Heilbrigðismál - 01.12.1995, Síða 23
Sigmund Jóh
• Gildistöku nýrra lyfsölulaga var frestað fram í mars,
en þau höfðu átt að taka gildi 1. nóvember.
Nóvember
• Landlæknisembættið varaði við gerilsveppi, Man-
sjúríusveppinum svokallaða, sem hafði verið vinsæll
meðal almennings síðan um vorið.
• Tvær nýjar öldrunarlækningadeildir voru formlega
teknar í notkun á Landakotsspítala í Reykjavík.
• Minnst var sextíu ára afmælis St. Fransiskusjúkra-
hússins í Stykkishólmi.
• Röntgentæknar á Landspítalanum lögðu niður vinnu
vegna deilu um aukagreiðslur.
• Sagt var frá því á Alþingi að mun færri reykvísk
börn hafi farið til skólatannlækna eftir að þátttaka for-
eldra í kostnaði var aukin.
Desember
• Breytt áfengislög tóku gildi. Einkasala ríkisins var af-
numin en jafnframt hert ákvæði um bann við áfengis-
auglýsingum.
• Hæstiréttur dæmdi í máli tannlækna og tannsmiða
og úrskurðaði að tannsmiðir megi ekki „vinna í munn-
holi". Héraðsdómur hafði komist að gagnstæðri niður-
stöðu.
• Fallið var frá hugmyndum um innritunargjöld fyrir
þá sem leggjast inn á sjúkrahús.
• Kínverski læknirinn Shaocheng gerði aðgerðir á
tveim Islendingum á Landspítalanum.
• Guðjóni Magnússyni lækni og skrifstofustjóra í heil-
brigðisráðuneytinu var boðið rektorsembætti við Nor-
ræna heilbrigðisháskólann í Gautaborg í Svíþjóð.
• Samið var við íslandsflug um að annast sjúkraflug á
Vestfjörðum.
• Miklar umræður urðu á Alþingi um fíkniefnaneyslu,
sem þingmenn og ráðherrar sögðu eitt helsta heilbrigð-
isvandamálið.
„Óþarft er að líta áfæðingu sem sjúklegtfyr-
irbrigði þar sem konur þurfi að Uggja sólar-
hringum saman inni á stofnun."
Kristján Sigurðsson yfirlæknir á kvennadeild
Landspítalans í viðtali um stytta sængurlegu
við eðlilegar aðstæður. Tíminn, 4. ágúst.
„Ekkert samfélag í heiminum getur veitt allt
það sem boðið er upp á í heilbrigðisþjón-
ustu."
Guðjón Magnússon skrifstofustjóri í heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í við-
tali um niðurskurð og forgangsröðun. Póstur-
inn, 10. ágúst 1995.
„Sparnaðurfyrir almenning verður sparnað-
ur gegn almenningi."
Birgir Sigurðsson rithöfundur í grein um
sparnað í heilbrigðisþjónustu. DV, 11. septern-
ber 1995.
„Það er nokkurt ónæði vegna lífsstíls íbú-
anna."
Pétur Pétursson læknir á Akureyri, nýkominn
úr afleysingum á Grænlandi. Dagur, 27. sept-
ember 1995.
„Afstaða samfélagsins til hinna veikustu og
verst settu er einn traustasti mælikvarði á
menningarstig þess og gildismat."
Magnús Skúlason geðlæknir í grein um geð-
heilsu og menningu. Morgunblaðið, 21. októ-
ber 1995.
„Aðgerðin er hennar eina lífsvon."
Móðir sex mánaða stúlku sem var á leið í að-
gerð erlendis vegna hjartagalla. Morgunblað-
ið 3. nóvember 1995.
„Það er of mikill asi á öllum núna. Mér
finnst fólkið hafa verið rólegra áður fyrr."
Kristín Hallgrímsdóttir í viðtali í tilefni af 103
ára afmæli hennar. Morgunblaðið 18. október
1995.
„Almenningur er nægilega skattpíndur. Það
er skylda okkar að nota betur þá fjármuni
sem núfara í kerfið."
Jónas Magnússon prófessor og yfirlæknir á
handlækningadeild Landspítalans í grein um
rekstur heilbrigðisstofnana. Morgunblaðið,
25. nóvember 1995.
HEILBRIGÐISMÁL 4/1995 23