Heilbrigðismál - 01.12.1995, Síða 22
• Barnadeild Landakots var flutt á Borgarspítalann, en
hún tók formlega til starfa þar í september. Á deildinni
eru 26 rúm.
• Skrifstofu jafnréttismála barst kvörtun vegna þess að
karlar fá ekki styrk frá Tryggingastofnun til að kaupa
hárkollur, eins og konur fá.
• Heilbrigðisráðherra kynnti tillögur um flutning yfir-
stjórnar heilbrigðismála til kjördæmanna. Fækka á
sjúkrastofnunum og fjármagn á að flytjast með sjúkl-
ingum ef þeir leita sér lækninga utan síns kjördæmis.
Ágúst
• Krabbameinssjúklingum var boðið til ókeypis viku-
dvalar í Hlíðardalsskóla.
• Miklar umræður urðu um forgangsröðun í heilbrigð-
isþjónustu, niðurskurð og sparnað.
• Tryggingastofnun og læknafélögin sömdu um sér-
fræðiþjónustu lækna, en mikið hafði verið deilt um fyr-
irkomulag hennar. Ungir læknar mótmæltu samningn-
um sem þeir töldu koma í veg fyrir nýliðun.
September
• Tilsjónarmenn voru skipaðir með rekstri sjúkrahúsa
á Akranesi, í Hafnarfirði, í Keflavík og á Neskaupstað.
• Sagt var frá því að Taugagreining hf. hafi hannað
nýtt mælitæki fyrir heilarit og var ætlunin að setja það
á markað í Bandaríkjunum.
• Fjörutíu ára afmælis Heilsustofnunar Náttúrulækn-
ingafélags Islands í Hveragerði var minnst 20. septem-
ber, þegar 125 ár voru liðin frá fæðingu Jónasar Krist-
jánssonar læknis.
• Fjölsótt ráðstefna um framtíð héraðssjúkrahúsa var
haldin á Húsavík. Mikið var deilt á tillögur um fækkun
sjúkrahúsa á landsbyggðinni.
• Meðferðarheimilinu Tindum og vímuefnadeild Víf-
ilsstaða var lokað. Dagdeild tók við hluta af starfsem-
inni.
Slysaár. Ársins 1995 verður lengi minnst sem
eins mesta slysaárs á síðari áratugum. I janúar
féll snjóflóð á byggðina á Súðavík við Álftafjörð
og í október á byggðina á Flateyri við Önundar-
fjörð. I þessum tveim snjóflóðum og öðrum
smærri fórust 38 manns. Svo mannskæð snjóflóð
höfðu ekki fallið síðan í byrjun aldarinnar.
• í tengslum við gerð fjárlaga var ákveðið að fresta öll-
um framkvæmdum við heilbrigðisstofnanir sem hægt
væri.
Október
• Barnalæknar í Reykjavík tóku upp vaktþjónustu.
Heimilislæknar töldu Læknavaktina geta annað þörf-
inni.
• Krabbameinsráðgjöfin, símaþjónusta fyrir þá sem
vilja leita upplýsinga um krabbamein, tók til starfa.
• Vinnudeila skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga á
Landsspítalanum og Borgarspítalanum leystist eftir
þriggja daga verkfall.
• Lögð var fram á Alþingi þingsályktunartillaga um
umboðsmann sjúklinga til að bæta samskipti sjúklinga
og aðstandenda við starfsfólk heilbrigðisstofnana.
• Alþjóðadags geðheilbrigðis var minnst 10. október, í
fyrsta sinn á íslandi.
• Davíð Á. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítala var skip-
aður ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðu-
neytinu í stað Páls Sigurðssonar sem hafði gegnt því
starfi í aldarfjórðung eða frá stofnun ráðuneytisins.
• Nýtt geislameðferðartæki, línuhraðall, var tekið í
notkun á krabbameinslækningadeild Landspítalans.
Hann kostaði um 80 milljónir króna og kom í stað kó-
balttækis frá 1969, en fyrir var annar línuhraðall sem
orðinn var sex ára.
Hver kærir sig
um sjúklinga?
Þetta er sjúkt
Rikissjóbw seilist
1 erfbafé fatlabra
, r ákvörbun ríklsstjórnarinnar um
BSRB f°9nar.. ,y„.
innritunarg/oldin-
Vara vtf) einUavæbmgu
Tekjutenging í
velf erðarkerfinu
F°rmabur
Rannsaka E 1 SefgfejH u
virknilúp- TiS"™ f Suðum“A:
Æssss,
sPífa;anmJJ* vilja eftirlit
'»#atliatn,
m
Tannlæknar
22 HEILBRIGÐISMÁL 4/1995