Heilbrigðismál - 01.12.1995, Page 11

Heilbrigðismál - 01.12.1995, Page 11
Júlíus Sigurjónsson hann loks fær tækifæri til þess að hitta annað fólk. Vaktavinna hefur reynst vera streituvaldur í samskiptum við maka og fjölskyldu. Sá sem er á vöktum á oft erfitt með að standa sig í hlutverki maka eða foreldris, nær minni félagslegum tengslum en aðrir. Oft vindur þetta ástand upp á sig og leiðir til annarra vandamála sem erfitt getur verið að leysa úr. Þegar líkamsklukkan er að laga sig að breyttum vökutíma, eins og gerist í hvert sinn sem skipt er um vinnutíma eða vakt, er líklegt að einstaklingurinn verði þreyttur, pirraður og fái jafnvel ýmis streitu- einkenni, svo sem magaólgu eða ógleði. Erfitt er þó að ákvarða af- Margir Islendingar vinna á vökt- um en það er ekki sama hvernig skipt er urn þær. Heppilegast er talið að flytjast af morgunvakt yfir á kvöldvakt, og frá kvöldvakt yfir á næturvakt. Þetta er í samræmi við það að okkur gengur betur að vaka lengur en erfiðara að vakna fyrr en venjulega. Vaktavinna hefur áhrif á heilsufarið og truflar samskipti fólks leiðingar vaktavinnu fyrir heilsuna, þar sem þeir sem ekki þola slíka vinnu hætta henni oft fljótt og færa sig yfir á dagvinnu, sé þess nokkur kostur. Rannsóknir hafa þó sýnt aukna tíðni áfengissýki og svefn- lyfjanotkunar hjá vaktavinnufólki sem er á síbreytilegum vöktum. Einnig hafa rannsóknir sýnt aukna tíðni meltingarvandamála, maga- sárs, skeifugarnasárs og aukna hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. En til allrar hamingju hefur vaktavinna ekki sömu áhrif á alla. Til er lítill hópur manna sem vill hana frekar en reglubundna vinnu, en á sama hátt þr einnig til tiltölu- lega lítill hópur manna sem þolir hana alls ekki. Þeir sem virðast þola vaktavinnuna verst eru, að öllu jöfnu, fimmtugir eða eldri, þeir sem þurfa að jafnaði að minnsta kosti átta eða níu tíma svefn á hverjum sólarhring til þess að þeim líði vel og þeir sem að eðlisfari eru morgunhanar, þ.e. eru vanir að vakna snemma og fara snemma að sofa. Sumar rannsóknir benda til þess að konur eigi oft erfiðara með að laga sig að vaktavinnu en karlar, ef til vill vegna þeirra heimilisstarfa sem flestar konur sinna fremur en karlar og bætast oft ofan á vinnu þeirra. Áhrif vaktavinnunnar Það er mjög mikilvægt að þeir sem stunda vaktavinnu fái fræðslu um hvernig þeir geta hagað svefni sínum þannig að hin slæmu áhrif vinnufyrirkomulagsins verði sem minnst. Einnig er ákaflega mikil- vægt að við skipulagningu vakta- vinnu sé tekið tillit til þeirrar vitn- eskju sem fyrir hendi er um áhrif mismunandi vaktafyrirkomulags og reynt að koma í veg fyrir ónauð- synlegar skiptingar á milli vakta og síbreytilegan svefntíma. Þegar breytt er um vinnutíma er mikilvægt að það sé gert með því að seinka honum, þ.e. fara til dæm- is frá morgunvakt yfir á kvöldvakt, og frá kvöldvakt yfir á næturvakt. Reynslan hefur sýnt að breytingar í hina áttina eru mun líklegri til þess að skapa vandræði. Aðstæður á vinnustað hafa einnig áhrif. Þeir sem vinna á nóttunni þurfa að hafa mikla og góða birtu, helst jafngildi dagsljóss - og einnig gott myrkur þegar þeir sofa. Þetta flýtir fyrir að- lögun líkamsklukkunnar að nýju fyrirkomulagi. Jafnframt verður að vara við svefnlyfjanotkun til hjálp- ar þeim sem ekki geta sofið á dag- inn. Lyfin leiða ekki endilega til betri svefns og flýta alls ekki fyrir endurstillingu líkamsklukkunnar. Hér á landi eru þúsundir manna sem vinna vaktavinnu og því er ákaflega mikilvægt að hún sé skipulögð í sem mestu samræmi við eðlilegan takt líkamsklukkunn- ar, svo að þeir sem þannig vinna hljóti ekki af heilsutjón og/eða óhamingju sem mætti forðast með því að nýta þá þekkingu sem til er. júlíus K. Björnsson sálfræðingur starfar á Rannsóknastofu geðdeitdar Landspítalans. Hann hefur nýlega skrifað um sania cfni í Fréttabréf um vinnuvernd. HEILBRIGÐISMÁL 4/1995 11

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.