Heilbrigðismál - 01.12.1995, Qupperneq 14
dóms. Einnig geta áhrifin verið háð
því hvort gallaða genið erfist frá
föður eða móður.
Dæmi um galla
Nefna má nokkur dæmi um
erfðagalla sem rekja má til galla í
einu geni.
Huntington sjúkdómur erfist ríkj-
andi. Þetta er mjög alvarlegur sjúk-
dómur sem einkennist af vaxandi
andlegri hrörnun og truflun á
stjórn og hreyfingum. Sjúkdóms-
einkenni koma nær alltaf fram í
einstaklingum sem erfa gallaða
genið og einkenni koma fram seint
á ævinni (oftast milli 30 og 50 ára
aldurs, jafnvel síðar). Genið, sem
auðkennt er IT15, er á litningi 4.
Sjúkdómur sem nefnist Cystic fi-
brosis og veldur truflun á starfsemi
lungna og meltingarfæra, erfist
víkjandi og kemur fram snemma á
ævinni. Þetta er algengasti erfða-
galli á Vesturlöndum (tíðni um
einn af hverjum 2000). Genið,
CFTR, er á litningi 7. Þegar hafa
greinst 350 mismunandi stökk-
breytingar í þessu geni, en sex
þeirra eru lang algengastar. Þessi
sjúkdómur hefur verið nefndur í
sambandi við kembileit vegna þess
hve hann er algengur en fjöldi
breytinga í geninu gerir slíka leit
erfiða.
Vöövavisnun, bæði Duchenne
vöðvavisnun, sem er mjög alvarleg-
ur sjúkdómur og Becker vöðva-
visnun, sem er miklu vægari sjúk-
dómur, erfast kyntengt og má rekja
báða sjúkdómana til galla í sama
geni á X-litningi. Báðir sjúkdóm-
arnir eru erfðafræðilega fjölbreyttir
og stafa af mismunandi úrfelling-
um í svonefndu dystrophin geni.
Þetta er því dæmi um að breytingar
í einu og sama geninu geta leitt til
mismunandi sjúkdóma.
Flókið mál
Þessi dæmi sýna að jafnvel ein-
gena erfðagallar geta verið flóknir.
Olík vandamál tengjast greiningu,
meðferð og erfðaráðgjöf vegna
þessara sjúkdóma. Málið vandast
enn þegar um er að ræða einkenni
sem rekja má til breytinga í fleiri en
einu geni. Oft er um að ræða sam-
spil milli mismunandi breytinga
eða samspil við einhverja umhverf-
isþætti. Dæmi um flóknari einkenni
eru hjarta- og æðasjúkdómar, syk-
ursýki, mörg krabbamein, geðsjúk-
dómar og öldrunarsjúkdómar.
Reyndar á þetta við um flesta þá
sjúkdóma sem liggja í ættum og
nútíma heilbrigðiskerfi þarf að
glíma við.
Staðsetning og einangrun sjúk-
dómsgena auðveldar greiningu
erfðagalla meðal þeirra sem enn
eru heilbrigðir. Slík greining getur
verið mjög gagnleg ef hægt er að
koma í veg fyrir eða að minnsta
kosti að draga úr áhrifum sjúk-
dóms, til dæmis með breyttum lífs-
háttum eða mataræði. Einnig getur
aukinn skilningur á erfðagalla leitt
til bættrar meðferðar. Ffins vegar
má gera ráð fyrir að áhrifin yrðu
mjög neikvæð ef ekki væri hægt að
bjóða upp á neinar fyrirbyggjandi
aðgerðir eða meðferð.
Hér erum við einmitt komin að
einu erfiðasta vandamáli sem teng-
ist erfðagreiningu. Erfðaupplýsing-
ar eru mjög viðkvæmar. Þess eru
mörg dæmi, jafnvel nú þegar, að
vitneskja um arfgengan sjúkdóm
hafi neikvæð áhrif á líf fólks.
Tryggingafélög og vinnuveitendur
telja sig hafa hagsmuna að gæta.
Hver er réttur fólks í slíkum tilfell-
um? Enda þótt þú sért fullkomlega
heilbrigður getur þú verið í áhættu-
hóp, haft genabreytingu sem getur,
ef til vill, leitt til alvarlegs sjúk-
dóms einhvern tímann í framtíð-
inni. Er það okkur í hag að vita
þetta? Verðum við ekki að geta ráð-
ið því hvort erfðaefni okkar er
rannsakað - og ef við tökum þátt í
slíkum rannsóknum, hvernig slíkar
upplýsingar verða meðhöndlaðar?
Greiningaraðferð framtíðar
Erfðagreining verður mikilvægur
hluti af sjúkdómsgreiningum fram-
tíðarinnar. Þetta verður til dæmis
mikilvægt hvað snertir ýmsar teg-
undir krabbameins. Breytingar í
ákveðnum genum, svokölluðum
æxlisgenum og æxlis-bæligenum,
eiga þátt í myndun krabbameins.
Athugun á breytingamynstri í slík-
um genum í æxlisfrumum getur
gefið mikilvægar upplýsingar um
eðli sjúkdómsins og horfur sjúkl-
ings. Mismunandi genabreytingar
tengjast til dæmis mismunandi teg-
undum ristilkrabbameins. Fjölgun
eintaka (genamögnun) ákveðinna
æxlisgena tengist mjög illkynja
lungnakrabbameini og stökkbreyt-
ingar í æxlisbæligeni spá fyrir um
horfur sjúklings.
Erfðagreining verður einnig mik-
ilvæg við val á meðferð. Greining
genabreytinga í æxlisfrumum getur
til dæmis gefið mikilvægar vís-
bendingar um það hvort æxlið
muni svara ákveðinni lyfjameðferð
eða geislun. Meðferð með ákveðn-
um lyfjum og geislun beinist að því
að virkja eins konar sjálfsmorðs-
ferla í frumum. Genabreytingar
sem gera þessa ferla óvirka eru
þekktar í æxlum, en slíkar breyt-
ingar geta gert æxlisfrumur ónæm-
ar fyrir meðferð eða jafnvel flýtt
fyrir vexti þeirra. Erfðagreiningu
má svo einnig nota til að fylgjast
með hvort meðferð hafi tekist.
Hápróuð meðferð
Genalækningar beinast að lík-
amsfrumum og eru því aðeins
háþróuð læknisaðgerð. Markmið
þeirra er að lagfæra eða bæta áhrif
erfðagalla. Slíkar aðgerðir hafa því
ekkert með gerð skrímsla eða ofur-
Horft innávið
í kjarna hverrar frumu er erfða-
efni sem geymir allar upplýsingar
um eiginleika lífverunnar. Erfða-
efnið er kjarnsýra (DNA) sem gerð
er úr fjórum mismunandi gerðum
basa (GATC), sem raðast upp í
langa basaröð. Sérhver lífvera hef-
ur einstaka samsetningu erfðaefnis
og kallast það erfðamengi hennar.
Erfðamengi mannsins er í 46 litn-
ingum og á þeim eru 50-100.000 gen,
auk svæða með óþekkt hlutverk.
Gen eru einingar af erfðaefni sem
hvert um sig ákvarðar sérstaka eig-
inleika. Stökkbreytt (gölluð) gen
geta valdið sjúkdómum og kallast
þá sjúkdómsgen. Sérhvert gen er á
ákveðnum stað á ákveðnum litn-
ingi sem er þá set gensins. Einungis
eineggja tvíburar hafa nákvæmlega
eins erfðaefni en hægt er að greina
alla aðra einstaklinga í sundur með
því að skoða hjá þeim erfðaefnið.
14 HEILBRIGÐISMÁL 4/1995