Heilbrigðismál - 01.12.1995, Page 34
Tómas Jónasson
Eitthvað
bogið
Vorið 1989 samþykkti Alþingi
þingsályktun um manneldis- og
neyslustefnu. Samkvæmt henni er
stefnt að því að auka neyslu kol-
vetna (einkum úr grófu korni, kart-
öflum og grænmeti), að prótein
verði áfram ríflegt í fæðu lands-
manna og að dregið verði úr neyslu
á fitu, einkum mettuðum fituefn-
um. Könnun sem gerð var árið 1990
sýndi að fita gaf að jafnaði 41% af
orku fæðunnar en markmiðið er að
hlutfallið fari niður fyrir 35%. Með
því móti má vinna gegn hjarta- og
æðasjúkdómum og öðrum sjúk-
dómum. Manneldisráð birti endur-
skoðuð manneldismarkmið árið
1994 og hníga þau í sömu átt. En
hvernig miðar?
Mjólkurframleiðendur hafa verið
iðnir við að setja nýjar vörur á
markað. Fjörmjólk er dæmi um
fitusnauða vöru sem fellur vel að
manneldismarkmiðum, en það
virðist undantekning því að margar
nýjar mjólkurafurðir eru feitar, jafn-
vel þótt þær séu settar á markað
undir nöfnum sem benda til holl-
ustu. Skyr hefur hingað til verið
talið mjög hollt, enda er fitan að-
eins 0,2 grömm í hverjum 100
grömmum. Nýlega kom á markað
svonefnt Skólaskyr, sem greinilega
er ætlað ungu fólki. Þegar að er gáð
sést að fitan í því er 4-5 grömm,
sem er svipað og í rjómaskyri sem,
eins og nafnið bendir til, er ekki
fitulítil afurð. Samt er Skólaskyrið
auglýst sem „svakalega hollt".
Hamborgarar eru vinsæl fæða. Á
umbúðum margra tegunda eru
engar upplýsingar um næringar-
gildi, en sumir framleiðendur vilja
fræða neytendur og leyfa þeim að
velja milli hamborgara með mis-
munandi mikilli fitu. Þá bregður
svo við að hamborgarar með 8-12
grömmum af fitu í hverjum 100
grömmum eru um fjórðungi dýrari
en þeir sem eru með 12-16 grömm-
um af fitu. Þetta er ekki beint
hvatning til heilsusamlegra lífs-
hátta.
Enn eru á markaði bjúgu sem eru
svo feit að af hverjum 100 grömm-
um er fitan 42 grömm (í rjóma er
fitan „aðeins" 36 grömm). Þetta
þýðir að 89% af orku í bjúgunum
koma úr fitu. Næringarefnamæl-
ingar fæðudeildar Rannsóknastofn-
unar landbúnaðarins sýna að í
kindabjúgum sé fita að meðaltali 24
grömm af hverjum 100 grömmum, í
hrossabjúgum 20 grömm og kálfa-
bjúgum 18 grömm. I algengustu
vínarpylsunum eru 16 grömm og
hægt er að fá léttpylsur með aðeins
7 grömmum af fitu. Nýjustu afurð-
irnar í þessu formi, sem taka meðal
annars mið af neysluvenjum Dana,
eru þó enn feitari eða um 25
grömm. Var á bætandi?
I þessu sambandi má minna á að
þegar leitað var skýringa á heims-
meti í hjartasjúkdómum í Kirjála-
héraði í Finnlandi fyrir nokkrum
árum var talið að feitur matur ætti
þar stóran hlut að máli. Eitt af þvf
sem þar var til nefnt voru feitar
pylsur og feit bjúgu sem voru ein-
hvers konar þjóðarréttur. Með reyk-
ingavörnum, breyttum áherslum í
mataræði og fleiri aðgerðum tókst
að draga verulega úr hjartasjúk-
dómum í héraðinu.
Manneldisráð hefur á síðustu ár-
um unnið vel og skynsamlega að
því að leiðbeina fólki um fæðuval
og gefið út vönduð fræðslurit. Ein
lítil stofnun getur haft nokkur áhrif
en betur má ef duga skal. Mikil-
vægast er að ala upp kynslóð sem
er það vel að sér um hollustu og
næringu að hún geti sjálf tamið sér
heilnæmar neysluvenjur. Eru
áherslur í skólakerfinu réttar?
Skiptir ekki meira máli fyrir fram-
tíð æskufólksins að það geti gert
sér grein fyrir því hvað það lætur
ofan í sig heldur en að vita hvað
grísku guðirnir hétu eða hverjir
réðu ríkjum í Evrópu fyrir nokkr-
um öldum?
Stjórnvöld, sem segja að þjóðin
sé að kikna undan kostnaði við
lækningar sjúkdóma sem að hluta
til stafa af röngum lífsháttum, geta
gert meiri kröfur til framleiðenda
um að upplýsa neytendur um hvað
er í þeim neysluvörum sem hér eru
á boðstólum. Framleiðendur, sem
nú leggja áherslu á það hve íslensk
framleiðsla sé hrein, ættu einnig að
sjá sóma sinn í því að bjóða fitu-
snauðari vörur. Við þurfum ekki á
allri þessari orku að halda - hún
sest utan á okkur, ef ekkert er að
gert.
Jónas Ragnarsson, ritstjóri.
34 HEILBRIGÐISMÁL 4/1995