Heilbrigðismál - 01.12.1995, Page 18
Ragnar Páll Einai
Landlæknaþættir / Sveinn Pálsson 1803-1804
Mikils metinn náttúrufræðingur
Grein eftir Jónas Ragnarsson
Sveins Pálssonar er helst minnst
fyrir ferðabók sem við hann er
kennd. Þar er líkt á komið með
honum og tengdaföður hans,
Bjarna Pálssyni. Þeir voru þó fyrst
og fremst læknar að atvinnu og
gegndu báðir stöðu landlæknis,
Bjarni frá 1760 til 1779 og Sveinn frá
1803 til 1804. Sveinn brúaði bilið frá
því að Jón Sveinsson lést og þar til
Tómas Klog tók við. Sjálfur segist
Sveinn hafa verið „skikkaður til að
gegna landphysicus embætti þar til
annar kæmi."
Sveinn var Skagfirðingur, fædd-
ur á Steinsstöðum í Tungusveit 25.
apríl 1762. Faðir hans var prestur
og silfursmiður og móðir hans yfir-
setukona. Fimmtán ára gamall fór
Sveinn í Hólaskóla og lauk stúd-
entsprófi 1782. Síðan hóf Sveinn
Aðstæður þær sem læknar þurftu
að búa við fyrir tveim öldum voru
erfiðar, héruðin stór og samgöngur
lélegar. Sveinn Pálsson þurfti oft
að fara yfir stórfljót á ferðum sín-
um, meðal annars í nágrenni
Vatnajökuls, en hann var einnig
brautryðjandi í jöklarannsóknum.
nám í læknisfræði hjá frænda sín-
um Jóni Sveinssyni landlækni að
Nesi við Seltjörn.
Að fjórum árum liðnum sigldi
hann til Kaupmannahafnar til
framhaldsnáms. I háskólanum þar
lagði Sveinn jöfnum höndum stund
á læknisfræði og náttúrufræði, lauk
prófi í náttúrufræði sumarið 1791
en varð að hætta við próf í læknis-
fræði vegna féleysis. Sveinn hélt
heim frá Höfn í júlí, en skömmu áð-
ur hafði hann lagst í mislinga og
„var talinn af, komst þó á fætur aft-
ur því margt var eftir ólifað," að
eigin sögn.
I fjögur sumur ferðaðist hann um
ísland á vegum náttúrufræðifélags-
ins í Kaupmannahöfn. Mesta
áherslu lagði hann á rannsóknir á
sunnanverðu landinu. A ferðum
sínum sinnti Sveinn jafnframt
lækningum því að margir leituðu
til hans. Hann gekk á Öræfajökul
fyrstur manna, 11. ágúst 1794. I
þeirri göngu áttaði hann sig á eðli
skriðjökla og lýsti því. Ef kenning
hans „hefði þá komist á framfæri
hefði það nægt til að gera nafn
Sveins ódauðlegt í sögu jarð-
fræðinnar," segir Steindór Stein-
dórsson. Hann segir einnig að á
sviði vísindanna hafi Sveinn séð og
skynjað skarpar og betur en öðrum
var gefið. Þorkell Jóhannesson segir
í Sögu Islendinga: „Leikur ekki á
tveim tungum, að Sveinn Pálsson
hafi að upplagi verið einn hinn
snjallasti náttúruskoðari, sem þjóð
vor hefir alið."
Haustið 1795 (fyrir réttum tvö
hundruð árum) festi Sveinn ráð sitt
og kvæntist Þórunni, dóttur Bjarna
Pálssonar. Sveinn vann fyrir sér við
búskap og sjóróðra- þar til hann var
skipaður héraðslæknir í austur-
hluta suðuramtsins, haustið 1799.
Því starfi gegndi Sveinn til hausts
1833 „í sínu óhæga og illa liggjandi
distrikti," eins og hann orðar það
sjálfur. Hann lést vorið 1840, tæp-
lega 78 ára að aldri. Þau Sveinn og
Þórunn bjuggu lengst að Kotmúla í
Fljótshlíð og Syðri-Vík í Mýrdal. Af
fimmtán börnum komust sjö til
fullorðinsára.
Arum saman réri Sveinn til fiskj-
ar frá hafnlausri ströndinni, til
framfærslu sér og sínum. Þar komst
hann oft í hann krappann, en ekki
síður í erfiðum lækningaferðum.
Oft þurfti að fara yfir stórfljót og er
fræg sagan um ferðir hans á hestin-
um Kóp. Mikið orð fór af lækning-
um Sveins og var hans vitjað allt
frá Reykjavík til Djúpavogs.
Nokkrar ritgerðir Sveins um
heilsufræði og læknisfræði hafa
verið gefnar út, meðal annars:
Hverjir eru helstu einfaldir sjúkdómar
sem hér í landi leggja grundvöll til
varandi heilsideysis, Registur yfir ís-
lensk sjúkdómanöfn (sjá Heilbrigðis-
mál 1/1989) og Tilraun að upptelja
sjúkdóma þá er að bana verða og orðið
geta fólki á íslandi. Auk þess þýddi
hann nokkur læknisfræðirit.
Eftir Svein liggja þó einkum rit
um náttúrufræði, bæði ferðabókin
(sem kom fyrst út á íslensku heilli
öld eftir að Sveinn lést) og önnur
rit, meðal annars um jökla og eld-
gos. Hann fylgdist vel með gosinu í
Eyjafjallajökli 1821-23 og Kötlugos-
18 HEILBRIGÐISMAL 4/1995