Heilbrigðismál - 01.12.1995, Side 29

Heilbrigðismál - 01.12.1995, Side 29
Bólusetning getur haft áhrif á böm í móðurkviði Grein eftir Sveinbjörn Gizurarson Fram undir miðja þessa öld var talið að legið veitti fóstrinu full- komna vernd frá öllu því sem er í umhverfi okkar. Þessi hugsun var síðan dregin í efa þegar Astralinn N. M. Gregg áttaði sig á því að kon- ur sem fengu rauða hunda á með- göngutímanum ólu vansköpuð börn. Það varð því ljóst að þau áhrif sem umhverfið hefur geta komið fram hjá hinu nýfædda barni. Því miður voru lyf notuð áfram til almennra lækninga á þunguðum konum. Það var síðan fyrir um þrjátíu árum, þegar hið ró- andi lyf Thalidomid kom á markað, að læknavísindin áttuðu sig á því hvað getur gerst. Thalidomid olli gffurlegum vanþroska á útlimum, ef það var tekið inn á fyrstu þrem- ur mánuðum meðgöngu. Það var því tímabært að gera sér grein fyrir því að allt það sem móðirin setur ofan í sig getur borist til fóstursins. Það er einnig á öðru sviði læknis- fræðinnar sem þekkingarskortur hefur verið mikill, en það er varð- andi áhrif lyfja á brjóstamjólk. Gildi þess að nýburar fái brjóstamjólk hefur verið vanmetið. En lyf, eins og allt annað sem móðirin tekur inn, getur farið yfir I brjóstamjólk og þaðan til barnsins. Konur sem hafa barn á brjósti verða því að gera læknum eða lyfjafræðingum grein fyrir því, þegar verið er að velja lyf. Við fæðingu er barn með mótefni í blóði sínu gegn ýmsum tegund- um veiru- og bakteríusýkinga. Öll þessi mótefni koma frá móðurinni og geta verndað barnið fyrstu mán- uðina eftir fæðingu. Til þess að barnið fái þessi mótefni þarf móðir- in að hafa fengið sýkingu af við- komandi sýkli eða verið bólusett gegn henni. Þetta þýðir að mæður sem eru bólusettar áður en þær verða þungaðar veita börnum vernd í allt að fimm til níu mánuði eftir fæðingu. Árið 1927 ráðlagði franski vísindamaðurinn dr. G. Ramon þunguðum konum að fá bólusetningu gegn stífkrampa svo að þær geti veitt barni sínu vernd fyrstu mánuðina eftir fæðingu. Þannig getur hið nýfædda barn fengið góða vernd gegn ýmiss kon- ar sýklum, þó að það hafi aldrei verið bólusett. Móðirin getur síðan viðhaldið þessari vernd með því að hafa barnið á brjósti, en í brjóstamjók er mikið af nauðsynlegum mótefnum. Auk þess eru í henni öll þau efni sem barnið þarf þangað til það nær hálfs árs aldri. Fyrstu tvær til þrjár Verðandi mæður ættu að forðast ónæmisaðgerðir á meðgöngutím- anum ef hægt er. Sum bóluefni má aldrei gefa, önnur má gefa í undan- tekningartilvikum og enn önnur hafa sennilega engin áhrif á fóstrið. vikurnar getur barnið náð þessum mótefnum úr mjólkinni yfir í sitt eigið blóðrásarkerfi. Síðan, þegar meltingin er farin af stað, hætta þessi mótefni að komast yfir í blóð- ið. Þau eru þá til staðar í meltingar- veginum og geta þannig stöðvað óæskilega sýkla í að brjóta sér leið inn að slímhúðinni. Þetta á við um kóleru, inflúensu o.fl. Því er mikil- vægt fyrir mæður að veita börnum sínum þessa vernd, sem fæst með brjóstamjólkinni. Sem dæmi um vernd mótefna er gömul saga um Míþradates 6., sem var konungur í Pontus frá 120 til 63 fyrir Krist. Hann var svo hræddur um að óvinirnir myndu eitra fyrir honum að hann drakk ferskt gæsa- blóð á hverjum morgni, en gæsirn- ar höfðu verið aldar m.a. á eitruð- um fræjum. Síðan gerðist það að hann tapaði orustu gegn Rómverj- HEILBRIGÐISMAL 4/1995 29

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.