Heilbrigðismál - 01.12.1995, Side 27
Nýmakrabbamein eru algengari hér
en í öðrum löndum
Grein eftir Tómas Guðbjartsson, Guðmund Vikar Einarsson og Jónas Magnússon
Síðastliðin ár hefur staðið yfir á
handlækningadeild Landspítalans
viðamikil rannsókn á krabbamein-
um í nýrum. Athyglin hefur aðal-
lega beinst að tíðni og hegðun sjúk-
dómsins hér á landi og lífshorfum
sjúklinga eftir greiningu. Litið var á
öll nýrnakrabbamein sem greindust
á árunum 1971-1990, samtals 550 til-
felli.
hrenns konar krabbamein.
Krabbamein í nýrum eru yfirleitt
svokölluð nýrnafrumukrabbamein
eða í tæplega níu tilfellum af hverj-
um tíu. Þau eru upprunnin frá hin-
um eiginlegu nýrnafrumum og
greinast oftast hjá fólki sem er milli
sextugs og sjötugs. Heldur fleiri
karlar greinast með sjúkdóminn en
konur og hann er jafnt í hægra og
vinstra nýra. Hjá fullorðnum eru
einnig svokölluð nýrnaskjóðuæxli en
nýrnaskjóðan er hluti af safnkerfi
Nú greinast um 30 ný tilfelli á ári
af nýrnakrabbameini hjá körlum
og um 15 hjá konum, samkvæmt
upplýsingum frá Krabbameins-
skrá Krabbameinsfélags íslands.
Krabbamein í nýrum
Árlegt nýgengi af 100.000
nýrans. Einkenni beggja þessara
krabbameinstegunda eru svipuð en
vefjagerð nýrnaskjóðuæxlanna
svipar til krabbameina í þvag-
blöðru. Svokölluð Wilms-æxli grein-
ast hjá börnum, oftast á aldrinum
tveggja til fjögurra ára. Þessi æxli
eru af allt öðrum toga en nýrna-
frumu- og nýrnaskjóðukrabbamein
og greinast yfirleitt vegna fyrirferð-
ar í kviði.
Algengt á heimsvísu. Krabba-
mein í nýrum hafa ekki verið með-
al algengustu krabbameina hér á
landi. Til dæmis voru þau í 6. sæti
hjá körlum og 10. sæti meðal
kvenna yfir nýgreind krabbamein á
íslandi á árunum 1990 til 1994.
Rannsóknir hafa þó leitt í ljós að
tíðni nýrnafrumukrabbameins hef-
ur verið mjög há síðustu tvo ára-
tugi. Þegar tekið er mið af mann-
fjölda er nýrnafrumukrabbamein
sennilega hvergi algengara í heim-
inum. A hinn bóginn eru nýrna-
skjóðuæxli í meðallagi algeng hér á
landi og athyglisvert er að Wilms-
æxli í börnum eru mun fátíðari hér
en í nágrannalöndunum.
Orsakir á huldu. Lítið er vitað
um orsakir nýrnakrabbameina,
minna en um mörg önnur krabba-
mein. Þó er vitað að reykingar auka
áhættuna og eru eini greinilegi
áhættuþátturinn.
Lúmsk einkenni. Algengustu
einkenni krabbameina í nýrum eru
verkir í kvið eða síðu og blóð í
þvagi. Þyngdartap, hiti og einkenni
blóðleysis eru einnig oft til staðar.
Svipuð einkenni geta átt við fjölda
annarra sjúkdóma. Oft eru ein-
kenni væg í byrjun og sjúklingar
draga því að leita læknis. Erfitt er
að greina æxli í nýranu, t.d. við
þreifingu á kvið, enda liggja nýrun
djúpt í kviðarholi. Þetta getur vald-
ið enn frekari töfum á greiningu.
Rannsóknin, sem áður er nefnd,
leiddi í ljós að helmingur sjúklinga
hafði haft einkenni í þrjá mánuði
eða lengur áður en rétt greining var
gerð og oft varð enn meiri töf á
greiningu.
Skurðaðgerð helst beitt. Með-
ferð er fyrst og fremst fólgin í
skurðaðgerð þar sem nýrað er
numið á brott. Ef krabbameinið
hefur ekki dreift sér út fyrir nýrað
má gera ráð fyrir að um lækningu
sé að ræða. Arangur skurðaðgerða
hefur verið mjög góður hér á landi,
reyndar með því besta sem þekkist.
Leitað nýrra leiða. Hjá sjúkling-
um með útbreiddan sjúkdóm er
stundum beitt lyfjameðferð, auk
skurðaðgerðar, en gallinn er sá að
nýrnafrumukrabbamein eru oft lít-
ið næm fyrir hefðbundnum krabba-
meinslyfjum. Síðasta áratug hafa
verið gerðar tilraunir með lyf sem
örva ónæmiskerfi sjúklinganna
gegn krabbameininu. Árangurinn
hefur stundum verið ágætur, en
meðferðin getur haft ýmsar auka-
Flest nýrnakabbamein eru svo-
nefnd nýrnafrumukrabbamein en
aðrar tegundir eru nýrnaskjóðu-
æxli og Wilms-æxli. Einkenni eru
oft lúmsk og greining erfið.
HEILBRIGÐISMÁL 4/1995 27