil syfja, þreyta, þróttleysi, kuldatilfinning og skortur á athygli og eftirtekt. Þreytan hleðst upp Þeir sem vinna á óvenjulegum tímum þurfa oft að skipta um vinnutíma. Fólk fer af morgunvakt yfir á kvöldvakt og síðan á nætur- vakt og er jafnvel aðeins nokkra daga á hverri vakt. Flestir vakta- vinnumenn finna mikið fyrir þess- ari skiptingu, sérstaklega ef hún er viðvarandi, sem ákaflega þreyt- andi. Vitað er að líkamsklukkan er fimm til sjö daga að endurstilla sig. Því miður fær vaktavinnufólk sjaldan tækifæri til þess að laga lík- amsklukku sína að nýjum vinnu- tíma. Af þessum sökum er ákaflega algengt að syfja og svefnleysi safn- ist upp hjá vaktavinnufólki, að minnsta kosti meðan á hverri vinnutörn stendur. Viðkomandi reynir síðan að vinna það upp næst þegar hann fær nokkurra daga frí. Eftir löng tímabil af slíkri vinnu hafa margir vaktavinnumenn lent í því að erfiðara og erfiðara verður að vinna upp svefntapið og hamla gegn þreytunni. Því hefur vakta- vinnan ekki einungis áhrif á félags- leg tengsl þeirra sem vinna þegar aðrir eiga frí, heldur gerir hún það stundum að verkum að viðkom- andi er ekki vel upplagður og ef til vill þreyttur og syfjaður þegar Hvað er hægt að gera? • Skipuleggja vaktavinnuna í samræmi við líkamsklukkuna. • Skipta um vaktir með klukkunni, ekki á móti henni. • Hafa vaktaskipulagið sem reglulegast. • Fræða starfsmenn um svefn og svefnheilsufræði, þannig að sá svefn sem þeir fá verði sem bestur. • Tryggja nægilega góða hvíld og frí á milli vaktatímabila. • Hafa lýsingu á vinnustað þar sem unnið er á nóttunni nægilega góða, helst þannig að hún nálgist dagsbirtu. • Tryggja myrkur og hljóð hjá þeim sem sofa að deginum. • Þeir sem leggja sig stuttan tíma fyrir næturvakt bæta frammi- stöðu og líðan meira í næturvinnu heldur en ef þeir leggja sig á vaktinni, hafi þeir möguleika á því. • Athuga þarf vel hvort vaktavinna hentar viðkomandi einstakl- ingi. Þeir sem hafa stutta innbyggða dægursveiflu virðast þola óreglulegan vinnutíma verr en hinir sem hafa langa dægursveiflu og eiga gott með að vaka lengi á kvöldin og sofa út á morgnana. • Taka þarf tillit til þess að aðlögun að síbreytilegum vinnutíma verður erfiðari þegar fólk eldist. Þess vegna þarf að breyta vinnu- skipulagi þeirra sem eldri eru. /. K. B. 10 HEILBRIGÐISMÁL 4/1995

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.