Heilbrigðismál - 01.12.1995, Page 20
Annáll íslenskra heilbrigðismála árið 1995:
Tilvísanakerfi, töfrasveppur
og tilsjónarmenn
Janúar
• Sagt var frá tilraun með lyfjagjöf gegn visnu í kind-
um. Tilraunin var gerð hér á landi og þykir vekja vonir
um að hægt sé að hafa áhrif á eyðniveiruna í mönnum.
• Sérstök móttaka fyrir þá sem slasast við iðkun
íþrótta var opnuð hjá forvarna- og endurhæfingarstöð-
inni Mætti í Reykjavík.
• Samtökin Lífsvog voru stofnuð til að styðja fólk sem
telur sig hafa orðið fyrir læknamistökum.
• Heilbrigðisþing var haldið í Reykjavík. Þar kom m.a.
fram að dánartíðni kvenna úr lungnakrabbameini er
einna hæst hérlendis.
Febrúar
• Minnst var 50 ára afmælis Reykjalundar, vinnuheim-
ilis SÍBS.
• Reglugerð var sett um gildistöku tilvísanakerfis frá 1.
maí. í kjölfar þess sögðu flestir sérfræðilæknar upp
samningum við Tryggingastofnun (sjá apríl og ágúst).
• Megrunarplástarar komu á markað og seldust vel.
• Tugir manna slösuðust í mikilli hálku á höfuðborgar-
svæðinu 6. febrúar.
Mars
• Hæstiréttur sýknaði Pétur Pétursson lækni af ákæru
vaxtarræktarmanna vegna ærumeiðandi ummæla.
• Snjóflóð féll á heilsugæslustöðina í Ólafsvík.
Skemmdir urðu m.a. á tannlæknastofu.
• Fullkomnasta skurðstofa landsins var tekin í notkun
á Landspítalanum.
• Lions-hreyfingin seldi rauða fjöður til styrktar gigt-
arrannsóknum.
• Sýningin „Heilsa og heilbrigði" var haldin í Perlunni
í annað sinn.
• Síðustu vikur fyrir kosningar skrifaði Sighvatur
Björgvinsson undir samninga um byggingu þriggja
heilsugæslustöðva og stækkun sjúkrahúsa. Kostnaður
við þessar framkvæmdir var áætlaður meira en hálfur
milljarður króna. Síðar á árinu var mörgum þessara
framkvæmda frestað.
Apríl
• Ingibjörg Pálmadóttir tók við starfi heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra af Sighvati Björgvinssyni.
Fyrsta verk hennar var að fresta gildistöku tilvísana-
kerfisins.
• Meingen arfgengs augnsjúkdóms var kortlagt á
erfðafræðideild Blóðbankans. Genið er á efri hluta litn-
ings nr. 11.
• Reykjavíkurborg gekk til samstarfs við Reykjavíkur-
deild Rauða krossins um byggingu hjúkrunarheimilis
fyrir aldraða í Suður-Mjódd. Framkvæmdir hófust um
haustið.
\ve\V
Un For^ngsröðm da?
Sighvatur BJörgvinsson, fyrrverandi heilbrigöisráöherra:
Sjúkrahúsin eiga að
vera fyrir sjúklingana
- ekkl fyrir fólklö sem þar vlnnur
Takmarkið er
að sinna gurTl
sjíiklingum, ekki
pappírsvinnu
Snýst um
sjúklinga
en ekki töl-
ur á blaði
20 heilbrigðismál 4/1995