Heilbrigðismál - 01.12.1995, Page 24
SSJ ljósmyndun (Sigurður Stefán Jónsson)
Sálrænar hliðar síþreytu
Grein eftir Eirík Líndal
Þreyta er hvorki óalgeng né
óþekkt meðal íslendinga. Þreyta og
afleiðingar hennar eru með algeng-
ustu kvörtunum þeirra sem leita til
heimilislækna. A undanförnum ár-
um hefur orðið æ algengar að fólk
kvarti yfir þreytu sem virðist ekki
eiga sér neinar sérstakar orsakir.
Sú þreyta sem nefnd hefur verið
síþreyta, er töluvert frábrugðin
venjulegri þreytu. Hún er bæði al-
varlegri og varanlegri en venjuleg
þreyta, sem stafar af mikilli vinnu
og miklu álagi. Síþreyta er líkam-
legt ástand sem getur herjað á fólk
á öllum aldri, af báðum kynjum.
Hún er þó algengust meðal yngri
kvenna. Umfang hennar getur ver-
ið allt frá mikilli þreytu en rólfærni
upp í það að hinn þreytti neyðist til
að vera rúmfastur.
Það er óvenjulegt við þennan
sjúkdóm að hann er afleiðing óskil-
greinds ástands sem ekki er vitað
hvort einn eða fleiri þættir valda.
Ekki er heldur vitað hvort um er að
ræða veirusmit eða afleiðingar ann-
arra sjúkdóma. Það mætti einnig
hugsa sér að síþreyta sé afleiðing
einstakra og/eða samverkandi
þátta. Hvað svo sem orsökunum
líður þá eru afleiðingarnar býsna
raunverulegar fyrir þolandann.
Sífellt fjölgar síþreyttum. Nýjasti
hópurinn eru hermenn sem tóku
þátt í Persaflóastríðinu. Þeir telja
sig annað hvort hafa orðið fyrir eit-
urvopnaárás eða að þetta séu af-
leiðingar lyfja sem þeir urðu að
taka inn til að koma í veg fyrir
skaðvænleg áhrif efna- eða sýkla-
vopna.
Þreyta án skýringa
A undanförnum árum hafa verið
haldnar fjölþjóðlegar vísindaráð-
stefnur um síþreytu þar sem meðal
annars hefur verið rætt um hvernig
eigi að skilgreina sjúkdóminn, um
afleiðingar hans, þróun og rann-
sóknir. Rannsóknir á faröldrum
sem hafa leitt af sér síþreytuástand,
svo sem Akureyraveikin, hafa einn-
ig aukið þekkingu á afleiðingum og
þróun sjúkdómsins.
En þreytan sjálf er það sem sam-
einar ótvírætt alla þá síþreyttu: Þeir
þreytast við litla áreynslu og skiptir
þá engu hvort áreynslan er líkam-
leg eða andleg. Ástandið getur
breyst frá degi til dags. Margs
konar truflanir á eðlilegri líkams-
starfsemi virðast einnig auka ein-
kennin.
Eftirfarandi einkenni hafa verið
talin algeng: Hægari hugsun, lé-
legra minni, skortur á einbeitingu,
fælni, kvíði, þunglyndi, of lítil eða
of mikil svefnþörf, vöðva- og lið-
verkir, hitaslæðingur, hálsbólga,
meiri viðkvæmni fyrir hita og
kulda, óvenjulegir höfuðverkir,
ljósfælni, óregla á hægðum og
munn- og augnþurrkur. Það hefur
einnig komið fram að þol fyrir
áfengi minnkar. Fleiri einkenni hafa
verið nefnd, en þessi upptalning
sýnir þó að margt getur fárið úr-
skeiðis.
Margvísleg áhrif
Þótt einkennin komi á tiltölulega
skömmum tíma verður þeirra ekki
endilega vart samtímis. Áhrifin eru
margvísleg. Oft reynist erfitt að
stunda fulla vinnu, hvort sem er
innan eða utan heimilis. Ekki hefur
heldur verið hægt að stunda form-
legt nám af sama krafti og áður.
Sambúð fólks er mjög viðkvæm
fyrir álagi og veikindum. Sjúkdóm-
urinn getur mjög auðveldlega leitt
til hjónabandsvandamála ef grein-
ing dregst á langinn og ef ekki er
brugðist við breyttum aðstæðum
tímanlega.
Helstu félagsleg áhrif sjúkdóms-
ins eru að tjáskipti verða stirðari,
frumkvæði verður sjaldgæfara,
hreyfingar hægari og kynlífsvanda-
mál geta orðið algengari.
Til að auðvelda hinum síþreytta
lífið er gott að skipuleggja ekki
fram í tímann á þann veg að það
eigi að framkvæma eitthvað á ein-
hverjum sérstökum tíma, heldur að
stefna að því að framkvæma hlut-
inn einhvern tímann á ákveðnu
tímabili, einmitt á þeim tíma sem
Síþreyta er án sýnilegra skýringa
og kemur oft fram við litla
áreynslu. Lítið er vitað um orsakir
sjúkdómsins en margir læra smám
saman hvaða þættir hafa áhrif á
sjúkdóminn. Sumir hafa til dæmis
ofnæmi fyrir ákveðnum fæðuteg-
undum. Síþreyta er líkamlegt
ástand sem getur herjað á fólk á
öllum aldri.
24 heilbrigðismAl 4/1995